Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Qupperneq 18

Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Qupperneq 18
18 19 Svörum þátttakenda má skipta í eftirfarandi flokka: Þátttaka í samfélagsumræðunni og sýnileiki eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • að félagið verði leiðandi afl í þjóðfélagsumræðu um málefni sem varða notendur, fag og þjónustu. • Félag sem leitað er til um álit á fjölbreyttum málefnum er varða heilbrigðis-, félags- og menntamál, byggingamál. • að félagið sé sýnilegt í samfélaginu og taki þátt í umræðum með hugmyndafræði iðjuþjálfunar. • Mikilvægt er fyrir IÞÍ að rödd þess heyrist skýrt í samfélaginu. • að félagið sé sýnilegt og virkt í eflingu lýðheilsu, forvarnarstarfi og samfélagslegri umræðu. • að félagið sé virkt í alls konar stefnumótun. • að við leggjum okkur fram um að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu. ekki dragast inn í neikvæða umræðu í samfélaginu. Standa vörð um fagið eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Innan IÞÍ séu öflugir hópar, sem eru vettvangur fyrir félagsmenn til að auka fagmennsku en líka til að taka þátt í að breyta og bæta samfélagið. • að ýmiss konar hópar séu starfandi á landsvísu, t.d. faghópar tengdir sviðum, gagnreynt starf, matstæki, túlkun, úrvinnsla. • Félagið standi vörð um fagið og sé í fararbroddi í kynningu og eflingu á faginu með fræðslu og námskeiðum. • Félagið haldi í sína hugmyndafræði. • Félagið stuðli að sterkari fagímynd félagsmanna, t.d. með stuttum lýsingum á fagvinnu iðjuþjálfa á ákveðnu sviði á heimasíðunni. • Þróa og staðfæra fleiri matstæki. • að IÞÍ verði sterkt félag og vinni vel að uppbyggingu og þróun fagsins á öllum vígstöðvum. • að iðjuþjálfar verði sterkari fagstétt og hafi sérstöðu út á við. • Hampa því að þátttaka í iðju er mann- réttindi en ekki munaður. allir eiga rétt á að skína, ekki bara ná að gera eitthvað. Kynningarstarf eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • 2025 verði búið að útrýma spurningunni: „...og hvað gera iðjuþjálfar?“ • aukin fræðsla í samfélaginu og til almennings um nauðsyn iðjuþjálfa. • IÞÍ kynni betur störf iðjuþjálfa á breiðum grundvelli þannig að það höfði líka til karla. • við eigum að stefna að því að fleiri viti hvað við gerum með greinarskrifum, auglýsingum, markaðssetningu o.fl. • Mikilvægt er að koma iðjuþjálfum á kortið sem ómissandi starfsstétt. • IÞÍ verði með til að kynna góðar fyrirmyndir á öllum aldri sem geta verið öðrum hvatning. Að fjölga störfum og víkka starfsvettvang eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Markaðssetning og fjölgun starfa iðjuþjálfa úti í samfélaginu (mikilvægi, eftirspurn og þekking á faginu aukist). • við ættum að stefna á að iðjuþjálfar verði sjálfsagðir alls staðar: í fangelsum, leikskólum, fyrirtækjum, heimilum, öll um stofnunum, í einkageira, pólitík o.fl. • Árið 2025 séu starfandi iðjuþjálfar í öllum sveitarfélögum landsins (markaðssetning – útbreiðsla). • að forðast að vinna að mestu leyti í endurhæfingu – líka í heilsueflingu og enn meira í forvörnum. • Styðja við nýjar iðjutengdar þjónustu lausnir fyrir stóran og vakandi hóp aldraðra og fatlaðra. • Skapa orðræðu IÐju sem fylgir þróun samfélagsins, t.d. nýrri þjónustuþörf. Kjaramál eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • að launakjör iðjuþjálfa séu a.m.k. í samræmi við meðallaun innan BHM. • að iðjuþjálfar fái viðurkenningu fyrir sérhæfingu. • að félagið berjist fyrir hærri launum (samkeppnishæf laun við almennan vinnumarkað). • Barátta fyrir viðurkenningu fagsins til jafns við sambærilegar stéttir í velferðar þjónustu (kjarabarátta/launabarátta). • að félagið verji peningum í að ráða starfsmann í hærra starfshlutfalli til að sinna kjaramálum. • efla kjaranefnd og stöðu formanns með meira samstarfi við BHM. • að allir iðjuþjálfar séu ráðnir sem iðjuþjálfar og fái greitt samkvæmt því. Menntun, rannsóknir og nýsköpun eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • að félagið beiti sér í menntamálum, varðandi sérfræðiviðurkenningu og gild starfsleyfi (accreditation). • að menntun iðjuþjálfa sé alltaf sú besta sem völ er á. • Stöðug fagleg þróun í formi fjölbreytilegra möguleika á menntun. • Félagið standi fyrir virkri sí-/endurmenntun fyrir starfandi iðjuþjálfa á viðráðanlegu verði! • að tekin verði ákvörðun um lengd iðjuþjálfanámsins. • aukið samstarf við Ha varðandi stefnu námsins. • að IÞÍ leggi áherslu á að gera námið enn eftirsóknarverðara. auka eftirspurn eftir náminu. • Styðja við rannsóknir og nýsköpun. • að félagið stuðli að lifandi umræðu- vettvangi um væntanlegar ráðstefnu ferðir/rannsóknir o.fl. Viðurkenning eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Helstu baráttumálin verða að iðjuþjálfar geti starfað sjálfstætt og fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. • að sérþekking iðjuþjálfa verði sýnileg og viðurkennd (iðja, virkni, umhverfið, hugmyndafræði). • að iðjuþjálfar fái betri viðurkenningu á menntun sinni og sérstöðu. • Helstu baráttumál verða að öðlast viðurkenningu annarra starfsstétta. Samstaða félagsmanna og sjálfsmynd eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Mikilvægt er að standa saman sem félag í að efla og styrkja okkar félagsmenn. • Það mikilvægasta er samvinna meðal félagsmanna. að maður þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið heldur geti leitað til félagsins til að fá ýmsar upplýsingar. • Mikilvægt að halda áfram í nándina milli félagsmanna þrátt fyrir stækkandi hóp. • eldri iðjuþjálfar verði „mentorar“ fyrir yngri kollega. • Áframhaldandi tækifæri fyrir iðjuþjálfa til að hittast og hrista sig saman. • Mikilvægt er í framtíðinni að iðjuþjálfar trúi sjálfir á sinn eigin áhrifamátt! • IÞÍ sé félag sem vinni að eflingu og styrkingu félagsmanna sem hafa öfluga fagpólitíska vitund. geri óhrætt kröfur fyrir eigin hönd. • efla sjálfsmynd iðjuþjálfa – „peppa upp“ þessa stétt. Starfsemi félagsins eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • að skýrt sé hvað félagið gerir, hvaða hlut verk það hefur og af hverju ætti að ganga í það. • að það verði eftirsóknarvert að starfa fyrir félagið. • að greitt verði fyrir félagsstarf. • endurgera heimasíðuna frá grunni og bæta við verkefnastjórnunarkerfi. • að heimasíðan verði uppfærð reglulega. • aukin tengsl félagsmanna og félagsins – auka upplýsingagjöf til félagsmanna. • Félagið sem vettvangur sem allir geta leitað til varðandi þjónustu og fræðslu (einstaklingar, fyrirtæki, hópar). • gott samstarf við aðrar þjóðir. • að IÞÍ standi við bakið á félagsmönnum og sé hvetjandi. • Mikilvægt fyrir félagið að halda áfram að hvetja félagsmenn til nýbreytni og tækifæra; skrifa greinar, sækja um störf, aðild í teymi o.fl. HvAÐA GIldI eÐA HuGsJónIr vIlTu AÐ sTArF FélAGsIns bYGGI Á? „ Fagmennska, virðing, framsækni, þátttaka, framþróun, áhrifamáttur og þekking“ Á þinginu unnu fundarmenn með gildi í tveimur umferðum og er ítarleg lýsing á vinnuferlinu í heildarskýrslu þingsins. Í vinnunni með gildin var leitað svara við þeirri spurningu fyrir hvað félagið ætti að standa og gildunum raðað annars vegar eftir tíðni þeirra, þ.e. hversu oft hvert og eitt var skrifað á miða og hins vegar eftir vægi, þ.e. þeirri röð sem gildunum var raðað. Því næst var öllum þeim gildum sem fengu mest vægi (19 gildi) varpað upp á vegg og allir þátttakendur og borðstjórar fengu það verkefni að velja þrjú gildi og raða þeim í forgangsröð. Vægi gilda eftir kosninguna Þegar vægi gilda í efstu þremur sætum var skoðað birtist eftirfarandi forgangsröðun: 1. Fagmennska. 2. Framsækni. 3. Áhrifamáttur 4. Framþróun. Þau gildi sem birtust skýrt hvort sem er farið eftir tíðni eða vægi eru fagmennska og framsækni. gildin sem koma þar á eftir eru áhrifamáttur, framþróun, þátttaka og virðing. Þekking kom aðeins fyrir einu sinni. Þau þrjú gildi sem þátttakendur forgangs- röðuðu efst – Fagmennska – Framsækni – Áhrifamáttur – urðu fyrir valinu sem gildi félagsins í vinnu stjórnar með niðurstöður Framtíðarþingsins, eftir að niðurstöðurnar höfðu verið kynntar. Á dagskrá er að boða félagsmenn til frekari vinnu við að útfæra hvernig gildin ættu að birtast í starfi félags- ins en á þinginu komu fram margar hug- myndir sem gáfu til kynna hvaða áherslur þátttakendur vildu sjá í starfi félagsins. Þær eru að finna í heildarskýrslunni á innri vef heimasíðu félagsins. HverT Á HluTverK FélAGsIns AÐ verA? „ Hvað get ég gert fyrir félagið?“ og „taka af- stöðu með mannréttindum og mannvirðingu“ Stuðst var við eftirfarandi undirspurningar: • Hverju eigum við að einbeita okkur að? • Hvernig eigum við að verja tíma og peningum félagsins? • Hverjar eru væntingar félagsmanna til félagsins? • eru einhverjar væntingar sem við erum ekki að uppfylla? • Hvaða væntingar má stjórn gera til þátttöku félagsmanna? Svörum þátttakenda má skipta í eftirfarandi flokka:

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.