Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ O rka til framtíðar“ er heiti gagnvirkrar orkuvís- indasýningar sem var formlega opnuð almenn- ingi í sumar í gestastofu Ljósafoss- stöðvar í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar. Gagarín og Tví- horf arkitektar eru hönnuðir sýn- ingarinnar og kom fjöldi fyrirtækja og sérfræðinga að sýningunni. Þema sýningarinnar er raforkan sjálf, hvaða áhrif hún hefur á okkur og samfélagið. Sýningin er gagn- virk með áherslu á leik og upplifun, þar sem eðli og eiginleiki raforku birtist í margvíslegum myndum. Sýningargestir eru leiddir inn í heim raforkunnar á nýjan og skap- andi máta. Undirstöðuatriði raf- magnsfræðinnar eru útskýrð í gegnum einfaldar, skemmtilegar og fallegar tilraunir sem hafa leitt til mikilvægra skrefa í rafmagnssög- unni. Auk þess fræðast gestir um helstu orkuvinnsluaðferðir Lands- virkjunar; vatnsaflsstöðvar, jarð- varmastöðvar og vindmyllur. Enn fremur er orkuvinnsla og orkunýt- ing sett í víðara samhengi og þró- unin í heiminum skoðuð í samhengi við mikilvæga þætti svo sem end- urnýjanleika og sjálfbærni. Orku- auðlindir og nýting þeirra varðar alla Íslendinga og leitast verður við að opna augu gesta fyrir mikilvægi þess að hámarka afrakstur af orku- lindunum með sjálfbærri nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Kolin burt og rafmagnið inn Ljósafossstöð var gangsett árið 1937 og stendur við Ljósafoss, út- fall Úlfljótsvatns. Með tilkomu stöðvarinnar var framboð rafmagns fjórfaldað á höfuðborgarsvæðinu sem gerði íbúum kleift að nota raf- magnseldavélar í stað kolavéla. Þáttur í því að auka raforkunýtingu frá Ljósafossstöð var að bjóða íbú- um höfuðborgarsvæðisins að fá eldavél frá Rafha í áskrift með raf- magninu. Sigurður Guðmundsson arkitekt teiknaði stöðina í funkisstíl og hana prýðir verk eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Í sumar, líkt og fyrri ár, opnaði Lands- virkjun aflstöðvar sínar fyrir gest- um sem vildu kynna sér starfsemi fyrirtækisins og raforkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Yfir 20 þúsund manns heimsóttu gesta- stofur Landsvirkjunar og kynntu sér vindmylluverkefni fyrirtækisins við Hafið. Magnús Þór Gylfason, yf- irmaður samskiptasviðs Lands- virkjunar, segir þetta mikilvægan þátt í starfsemi fyrirtækisins. „Landsvirkjun leggur sérstaka áherslu á að skapa sátt og sam- stöðu um starfsemi fyrirtækisins og verkefni þess með opnum sam- skiptum við hagsmunaaðila. Mark- miðið er að auðvelda almenningi að kynna sér starfsemi fyrirtækisins, áherslur þess í markaðsstarfi og þá rannsóknarvinnu sem unnin er á auðlindum og umhverfi.“ Tekið var á móti gestum í Ljósa- fossstöð, Búrfellsstöð, Fljótsdal og Kröflustöð auk þess sem leiðsögn var veitt um Kárahnjúkastíflu. Langflestir lögðu leið sína í Kröflu eða hátt í tíu þúsund manns og yfir 90% þeirra voru erlendir ferða- menn. Tæplega 5.400 manns heim- sóttu gestastofuna í Búrfelli, rúm- lega 3.800 manns gestastofuna í Végarði í Fljótsdal og um 1.400 manns lögðu leið sína á Hafið. Orkuvísinda- sýning Landsvirkjunar Samvinna Orkuveggurinn lýsist upp þegar gestir sýningarinnar þrýsta á hann og skiptir þá miklu að beita öllu afli. Áhugavert Gestir sýningarinnar geta tekið þátt í sýningunni enda fjöldi skemmtilegra tilrauna sem hjálpa gestum að kynna sér betur hlutverk raforkunar í nútíma samfélagi og hvernig Landsvirkjun virkjar orkuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.