Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Síða 10

Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Síða 10
10 11 Fimmtudaginn 3. desember 2015 fór erna kristín Sigmundsdóttir, iðjuþjálfi hjá akur- eyrarbæ, í heimsókn til kristínar tómasdótt- ur. kristín var önnur íslenskra kvenna, á eftir jónu kristófersdóttur, til að læra iðjuþjálfun og starfa sem slíkur hér á landi. kristín tók hlýlega á móti ernu á heimili sínu og bauð til stofu í spjall yfir kaffibolla. Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér Ég er fædd og alin upp í reykjavík og allt mitt fólk er þar. Ég lærði iðjuþjálfun í kaup- mannahöfn og kláraði námið árið 1963. Í Danmörku kynntist ég manninum mínum, sem er Íslendingur og var einnig við nám í kaupmannahöfn. að námi loknu fékk mað- urinn minn vinnu hér á akureyri og ég sætt- ist á að fara hingað í tvö ár, en þau eru víst orðin 50! Þessi tvö eru ekki liðin ennþá!! við eigum þrjú börn og við erum svo heppin að þau búa öll hér. Svo eigum við níu barna- börn og eitt langömmu/afa barn. Hver eru áhugamálin þín? Félagsmál hafa verið stór partur af lífi mínu. Ég var skáti þegar ég var unglingur og eftir að ég kom hingað norður tók ég svolítinn þátt í því starfi. Seinna fór ég í Zontaklúbb akureyrar, og starfaði þar í nokkur ár. Ég ákvað einnig að ganga í oddfellowregluna og hef eytt mörgum stundum í vinnu í þeim félagsskap. Þá höfum við hjónin ferðast mikið bæði innanlands og erlendis og ég bý alltaf til ferðabók um hverja meiri háttar ferð þannig að ég get seinna upplifað ferðina á ný. jú svo safna ég fílum, skráset hvaðan þeir koma, hver gefur og hvenær. Ég var fyrir skemmstu að setja númer 250 inn í skrána. ekki má svo gleyma því að ég fer daglega í sund. Af hverju valdir þú að læra iðjuþjálfun? eftir barna- og gagnfræðaskóla fór ég í Menntaskólann í reykjavík en var þá orðin mjög slæm í baki og þurfti að fara í stóra bakaðgerð. Ég varð því að hætta í skólan- um en alls ekki sátt við að hafa ekkert lært. Móðir mín, sem vildi gera allt sem hún gæti fyrir mig, sá í tímaritinu tidens kvinder frásögn um „beskæftigelsesterapi“ námið og hvað það fag biði upp á. Hún sagði þá við mig „vilt þú ekki prófa þetta?“ eftir að hafa skoðað þessa grein var ég alveg tilbúin að athuga þetta betur og við fórum báðar að undirbúa að sækja um skólavist í Dan- mörku. Það þótti æskilegt að fá meðmæli frá hinum ýmsu aðilum, eins og barna- og bæklunarlæknum sem sögðu það mikilvægt að fá slíka þekkingu hingað til landsins. Ég þurfti einnig að kunna á ritvél og hafa lok- ið námskeiði í skyndihjálp, en það hafði ég gert í skátunum. Sem skáti hafði ég ásamt öðrum skáta stofnað skátasveit fyrir fatlað fólk og í samvinnu við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, og það átti líka sinn þátt í því að mig langaði til að vinna með fötluðu fólki. Það varð því alvara úr að ég sótti um skólann og fékk inni. Ég sigldi með gullfossi til kaupmanna hafnar 18. júní árið 1960, daginn eftir að vinir mínir hér heima urðu stúdentar. Dvölin í Höfn byrjaði á skátamóti fyrir fatlað fólk og síðan fór ég að vinna í sumarskóla fyrir fötluð börn. Með þessu móti fékk ég að æfa mig vel í dönskunni áður en skólinn hófst um haustið. Skólinn hét Skolen for beskæftig- elsesterapeuter og var þá eini slíki skólinn í Danmörku. Á meðan ég var úti var stofn- aður annar eins skóli á jótlandi. við vorum aðeins 18 sem fengum inngöngu í námið í einu og vorum saman í öllum fögum, nokkurs konar bekkjakerfi. Þremur árum síðar útskrifaðist ég svo sem iðjuþjálfi eða beskæftigelsesterapeut eins og það var kallað þá. Hvernig var námið þitt? Í náminu lærðum við meðal annars líffæra- fræði, lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, sálfræði vIÐTAl vIÐ KrIsTínu TóMAsdóTTur, IÐJuÞJÁlFA og um geðlækningar. Það var mikið lagt upp úr handavinnu; alls konar saumur, prjón, hekl, smíði af ýmsu tagi og ýmis efni notuð t.d. bein og timbur. við þurftum að útbúa prufur af öllu sem við gerðum og leggja fram til prófs. eitt af verkefnum okkar var að taka fyrir hvern vöðva líkamans og skoða hvað hægt væri að láta skjólstæðing gera í vinnu til að þjálfa viðkomandi vöðva. Síðan gerð- um við vinnubækur um niðurstöður okkar. Á skólatímabilinu þurftum við að vinna í fjóra mánuði á geðdeild og fjóra mánuði á endurhæfingarstöð. Ég tók mitt tímabil á geðdeild á kleppsspítala. Þar vann jóna kristófersdóttir, sem var fyrsti iðjuþjálfinn á Íslandi og var hún minn leiðbeinandi. Ég man að Helgi tómasson yfirlæknir þar kallaði þetta þá vinnulækningar en þegar ég kom heim og fór að vinna var starfsheitið sjúkrakennari notað. Hvað tók svo við þegar þú komst heim? Þegar ég kom heim vann ég í tvo mánuði á kleppsspítalanum, en eftir að ég flutti norður fór ég að vinna á Fjórðungssjúkra- húsinu á akureyri (það heitir nú Sjúkrahúsið á akureyri Sak). Þar var ég með föndur og jafnframt kenndi ég réttar vinnustellingar og vinnubrögð. einnig sá ég um sjúklinga- bókasafnið. Þá voru sjúklingarnir lengri tíma á spítalanum en nú. Seinna fór ég að vinna á kristnesi, sem þá var elliheimili og svo vann ég á geðdeild spítalans. Starf mitt fólst meðal annars í því að gera fólki kleift að hafa eitthvað við að vera og hafa gaman af því að vinna. Ég vann einnig um það bil þrjú ár í Iðjulundi, vernduðum vinnustað, og á Sólborg sem þá var heimili fyrir fólk með þroskaskerðingu. Loks fór ég að vinna með öldruðum. Það var árið 1989. Þar sá ég um vistunarmat, að meta þá sem vildu eða þurftu að komast inn á elli- eða hjúkrunarheimili. Þá var starfandi hér á akureyri þjónustuhópur aldraðra og var honum falið að annast þetta mat. Hópurinn auglýsti eftir starfsmanni og var æskilegt að hann væri annaðhvort iðjuþjálfi eða hjúkrunarfræðingur. við vorum tvær ráðnar í þetta starf og vorum við einnig í því að meta þörf fólks fyrir aðra þjónustu eins og dagvist eða skammtímavist. Árið 2000 var komið á fót því sem nefnt hefur verið Heilsueflandi heimsóknir á akureyri og nágrenni og var ég ásamt hjúkrunarfræðingi ráðin til að byrja á því verkefni og leiða það. Ég fékk leyfi frá starfi mínu hjá þjónustu- hópnum í eitt og hálft ár á meðan við vorum að setja það verkefni á laggirnar. Ég upplifði mig ekki sem iðjuþjálfa í starfinu, frekar sem ráðgjafa, en eins og yfirmaður minn sagði við mig, allt nám kemur að gagni. Ég fór aftur að vinna sem starfsmaður þjónustu- hópsins en að hluta til líka áfram við Heilsu- eflandi heimsóknir. Mér hefur þótt gaman að vinna með öldr- uðu fólki. Það hefur gefið mér mikið, að geta hjálpað fólki og fengið það til að hjálpa sér sjálft og fá tækifæri til að tala við það og kynnast því. Ég sakna þess stundum að vera ekki að vinna, eins og t.d. einn dag þegar ég var í búðinni að versla. við kassann hleypti ég gömlum manni á undan mér í röðinni því hann var með svo lítið, síðan klára ég að versla en á leiðinni heim sé ég að hann hefur dottið. Ég sný við og keyri til hans en þá er ung stúlka búin að stoppa og hjálpa honum að standa á fætur. Ég býð honum að keyra hann heim og hann þáði það. Ég fór þá strax að hugsa að nú þurfi ég að hringja í þær hjá Heilsueflandi heimsóknum og vita hvort hann sé á lista hjá þeim og fá þær til að líta til hans. Ætli ég hætti nokkurn tímann að hugsa svona! Heilsueflandi heimsóknir voru í upphafi fyrir 75 ára og eldri en nú miðast þær við 80 ára. Ég sagði þegar þessi breyting var gerð: „Þessi breyting er nú bara til komin vegna þess að ég varð 75 ára á árinu (2015) og þau vissu að ég þyrfti ekki á heimsókn að halda“ [segir kristín og hlær]. Finnst þér breytingar hafa orðið á faginu í gegnum árin? Fagið hefur breyst töluvert í gegnum árin. Þegar ég var að læra þá var minna fjallað um kenningar og öll þessi matstæki, það var lítið um þau. Í dag er líka lögð áhersla á öðruvísi iðju en áður. við lærðum dálítið í því að þjálfa fólk við matargerð og athafnir daglegs lífs og svolítið að útbúa spelkur og hjálpartæki, en það hefur aukist og breyst til batnaðar. Fólk er meira þjálfað í athöfnum sem skipta máli fyrir daglegt líf. við látum staðar numið hér og þökkum kristínu fyrir að leyfa okkur að skyggnast inn í líf sitt og umhverfi. að viðtali loknu sýndi kristín spyrjanda bækurnar sem hún gerði við námið í Danmörku. Þessar bækur eru frábær uppspretta hugmynda og hand- verks sem hafa fullt gildi í dag. Hún sýndi einnig ferðabækurnar sínar sem sýna mikla hugmyndaauðgi og vandvirkni heilsteyptrar konu sem var frumkvöðull á sínu sviði og við getum lært mikið af.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.