Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Qupperneq 3
3
2 ára meistaranám eða 1 árs diplómanám
Framhaldsnám
í heilbrigðisvísindum MS
„Námið er vel skipulagt og sam-
þætting milli námslota einstaklega
góð. Töluverður sveigjanleiki er við
val á verkefnatengdum við-
fangsefnum og því gefst nemendum
gott tækifæri til að tengja efni
námsins við eigin áherslu og
áhugasvið.“
Sólrún Óladóttir, iðjuþjálfi og M.S. í
heilbrigðisvísindum
Háskólinn á Akureyri býður upp á þverfaglegt diplóma- (40 ein.) og
meistaranám (120 ein.) í heilbrigðisvísindum sem miðar að því að því að fólk
geti stundað nám með vinnu.
unak.is
Áherslusviðin eru:
• Almennt svið
• og lífsgæði
• Geðheilbrigði
• Heilsugæsla og
• Krabbamein og líknarmeðferð
• Langvinn veikindi og lífsglíman
• Sálræn áföll, ofbeldi og áfallastreita
• Öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi
• Þjónandi forysta, stjórnun og ígrundun
Í ár eru 40 ár liðin frá stofnun Iðjuþjálfaf élags
Íslands (IÞÍ). Iðjuþjálfinn að þessu sinni er
tileinkaður afmælisárinu og er markmið
blaðsins að veita lesendum innsýn í sögu
félagsins, stöðu þess í dag og væntingar
félagsmanna til næstu ára.
Þegar gömlum fréttabréfum, blöðum og úr-
klippubókum er flett, skín metnaður fyrstu
iðjuþjálfa landsins glögglega í gegn. Þar má
til dæmis finna ýmiss konar kynningarefni
á faginu og greinargerð frá 1979 um iðju-
þjálfun sem mikilvægan hluta af betri og
víðtækari heilbrigðisþjónustu. einnig var
nákvæm skráning haldin yfir félagsmenn
og eru þar upplýsingar um vinnustaði
þeirra, heimilisföng, símanúmer og meira
að segja barneignir. Samheldnin virðist
hafa verið mikil og í eldri blöðum má sjá
myndir af hinum ýmsu viðburðum, svo sem
grillveislum og útilegum. einnig má lesa
nákvæmar lýsingar á ferðum félagsins eða
allt frá því hvernig félagsmönnum var skipt
niður í bíla áður en ferðalagið hófst! Þrátt
fyrir víðtækt og vandað frumkvöðlastarf
hefur því (sem betur fer) verið pláss fyrir
glens og gaman hjá þessum fyrstu iðjuþjálf-
um landsins.
eftir því sem félagið stækkaði breyttust
áherslur og fagleg málefni áttu stærri þátt í
Stjórn IÞÍ
Ósk Sigurðardóttir, formaður
Berglind Indriðadóttir, varaformaður
Sigríður Pétursdóttir, gjaldkeri
Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir, ritari
Sigurbjörg Hannesdóttir, meðstjórnandi
anna alexandersdóttir, varamaður
Sunna kristinsdóttir, varamaður
Umsjón félagaskrár
Þjónustuskrifstofa SIgL
Ritstjóri (ritnefnd.ii@sigl.is)
Linda Björk Ólafsdóttir
Ritnefnd
Berglind Steinarsdóttir
erna kristín Sigmundsdóttir
kristín Heiða garðarsdóttir
blöðunum. Metnaðurinn er enn þá til staðar,
en jafnvel mætti hvetja starfandi iðjuþjálfa
enn frekar til dáða varðandi greinarskrif og
pistla. við vitum að iðjuþjálfar vinna ötult og
fjölbreytt starf með skjólstæðingum sínum
og gaman væri að fá að lesa um aðferðir og
árangur í blaðinu okkar.
við í ritnefndinni vonum að þið hafið gaman
af þessu afmælisblaði, það er uppfullt af efni
sem endurspeglar metnað og gleði. við ósk-
um okkur öllum til hamingju með 40 árin og
lítum björtum augum til framtíðar.
Afmæliskveðja,
Ritnefnd Iðjuþjálfans 2016
Fræðileg ritnefnd
guðrún Pálmadóttir
Hrefna k. Óskarsdóttir
Sara Stefánsdóttir
Prófarkalesari
Ingibjörg María Ingvadóttir
Forsíðumynd
Linda Björk Sveinbjörnsdóttir
Umbrot og prentvinnsla
Prentmet
Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og
færa til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins
ef heimildar er getið.
Kæru lesendur
IÐJuÞJÁlFInn
eFnIsYFIrlIT
kæru lesendur 3
Iðjuþjálfinn 3
til hamingju með afmælið! 4
Höf: Ósk Sigurðardóttir
Litið yfir farinn veg 5
Höf: Hope Knútsson
Lilja Ingvarsson 6
formaður 2005 - 2009
Höf: Lilja Ingvarsson
Faghópur iðjuþjálfa 7
sem starfar með börnum
á norðurlandi
Fréttatilkynning 7
einu sinni var... 8
viðtal við kristínu 10
tómasdóttur Iðjuþjálfa
Höf: Erna Kristín Sigmundsdóttir
Leiðin að markinu 12
Höf: Erna Sveinbjörnsdóttir
Faghópur iðjuþjálfa er starfar 13
á öldrunarheimilum
Sagan 14
Framtíðarþingið 16
afmælisráðstefna IÞÍ á Hótel Örk 23
í Hveragerði 4. og 5. mars 2016
„allt er fertugum fært“
Héðan og þaðan... 26