Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Á lklasinn er grasrótarklasi, sem varð til vegna drif- krafts aðilanna sem að hon- um standa,“ segir Guðbjörg Óskarsdóttir, klasastjóri Álklasans og verkefnastjóri á orku- og efnis- tæknisviði hjá Nýsköpunarmiðstöð. Álklasinn var formlega stofnaður í lok júní síðastliðnum og nú þegar eru 34 fyrirtæki og stofnanir komn- ir inn í hann. Stjórn klasans hélt sinn fyrsta stjórnarfund í gær og stóð einnig fyrir svokölluðum kaffifundi til að ræða kortlagningu á fyrirtækjum í álklasanum, verðmætasköpun í ál- iðnaði, útflutningstækifæri og fjár- festingatækifæri. Í framhaldinu verða haldnir mánaðarlegir kaffi- fundir þar sem klasafyrirtækin hitt- ast til að ræða það sem þeim liggur á hjarta hverju sinni. Að sögn Guðbjargar stendur til að kortleggja bæði þau fyrirtæki sem eru í útflutningi og einnig þau sem eru ekki komin á þann stað ennþá en eiga þess kost í framtíð- inni. „Á Íslandi er frábært stuðn- ingsnet fyrir fyrirtæki sem vilja sækja á erlenda markaði. Því viljum við fjölga tækifærum klasameðlima til útflutnings ef þau svo kjósa.“ Kanna samstarf við Norðmenn Þó svo að aðeins séu liðnir þrír mánuðir frá stofnun álklasans, hafa fulltrúar hans nú þegar sótt al- þjóðlega klasaráðstefnu og byrjað er að kanna möguleika á samstarfi við sambærilegan klasa í Noregi, Eyde Cluster. Guðbjörg nefnir svo- kallað „Zero Waste“ verkefni sem dæmi um samstarfsverkefni sem Norðmennirnir hafi áhuga á. „Við köllum verkefnið „lokun hringsins“ en það gengur út á að fullnýta það sem fellur til við álframleiðslu,“ út- skýrir hún og bætir við: „Norð- mennirnir eru nú að huga að Evr- ópusamstarfi. Ef við ákveðum að starfa með þeim yrði væntanlega sóst eftir fjármagni úr erlendu styrkjaumhverfi. Það myndi styrkja samstarfið til muna.“ Má því segja að klasinn hafi kom- ist alllangt í leit að erlendu sam- starfi á skömmum tíma. „Við erum komin langt á leið nú þegar í upp- byggingunni en við búum vel að góðri forvinnu meðlima okkar. Klas- inn er grasrótarklasi enda var eng- inn úr ráðuneyti eða að ofan sem kallaði eftir myndun hans. Þvert á móti stóð vilji fyrirtækjanna sem starfa innan þessa geira til að keyra þetta verkefni í gang. Þau voru sjálf búin að mynda sér skoðanir fyr- irfram á helstu málefnunum sem á þeim brenna,“ greinir hún frá. Þarf aukna áframvinnslu áls Nefnir hún sem dæmi verkefni tengd nýsköpun í áliðnaði, aukna áherslu á menntamál, eflingu á framboði náms með tengingu við ál og álframleiðslu. Einnig nefnir hún hafnarflutninga, fullnýtingarverk- efni og áframvinnslu áls. „Eins og við vitum eru hér á landi sterkir frumframleiðendur áls en því miður hefur ekki enn tekist að byggja upp í áframvinnslu þess, sem auðvelt er að nýta til vöruframleiðslu.“ Nýjar áherslur í styrkúthlutunum Hún kveður klasann einnig hafa áhuga á að efla ímynd og umgjörð áliðnaðarins með frekara samstarfi við aðra geira atvinnulífsins og stjórnvöld, sem og að efla rann- sóknir á sviði áls. „Við erum afar ánægð með nýtilkomnar áherslu- breytingar Tækniþróunarsjóðs en sjóðurinn tilkynnti nýverið að fram- vegis yrði lögð ríkari áhersla á efn- istækni, sérstaklega með tilliti til áls og kísils, í styrkúthlutunum sínum. Við erum sannfærð um að þessi breyting muni stuðla að aukinni ný- sköpun og framþróun á þessu sviði,“ greinir Guðbjörg frá. Hún nefnir sem dæmi að um- ræddar áherslubreytingar hafi gert það að verkum að til varð samstarf um fullvinnslu á afflallsefnum ál- vera. „Öll álverin, Al/Kratus sem vinnur að endurvinnslu þessara af- urða í dag og Háskólinn í Reykjavík eru þátttakendur í þessu verkefni. HR verður t.a.m. með nem- endaverkefni þessu tengt.“ Horfa líka til kísilfyrirtækjanna Guðbjörg segir stefnt að frekari fjölgun meðlima í klasanum. „Þau 34 fyrirtæki sem eru í honum nú þegar tóku þátt í grunnvinnunni. Við munum setja okkur í samband við fleiri aðila sem við teljum eiga erindi í klasann og geti haft ávinn- ing af þessu samstarfi. Við horfum sérstaklega til þeirrar uppbygg- ingar sem hefur átt sér stað í kís- iliðnaðinum en við í áliðnaðnum telj- um okkur eiga samleið með fyrirtækjum í þeim geira. Í báðum tilvikum er um að ræða léttmálma og framleiðsluiðnað. Þar af leiðandi eru verkefnin og áherslusviðin þau sömu.“ Hún hvetur áhugasöm fyrirtæki til að hafa samband, vilji þau ganga í klasann. „Við teljum klasann tryggja sameiginlega hagsmuni fyr- irtækja sem starfa á svipuðum svið- um og eru að leysa sömu vanda- málin,“ bætir hún við. Gott að starfa í frjóu umhverfi Álkasinn er rekinn á árgjöldum fé- laganna en Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands styrkir klasann í formi að- stöðu. „Við erum í góðu samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð. Í húsa- kynnum þeirra erum við í algjörum suðupotti hugmynda en það er mjög gott fyrir ungan klasa eins og okkur að starfa í svona frjóu umhverfi,“ útskýrir Guðbjörg. Spurð út í uppbyggingu klasans svarar hún: „Hann er hugsaður þannig að hugmyndir og verkefni komin frá klasameðlimunum sjálf- um. Við munum því ráðast í þau verkefni sem klasameðlimirnir sjálf- ir setja á oddinn og eftir því sem fjármagn dugar til, þ.e. árgjöld fé- laganna og framlög frá samstarfs- aðilum. Við sjáum fyrir okkur að meðlimir sem hafi ólíka snertifleti við sama verkefnið geti unnið sam- an og þannig skapist góður jarð- vegur fyrir nýjar hugmyndir og skapandi lausnir. Þannig getur sam- setning þátttakenda í einstökum verkefnum verið mismunandi.“ brynja@mbl.is Telja klasann tryggja sam- eiginlega hagsmuni fyr- irtækja sem starfa á svip- uðum sviðum. Klasastjórinn Guðbjörg Óskarsdóttir starfar bæði sem klasastjóri Álklasans og sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð. Ljósmynd/Guðbjörg Óskarsdóttir Stofnfundur Álklasinn var stofnaður formlega hinn 29. júní sl. Stofnmeðlimir Hópurinn á bak við Álklasann, 34 fyrirtæki og stofnanir. Starfa í suðupotti hugmynda Álklasinn samanstend- ur af 34 fyrirtækjum. Hefur klasinn komist alllangt í leit að erlendu samstarfi á skömmum tíma. „BoilerMag segulsíur voru settar á neysluvatns- og hitakerfið í húsi mínu og eftir aðeins vikunotkun var komið töluvert meira magn af járnögnum á segulinn í síunni. Þessar járnagnir hafa hingað til farið í gegnum hitakerfið hjá mér og valdið sliti og skaða í varmaskiptum, blöndunartækjum og öðrum viðkvæmum stýribúnaði tengdum hita- kerfinu t.d. ofnlokum. Sían frá BoilerMag hreinsar allar járnagnir úr vatninu.“ - Rögnvald Othar Erlingsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.