Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Síða 16
16 17
InnGAnGur
Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ) hélt Framtíðar-
þing þann 23. október 2015. Markmið þings-
ins var að ræða m.a. væntingar félagsmanna
til félagsins, framtíðarsýn, hlutverk, ímynd
og sýnileika þess. Þetta var því frábært tæki-
færi fyrir félagsmenn til að hafa áhrif á starf
félagsins og koma hugmyndum á framfæri.
Fundarfyrirkomulag þingsins byggði á sömu
hugmyndafræði og notuð var á Þjóðfundun-
um 2009 og 2010. til þátttöku skráðu sig 57
iðjuþjálfar og iðjuþjálfanemar sem unnu á
sjö borðum. Á hverju borði var sérþjálfaður
borðstjóri með það hlutverk að sjá til þess
að allir við borðið fengju jöfn tækifæri til
að tjá sig og tryggja virka hlustun, þannig
að öll sjónarmið kæmust að. Hóparnir við
borðin voru blandaðir þannig að á hverju
borði voru þátttakendur í mismunandi ald-
urshópum, af mismunandi vinnustöðum og
með mismikla reynslu.
Spurningarnar sem fundarmenn glímdu við
voru eftirfarandi:
1. Hvað finnst mér skemmtilegast við að
vera iðjuþjálfi? (upphitunarspurning)
2. Hver er þín framtíðarsýn fyrir
Iðjuþjálfafélag Íslands?
3. Hvaða gildi eða hugsjónir viltu að starf
félagsins byggi á?
4. Hvernig birtast þessi gildi í starfi
félagsins?
5. Hvert á hlutverk félagsins að vera?
6. Hvernig bætum við ímynd og sýnileika
félagsins?
7. Hvernig getur félagið stutt við faglega
þróun og símenntun?
eftir fyrstu þrjár spurningarnar skiptu þátt-
takendur um borð og svo aftur eftir spurn-
ingu fimm. Mikilvægt er að hafa í huga að
ekki er hægt að alhæfa um svörin út frá
þessum niðurstöðum þar sem um afmarkað-
an hóp þátttakenda er að ræða. niðurstöð-
urnar gefa fyrst og fremst vísbendingar um
það sem brennur á þeim sem tóku þátt.
Ingrid kuhlman hjá Þekkingarmiðlun ehf sá
um þingstjórn, þjálfun borðstjóra, undirbún-
ing og eftirfylgni þingsins og kann stjórn IÞÍ
henni bestu þakkir fyrir. Ingrid gerði einnig
samantektarskýrslu frá þinginu sem finna
má í heild sinni, ásamt viðaukum, á innri vef
heimasíðu félagsins. Þessi grein er að mestu
byggð á skýrslu hennar. Stjórn IÞÍ gerði þó
breytingar á texta er varða gildi félagsins
fyrir birtingu í Iðjuþjálfanum en unnið hefur
verið með gildin eftir þingið og verður gerð
frekari grein fyrir niðurstöðu þeirrar vinnu
hér.
HvAÐ FInnsT Mér sKeMMTIleGAsT vIÐ
AÐ verA IÐJuÞJÁlFI?
„ Að geta unnið með fólki af öllum sortum og
gerðum, á öllum æviskeiðum, og gengið með
þeim smá spöl í gegnum lífið í áttina til þess
lífs sem það óskar“
upphitunarspurning Framtíðarþingsins var
hvað sé skemmtilegast við að vera iðjuþjálfi.
Skipta má svörum þátttakenda í eftirfarandi
flokka:
Lausnamiðuð nálgun og skapandi hugsun
eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd
í þessu samhengi:
• að finna lausnir og leysa vanda.
• Hugsa og vinna heildrænt: rýna í
flókið samspil einstaklings, umhverfis
og iðju hverju sinni.
• Hvatningin að vera skapandi og hugsa
út fyrir kassann.
• Það að vinna ekki eftir uppskrift.
• Það að sköpun sé mikilvægur hluti
í meðferð.
• krefjandi verkefni sem hugsuð eru
í lausnum og tengjast iðju hvers og eins.
• að vera með fullan poka af bjargráðum
og lausnum.
Gefandi starf
eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd
í þessu samhengi:
• að hafa áhrif á líf fólks (skjólstæðing,
fjölskyldu og vinir þeirra) á
jákvæðan hátt.
• að ég geti látið gott af mér leiða fyrir
einstaklinga og fjölskyldur þeirra.
• Þakklæti í starfi, allskonar.
• að geta bætt lífsgæði fólks.
• að geta aðstoðað fólk í að vinna að
bata og auka lífsgæði sín.
• að geta létt fólki lífið og gert því kleift
að njóta betur.
• vinna við að efla það sem hefur
þýðingu fyrir fólk.
• Áherslan á iðju og hversu mikilvæg hún
er heilsu okkar og lífsgæðum – það er
ekkert líf án iðju.
• að sjá aðstandendum létt.
• uppskera virðingu.
• að geta gefið af mér.
• Lífsfylling.
• Iðja er auðnumóðir
– móðir hamingjunnar.
Upplifa árangur af starfinu
eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd
í þessu samhengi:
• Skjólstæðingar vaxa fyrir tilstilli
íhlutunar.
• að sjá fólk bjarga sér sjálft.
• að sjá skjólstæðinga vaxa og eflast og
læra aðferðir til að takast á við
áskoranir í lífinu.
• að starfa með ungu og fullorðnu fólki
sem er galopið og ómótað og sjá það
þroskast og eflast.
Jákvæð nálgun
eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd
í þessu samhengi:
• Þessi hugmyndafræðilega nálgun –
leitin að styrkleikum fremur en veikleikum.
• að veita fólki tækifæri til að finna og
nýta hæfileika sína.
• að heyra barn lýsa áhugamálum sínum
og segja frá styrkleikum sínum,
og vinna með þær upplýsingar.
• að aðstoða fólk við að hugsa í lausnum
og tækifærum.
Fjölbreytileiki
eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu
samhengi:
• Fjölbreytilegt starf og margir
starfsvettvangar.
• Fjölbreytt verkfæri.
• Fjölmargir endurmenntunarmöguleikar
og framhaldsnám.
• Fjölbreytileiki starfsins og
fjölbreytileikinn í skjólstæðingum.
• að geta unnið með fólki af öllum
sortum og gerðum, á öllum æviskeiðum,
og gengið með þeim smá spöl í gegnum
lífið í áttina til þess lífs sem það óskar.
Samskipti
eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd
í þessu samhengi:
• Samskipti við fólk í ljósi mannlegs
fjölbreytileika.
• Maður er manns gaman.
• Samstarfið við notendur og fagfólk.
• að fá að kynnast lífshlaupi alla vega
fólks, sem gefur manni svo mikla
reynslu og þroska.
• Samskipti við fólk úr ólíkum áttum og á
mismunandi stöðum í lífinu.
• að vinna í teymisvinnu – virða og skilja
ólík sjónarhorn.
• Ég elska að vinna með fólki, aðstoða
það, leiða það á rétta braut í lífinu og
hjálpa því að aðlagast umhverfinu.
• vinna á heimili – í nærumhverfi fólksins.
Tækifæri til þróunar
eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd
í þessu samhengi:
• Frelsi til að þróa starfið áfram á mínum
vinnustað.
• kenna, bæði skjólstæðingum en líka
ungum iðjuþjálfum/nemendum.
• tækifæri til að þróa mig áfram sem fag
mann og manneskju – ögra sér.
• að læra af skjólstæðingum og
samstarfsfólki.
• Fæ tækifæri til að hafa áhrif á iðjuþjálfa
framtíðarinnar.
• vinna að rannsóknum tengdum
iðjuþjálfun.
Hver er Þín FrAMTíÐArsýn FYrIr IÐJu-
ÞJÁlFAFélAG íslAnds?
„ 2025 verði búið að útrýma spurningunni: „...
og hvað gera iðjuþjálfar?“ og „...vinna nýjar
lendur“
Stuðst var við eftirfarandi undirspurningar:
• Hvar sérðu félagið 2025?
• að hverju ætti að stefna?
• Hvað er mikilvægast fyrir okkur
í framtíðinni?
• Hver verða helstu baráttumál iðjuþjálfa
næstu 10 árin?
FrAMTíÐArÞInGIÐ