Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ F járfestingafélagið Strokkur Energy hefur verið leiðandi í fjárfestingum á orkufrek- um verkefnum á und- anförnum árum. Strokkur hefur t.d. fjárfest í aflþynnuverkefni Becromal á Akureyri og er í sam- starfi við aðra að koma á laggirnar kísilverksmiðju í Helguvík á Reykjanesi undir merkjum Thorsil. „Áætluð ársframleiðslugeta verð- ur 54.000 tonn af kísilmálmi og orkuþörfin er um 87 MW sam- anborið við 75 MW orkuþörf í Becromal. Bæði verkefnin eru því orkufrek en skila okkur virðisauk- andi vörum,“ segir Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri fjárfestingar- og þróunarfélagsins Strokk. Áformað er að framleiðsla Thor- sil verði seld á erlendum mörk- uðum auk þeirra aukaafurða sem myndast við framleiðsluna. Eyþór segir verkefnin í anda þeirrar stefnu sem Strokkur hefur sett, þ.e. að ýta undir og fjárfesta í frekari uppbyggingu iðnaðar á Ís- landi. „Thorsil í Helguvík er nýjasta verkefnið okkar og gott dæmi um þá stefnu sem við höfum haft í okkar fjárfestingum. Í því verkefni, eins og öðrum, leitum við til sér- fræðinga á hverju sviði og finnum stjórnendur sem hafa reynslu af því að byggja upp og reka sam- bærileg verkefni. Þeir sem koma að Thorsil með okkur hafa t.d. reynslu af sambærilegum rekstri í Bandaríkjunum og Noregi.“ Miklar vonir bundnar við Thorsil Starfsleyfi fyrir Thorsil-verkefninu er nýlega komið í höfn en verk- efnið er það stærsta sem Strokkur hefur haft aðkomu að. „Við bindum miklar vonir við þetta verkefni og völdum sér- staklega að vinna með kísilmálm vegna fjölda markaða sem nýta sér málminn. Bílaiðnaðurinn er einn þessa markaða en málmurinn er notaður í framleiðslu allra álbíla. Í hátækni er þetta einnig mikilvægur málmur en hann er notaður í tölv- ur, farsíma og sólarsellur. Síðast en ekki síst er hann nýttur í kem- ískum tilgangi en kísill er notaður t.d. í augnlinsur, hvers konar þétti- efni og mörg þróaðri efni sem við notum í okkar daglega lífi.“ Thorsil mun því framleiða verð- mætan málm til útflutnings en eins og Eyþór hefur sagt er markmiðið að búa til virðisaukandi vörur. „Við erum í dýrari hluta virð- iskeðjunnar. Álþynnur, líkt og þær sem Becromal á Akureyri fram- leiðir, eru mjög dýrar og eru í raun rafeindabúnaður. Eins er kís- ilmálmurinn mjög verðmætur og nýtist á mörgum mörkuðum eins og ég hef komið inn á,“ segir Ey- þór og bendir jafnframt á að vör- urnar þoli bæði flutning og flutn- ingskostnað. Orkan og afhending mikilvæg Verkefni Strokks eru orkufrek og orkuframleiðsla því mikilvæg fyrir fjárfestingar Strokks. Spurður um næstu verkefni í orkuframleiðslu Ís- lendinga segir Eyþór að um leið og framleiðsla orkunnar sé mikilvæg ættu næstu verkefni okkar að tryggja betri afhendingu. „Við eigum að horfa til innviða í raforkukerfinu okkar. Framleiðslan er mikilvæg en flutningur orkunnar og afhending er það líka. Í dag töp- um við umtalsverðri orku frá orku- verinu sjálfu að afhendingarstað. Betra dreifikerfi, sem tapar minni orku, er allra hagur.“ Eyþór segir ekkert um það hvort Strokkur ætli að fjárfesta í slíkum verkefnum eða hvort það ætti að vera yfir höfuð í höndum einkafyr- irtækja. Um framhaldið hjá fyr- irtækinu segir hann þó að haldið verði áfram að fjárfesta í iðnaði og halda utan um þau verkefni sem þegar eru komin af stað svo sem GMR-endurvinnslu á Grundartanga sem framleiðir straumteina og sér- lausnir fyrir áliðnaðinn. „Iðnaður á Íslandi er að þróast í að vera sam- tengdur klasi þar sem þjónustu- og framleiðslufyrirtæki auka verðmæt- in ekki ósvipað og gerst hefur í sjávarútvegi.“ vilhjalmur@mbl.is Erum í dýrari hluta virðiskeðjunnar Morgunblaðið/Kristinn Fjárfesting „Thorsil-verkefnið er það stærsta sem Strokkur hefur haft aðkomu að.“ Á lver Alcoa Fjarðaál í Reyð- arfirði gæti mögulega ver- ið umhverfisvænasta álver heims. Ekki aðeins er hrein og endurnýjanleg orka notuð við framleiðsluna heldur eru allar aukaafurðir end- urunnar og hönnun álversins þannig að um- hverfisáhrifum er haldið í lág- marki. Dagmar Ýr Stefánsdóttir er upplýsinga- fulltrúi Alcoa Fjarðaáls: „Í upphafi var mörkuð sú stefna að endurvinna eða end- urnýta 100% af öllum auka- afurðum sem verða til í álverinu. Í dag er þetta hlutfall komið upp í 99,8%.“ Meðal þess sem fellur til við ál- framleiðslu, og myndi að öðrum kosti fara í landfyllingu eða urðun, eru skautleifar, álgjall og kerbrot. Skautleifarnar eru endurnýttar í Noregi og kerbrotin fara til Bret- lands og nýtast þar í sements- framleiðslu. „Þessi 0,2% sem en vantar upp á eru nær eingöngu líf- rænn úrgangur, og kemur til af því að hér er ekki nein moltustöð,“ segir Dagmar en bætir við að von- ir standi til þess að hægt verði að koma upp slíkri starfsemi á svæð- inu í framtíðinni. Hafa gætur á vatninu Hönnun starfseminnar miðar að því að ekkert framleiðsluvatn renni til sjávar. Þess í stað er framleiðsluvatnið sem álverið not- ar í lokuðu kerfi þar sem það er hreinsað og endurnýtt. „Álver- slóðin er þannig hönnuð að allt regnvatn sem fellur niður á ál- verssvæðið fer eftir sérstökum lögnum í settjarnir hér á lóðinni þar sem vatnið er hreinsað á nátt- úrlegan hátt áður en það rennur til sjávar. Vöktum við þessar tjarnir vel og tökum þar reglulega sýni.“ Dagmar segir Alcoa leggja á það áherslu á heimsvísu að halda áhrifum á umhverfið í lágmarki. „Við vinnum í anda sjálfbærrar þróunar og viljum taka virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreyt- ingar. Alcoa hefur verið leiðandi í að þróa og innleiða nýja tækni til að gera framleiðsluna umhverf- isvænni,“ útskýrir Dagmar og bætir við að innan Alcoa- fjölskyldunnar sé álverið í Reyð- arfirði lengst komið hvað varðar að lágmarka umhverfisáhrifin, bæði með tilliti til útblásturs flú- ors sem og endurnýtingar fram- leiðsluvatns og aukaafurða. En að hvaða marki gagnast það Alcoa Fjarðaáli að leggja svona ríka áherslu á umhverfið? Það væri hægt að gera hlutina á annan og ódýrari hátt, og spara siglingar yfir hafið með kerbrot og skaut á leið til endurvinnslu. Dagmar seg- ir ávinninginn meðal annars koma fram í stolti starfsmannanna. „Það hefur klárlega áhrif á starfsand- ann, og starfsfólkinu þykir gott að vita að hér gera allir sitt besta í þessum málaflokki. Þetta er einnig samfélagslega ábyrgt en við sem fyrirtæki leggjum mikla áherslu á að starfa í sátt við samfélag og umhverfi.“ Áhugi á umhverfisvænna áli Það gæti líka verið að í umhverf- isstefnunni fælist markaðstæki- færi. „Ég held að við gætum gert enn betur í að markaðssetja það starf sem hér hefur verið unnið. Víða um heim sækjast fyrirtæki eftir því að nota ál sem er sem umhverfisvænst en greinin glímir við að umhverfisverndarhugtökin hafa ekki sömu merkingu á öllum stöðum. Þannig vísar það t.d. yf- irleitt til endurunnins áls þegar talað er um „grænt ál“. Er þó ljóst að álframleiðslan hjá okkur og hjá öðrum álverum á Íslandi er mjög græn þar sem lágmarksmengun er af raforkuframleiðslunni miðað við það sem gengur og gerist t.d. þar sem álver eru knúin með rafmagni frá öðrum orkugjöfum.“ ai@mbl.is Endurvinna og endurnýta 99,8% Mikill metnaður er lagð- ur í að lágmarka um- hverfishrifin af starf- semi Alcoa Fjarðaáls. Morgunblaðið/ÞÖK Logandi Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls að störfum. Þar leggjast allir á eitt í umhverfismálum og árangurinn eftir því. Grænt Álverssvæðið var m.a. hannað með þeim hætti að halda mætti vatnsmengun í algjöru lágmarki. Settjarnir hreinsa regnvatnið sem fellur á svæðið. Dagmar Ýr Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.