Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Page 12
12 13
einn sumardag árið 2007 stóð ég, ásamt
vinkonu minni, úti á bílastæði hjá sameig-
inlegri vinkonu okkar að ræða um framtíð-
ina. Áður en ég vissi af vorum við komnar
heim til hennar og búnar að sækja um nám
við Háskólann á akureyri. Með trega en
full eftirvæntingar fór ég heim til foreldra
minna og tilkynnti þeim að ég væri að fara
að flytja til akureyrar til þess að hefja nám
við háskólann þar, því ég ætlaði að verða
iðjuþjálfi! Foreldrar mínir horfðu á mig pínu
skelkaðir yfir því að elsta barnið ætlaði að
fljúga úr hreiðrinu og það alla leið til akur-
eyrar en jafnframt voru þau glöð fyrir mína
hönd. Ég held samt að pabbi hafi ekki með-
tekið neitt af því sem sagt var því að í fjögur
ár hélt hann því fram að ég væri „að læra að
verða þroskaþjálfi eða eitthvað svoleiðis“,
eins og hann sagði öllum sem spurðu.
Með bros á vör héldum við vinkonurnar
á vit ævintýranna í sitt hvorum yarisnum
með alla búslóðina okkar, fyrir utan sitt
hvort rúmið og lítinn sófa sem fylgdi á eftir
í kerru. Ég hugsa enn til þess í dag hvernig í
ósköpunum við komum öllu fyrir í bílunum,
kannski var það þrjóska, því norður ætluð-
um við!
alls eru um 25 iðjuþjálfar í faghópnum, flest-
ir frá höfuðborgarsvæðinu, Suður- og vestur-
landi. Fundir eru að meðaltali einu sinni í
mánuði yfir veturinn en frí yfir sumarið. við
skiptumst á að halda fundina og fer röðunin
á fundarhaldi eftir stafrófsröð heimilanna. Á
facebook er lokuð síða fyrir hópinn þar sem
geymdar eru fundargerðir, hugmyndum
miðlað og ýmsar upplýsingar er að finna.
Faghópurinn er búinn að starfa í um það bil
15 ár og lengi vel voru aðeins 4-5 iðjuþjálfar
í hópnum. Mikil fjölgun hefur átt sér stað síð-
ustu ár í hópnum og fleiri iðjuþjálfar starfa
nú á öldrunarheimilum um allt land, allt frá
einum og upp í fjóra á hverju heimili.
Markmið hópsins frá byrjun hefur verið að
veita hvort öðru stuðning í faginu þar sem
í upphafi var yfirleitt einungis einn iðju-
Leiðin að markmiðinu var löng og ströng,
stútfull af gleði, erfiðleikum, ferðalögum
og andvökunóttum. Fimm sumrum síðar
stóðum við vinkonurnar, þrátt fyrir allt, aftur
saman á bílastæði. Í þetta skiptið vorum
við staddar á akureyri ásamt fjölskyldu og
vinum og markmiðinu var náð! við vorum
að útskrifast sem iðjuþjálfar. tilfinningarnar
sem bærðust um í brjósti voru ólýsanlegar
og ég var full af eldmóði og eftirvæntingu
fyrir því að deila nýfenginni vitneskju með
samfélaginu.
Þessi fimm ár voru þvílíkt puð og ef ég hefði
skrifað niður hvert einasta skipti sem „gÆS“
(get, ætla, skal) kom upp í huga mér hefði
ég fyllt heila bók. en hver sekúnda var þess
virði og er ég óendanlega stolt af því að geta
sagt öðrum frá hversu frábærum hópi ég til-
heyri.
Þegar ég hugsa til þess hvað það var sem
dreif mig áfram, held ég að það hafi ekki
bara verið þrjóskan í sjálfri mér eða stuðn-
ingur frá fjölskyldu, heldur einnig allur
þessi ómetanlegi stuðningur sem ég upp-
lifði í náminu frá samnemendum mínum
og kennurum. Ég þakka fyrir það á hverjum
degi að hafa tekið þessa ákvörðun og drifið
mig af stað því ég efast um að hægt sé að
finna fjölbreyttara og skemmtilegra starf en
að vera iðjuþjálfi.
kæru iðjuþjálfar, ég vona að þið séuð öll jafn
stolt og ég því við megum svo sannarlega
vera það. Í lokin vil ég svo óska okkur öllum
innilega til hamingju með 40 ára afmæli IÞÍ.
Ferfalt húrra fyrir okkur: Húrra, húrra, húrra,
húrra!
Erna Sveinbjörnsdóttir,
Iðjuþjálfi, LSH, Kleppur.
leIÐIn AÐ MArKInu
FAGHópur IÐJuÞJÁlFA er
sTArFAr Á öldrunArHeIMIluM
þjálfi starfandi á hverju heimili. Þetta var
því oft mikil einyrkjavinna þótt það eigi
ekki alltaf við í dag. Fundirnir eru nýttir til
að hitta nýliða innan hópsins, skiptast á
hugmyndum, ræða skipulagsatriði, kynna
nýjar nálganir í starfi eða þjónustu, ræða
komandi námskeið eða ráðstefnur sem gæti
verið áhugavert að sækja og ýmislegt fleira
gagnlegt.
Iðjuþjálfar á öldrunarheimilum nýta sér ýmis
matstæki í daglegri þjónustu s.s.
• MoHoSt,
• Mat á eigin færni,
• Mini mental state examination (MMSe),
• tómstundaiðjuskrá aldraðra,
• Mat á ánægju með tómstundaiðju,
• Hlutverkalistinn,
• Iðja og ánægja aldraðra,
• oSa,
• Framkvæmdagreining,
• Mælikvarði Becks á geðlægð
• og mörg önnur.
við sjáum fyrir okkur að faghópurinn haldi
áfram að stækka og fleiri iðjuþjálfar bætist
í hópinn þar sem það er enn mikil vöntun
á iðjuþjálfum á öldrunarheimilum landsins.
Hópurinn er að vinna í því að mynda stjórn
faghópsins og er stefnt að því að það muni
þrír iðjuþjálfar sitja í stjórn hverju sinni.
Stjórnin mun meðal annars halda utan um
fundarhöld, vera tengiliður við Iðjuþjálfafé-
lagið og halda utan um netfangaskrá félaga
hópsins.
Faghópurinn stefnir að því að skrifa lengri
grein um það starf og þá þjónustu sem
iðjuþjálfar eru að vinna á hinum fjölmörgu
öldrunarheimilum síðar á árinu.
Síðasti fundur fór fram á Ísafold í Garðabæ núna í lok janúar og þá var þessi mynd tekin af þeim sem mættu. Iðjuþjálfarnir starfa um
allt land og á þessum tiltekna fundi tóku iðjuþjálfar frá Akureyri þátt í gegnum skype.
Mynd tekin við Silfurtún í september 2012
Mynd tekin á Hrafnistu í Reykjavík í október 2013
Mynd tekin á Hrafnistu í Reykjavík í október 2013