Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Page 5

Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Page 5
4 5 uðust vorið 2001. Félagið hefur stækkað ört þessi 15 ár frá fyrstu útskrift iðjuþjálfa á Íslandi og á síðustu 10 árum hefur félagið stækkað um þriðjung! Heildarfjöldi félaga í dag er 280 talsins og ef við höldum sama vaxtarhraða mun fjöldi félagsmanna vera orðinn yfir 400 á hálfrar aldar afmælinu 2026. Iðjuþjálfar eru nú starfandi um allt land og á fjölbreyttum vettvangi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að finna hagkvæmar og góðar lausnir með fólki sem vegna líkam- legra og/eða andlegra veikinda eða fötlunar getur ekki gert það sem það þarf og vill geta gert í daglegu lífi. Þessi sérstaða gerir það að verkum að fagþekking iðjuþjálfa hentar jafnt á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála, ýmist innan eða utan stofnana samfélags- ins. Iðjuþjálfar starfa meðal annars í dag hjá hinu opinbera við skipulagningu heilbrigðis- og félagsþjónustu og við hönnun umhverfis. Þeir starfa einnig hjá fyrirtækjum eða sem sjálfstæðir ráðgjafar við t.d. heilsueflingu og forvarnir. en betur má ef duga skal og við viljum sjá enn fleiri starfsmöguleika fyrir iðjuþjálfa á næstu árum, en það verður ein- staklega spennandi að fylgjast með þróun stéttarinnar og fjölgun frumkvöðla og rann- sakenda. Síðastliðinn október var haldið framtíðar- þing IÞÍ í tilefni afmælisins. Þangað mætti stór hópur iðjuþjálfa til að hafa áhrif á stefnumótun félagsins. Margar góðar hug- myndir komu fram og stjórn IÞÍ er þegar byrjuð að forgangsraða verkefnum og vinna að framkvæmd þeirra. Fróðleiksfýsn og metnaður iðjuþjálfa á sér engin takmörk og á þessu ári munum við taka þátt í ýmsum viðburðum, halda námskeið og ráðstefnur meðal annars í samvinnu við önnur félög og bjóða upp á fjölbreytta fræðslu. Það er því einstaklega skemmtilegt ár framundan. Á þessum tíma- punkti er þó komið að afmælisráðstefnunni sem við erum afar stolt af. njótum þess að eiga þessa daga saman, lærum hvert af öðru, styrkjum og styðjum. kæru iðjuþjálfar innilega til hamingju með 40 ára afmælið og bestu þakkir fyrir fram- lag ykkar allra til fagsins og félagsins. verum stolt og berum höfuðið hátt. Ósk Sigurðardóttir, formaður IÞÍ TIl HAMInGJu MeÐ AFMælIÐ! lITIÐ YFIr FArInn veG kæri lesandi, Iðjuþjálfafélag Íslands er 40 ára í dag og á tímamótum sem þessum er við hæfi að minnast á nokkra framsýna og kraft- mikla iðjuþjálfa sem komu saman í febrúar 1975 og stofnuðu fyrsta vísi að félaginu. eftir mikla vinnu hópsins var félagið svo formlega stofnað þann 4. mars 1976 þegar fyrsti aðal- fundur félagsins var haldinn. Stofnendur félagsins voru; Nafn Fæðingarland Vinnustaður anne grethe Hansen Danmörk reykjalundur emelita o. nocon Filipseyjar Sólvangur Hafnafirði guðrún Pálmadóttir Ísland reykjalundur Hildegard Demleitner Þýskaland grensásdeild Landsp. Hope knútsson Bandaríkin kleppsspítali Ingibjörg Ásgeirsdóttir Ísland Landspítali jóna kristófersdóttir Ísland kleppsspítali kristín tómasdóttir Ísland kristnes Margret Demleitner Þýskaland grensásdeild Landsp. Sigríður Loftsdóttir Ísland Landspítali Á þessum tíma fjölgaði hægt en örugglega í félaginu þar sem að meðaltali komu einn til tveir iðjuþjálfar heim á ári. Í nær öllum tilfellum var beðið eftir þeim og þeir komnir samstundis með vinnu. Árið 1997 hófst svo kærkomið nám í iðju- þjálfun við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á akureyri og fyrstu iðjuþjálfarnir útskrif- Sumarið 1969 fékk ég, ung kona og iðjuþjálfi frá new york borg, brjálæðislega hugmynd um að verða brautryðjandi í iðjuþjálfun á Íslandi. allir sem þekktu mig héldu nátt- úrulega að ég væri búin að missa vitið! Ég var róttækur aðgerðasinni sem var alltaf að mótmæla ójafnræði í heilbrigðiskerfinu í Bna, víetnamstríðinu og byggingu kjarn- orkuvera. Ég var búin að fá nóg af bandaríska kerfinu og fór alein í sex vikna ævintýraferð til evrópu. Ég flaug með Loftleiðum sem var þá fyrsta lágfargjaldaflugfélag í heimi og var þekkt sem „hippie“ flugfélagið. Ég stoppaði í sólarhring á Íslandi á mínum fyrsta degi fyrir utan ameríku og varð strax ástfangin af landinu! Á meðan ég ferðaðist um meginland evrópu reikaði hugur minn aftur og aftur til Íslands og ég velti því fyrir mér hvort það vantaði iðjuþjálfa þar. Ég skrifaði bréf til heilbrigð- ismálaráðuneytisins og spurði hvort það vantaði iðjuþjálfa og fékk til baka boð um að koma og stofna námsbraut í iðjuþjálfun og eins og sagt er „the rest is history!“. eftir 11 heimsóknir hingað til lands flutti ég loks til Íslands (1974) og tók, ásamt fáein- um íslenskum iðjuþjálfum og hópi erlendra iðjuþjálfa starfandi á Íslandi, þátt í að stofna Iðjuþjálfafélag Íslands. Ég var kosin fyrsti formaður félagsins við stofnun þess árið 1976. Líf mitt og saga iðjuþjálfunar á Íslandi voru samtvinnuð næstu 28 árin, þar sem ég var formaður félagsins í 22 ár og fulltrúi IÞÍ í Heimssambandi iðjuþjálfa í 28 ár. Þetta voru spennandi brautryðjendaár, þegar við hittumst í heimahúsum hjá stjórnarmönn- um félagsins (stundum með börn á brjósti), sömdum kynningarbæklinga og settum upp nokkrar nefndir sem við vorum allar meira eða minna þátttakendur í. Ég reyndi að nýta tengsl mín við iðjuþjálfa í Bandaríkjunum og víðar, fagfólk sem ég kynntist þegar ég kenndi við námsbraut í iðjuþjálfun við Columbia háskólann í new york borg og meðan ég var fulltrúi í heims- sambandinu, til að fá nokkra leiðtoga og brautryðjendur í faginu til að halda nám- skeið hér á landi áður en skólinn okkar byrjaði. Það segir mikið til um metnað iðju- þjálfa á Íslandi að um 90% mæting var á þessi námskeið, þar sem fólk eins og gary kielhofner, nedra gillette, Barbara o’Shea o.fl. komu til að miðla nýjustu þekkingu í faginu. okkur dreymdi lengi um námsbraut en sá draumur virtist oft vera órafjarri. Það var erfitt að ímynda sér fagið með nokkur hundruð manns, með sterka fagímynd og fólk starfandi um allt land á eins fjölbreytt- um vinnustöðum eins og raun ber vitni! Ég er mjög stolt af faginu okkar og mjög stolt af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu þess. Þó ég starfi ekki lengur sem iðjuþjálfi finnst mér að allt sem ég hef tekið að mér í lífinu, hafi ég gert miklu betur vegna menntunar og reynslu minnar sem iðjuþjálfi. til hamingju með 40 ára afmælið okkar! Húrra, húrra, húrra! Hope Knútsson

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.