Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Page 22

Iðjuþjálfinn - 01.03.2016, Page 22
22 • vera óhrædd að benda á þjónustu iðjuþjálfa í samfélaginu. • vera öflugri í að vera með erindi/nám- skeið t.d. á málþingum og ráðstefnum. • Fræða samstarfsfólk enn betur um matstæki, vinnubrögð og hugmyndafræði. • Hafa upplýsingar um störf iðjuþjálfa á mínum vinnustað sýnilegar á heimasíðu vinnustaðarins, t.d. niðurstöður Framtíðarþings. • að við séum virk að benda á kollega til að vera með fræðslu/erindi. • Bendum unga fólkinu í kringum okkur á iðjuþjálfunarfræði. • að iðjuþjálfar skrifi reglulega (ritrýndar) greinar og birti rannsóknir í fagtímaritum og blöðum. • að félagsmenn ýti á aðra félagsmenn að feta nýjar slóðir og/eða geri sig sýnilega. • Félagið og félagsmenn nýti öll tækifæri til að kynna félagið og störf iðjuþjálfa, noti iðjumiðuð orðfæri og séu stoltir félagsmenn. • taka virkan þátt í starfi félagsins. HvernIG GeTur FélAGIÐ sTuTT vIÐ FAG- leGA Þróun oG síMennTun? „ Ég las bók/grein“ og „nota innanhússþekk- ingu og umbuna fyrir“ Stuðst var við eftirfarandi undirspurningu: • Hvernig viðhalda félagsmenn þekkingu? Svörum þátttakenda má skipta í eftirfarandi flokka: Framboð og miðlun eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • að heimasíða félagsins innihaldi margskonar fræðsluefni sem vel flokkað og aðgengilegt t.d. upprifjun á notkun hjálpartækja, námsefni Ha, hugmynda- fræði, hvað er að gerast í náminu, upp- lýsingar um starfsvettvang, framhalds- nám, iðjuþjálfastörf á erlendri grundu og viðfangsefni þeirra, kynning á nýsköpun og rannsóknum o.fl. o.fl. • vera með vikupistla frá félagsmönnum á heimasíðu. • Félagið standi fyrir námskeiðum, málþingum og ráðstefnum. • að hafa virka fræðslunefnd sem gerir reglulega skoðanakannanir á þörfum/ óskum félagsmanna. • Hafa „rúllandi“ endurmenntunardag- skrá þar sem iðjuþjálfar geta sótt nám- skeið hjá öðrum iðjuþjálfum eða öðrum fagstéttum. • Setja það sem skilyrði að sækja námskeið eða ráðstefnu á ákveðnum árafjölda. • Hafa námskeið árlega – vettvang þar sem iðjuþjálfar hittast, halda námskeið, sitja námskeið, hafa kvöldvökur og spjalla í 3-4 daga (á launum). • vera með „iðjukvöld“ þar sem iðjuþjálfar segja frá áhugaverðu efni. • vera með gagnvirk námskeið þar sem skipst er á að rýna efni og kynna, t.d. fyrirlestra og fræðslumyndbönd. • nota innanhússþekkingu og umbuna fyrir. Það er fullt af flottum iðjuþjálfum sem geta miðlað til hinna. • gefa út öflugt fagtímarit og gera það aðgengilegra. • Morgunverðarfundir og fræðsla. opnir umræðufundir þar sem rýnt er í fagið. • gera störf faghópa sýnileg öllum félagsmönnum. • auðvelda félagsmönnum aðgengi að fagtímaritum. • gera kröfu um að félagsmenn símennti sig og viðhaldi iðjuþjálfaréttindum. • Fá tilboð í námskeið á vegum mennta- stofnana (sbr. Hópkaups-módel). • Styðja faghópa innan félagsins og vera með sérnámskeið fyrir hvern faghóp. Stuðningur og styrkir eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • aðstoða félagsmenn við styrkumsóknir í ýmsa sjóði fyrir utan félagið og BHM, t.d. evrópusamband, nýsköpunar sjóð, Frumkvöðlasjóð. • ráða sérfræðing í styrkjamálum til að aðstoða félagsmenn við umsóknir styrkja til rannsókna og nýsköpunar. • Styðja félagsmenn sem þýða matstæki við kynningu og útbreiðslu þeirra. • Félagið hvetji til endurmenntunar og veiti styrki við aðsókn námskeiðs, t.d. námsbúðir. • Fjárhagslegur stuðningur við rannsóknir, nýsköpun og símenntun (auglýsa). • að kostnaður námskeiða sé í samræmi við laun. Frumkvæði félagsmanna eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Félagsmenn miðli, t.d. á Facebook síðu félagsins, áhugaverðum greinum og öðru sem skiptir máli. • „Ég las bók/grein.“ • vera með til að efla samskipti kynslóða. Samstarf og tengslamyndun eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Félagið sé í nánu og öflugu samstarfi við endurmenntun HÍ og við Ha varðandi sérskipulagða kúrsa. • Samstarf við félög frá öðrum löndum. • koma á samstarfsverkefnum iðjuþjálfa og annarra fagstétta – vera tengiliður. Þverfagleg nýting á reynslu, t.d. hvað er hægt að nota bæði í iðju- og sjúkraþjálfun. • Skiptivinna á milli landa – efla tengingu á milli félaga úti í löndum. Stuðla að og styðja við tengslamyndun. Hagsmunagæsla eftirfarandi atriði voru m.a. nefnd í þessu samhengi: • Í stofnanasamningum sem félagið kemur að sé símenntun/viðbótar- menntun metin til launahækkunar. • Félagið stuðli að auknum rétti félagsmanna til námsleyfa. • Starfsréttindi séu tengd fagþróun/ símenntun. • Fá viðurkennda sérfræðiþekkingu. • vera faglegur vörður með eftirliti og mati á fagþróun félagsmanna. Hafa punktakerfi og umbun sem nýtist. • Félagið stuðli að gæðaeftirliti svo sem með endurnýjun starfsleyfis. eins og vel má sjá á þessum niðurstöðum höfðu þátttakendur margar hugmyndir fram að færa og vill stjórnin þakka öllum þeim sem tóku þátt í undirbúningi og fram- kvæmd Framtíðarþingsins fyrir þátttökuna og þeirra framlag. Það er spennandi verkefni framundan að vinna með og nýta niðurstöð- urnar í áframhaldandi starfi félagsins, um er að ræða afar gagnlegan leiðarvísi inn í fram- tíðina. við vonumst til þess að félagsmenn muni áfram taka virkan þátt í mótun og þró- un á starfinu og séu tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þess að vegur iðjuþjálfunar og félagsins verði sem mestur í framtíðinni. allt er fertugum fært! Stjórn IÞÍ starfsárið 2015-2016 dAGsKrÁ FösTudAGsIns 4. MArs: 8:30 – 9:15 Skráning 9:15 – 9:30 Setning – Ósk Sigurðardóttir formaður IÞÍ. Erindi um þverfaglega samvinnu: 9:30 – 9:50 Þverfagleg samvinna í starfsendurhæfingu. Sveindís Jóhannsdóttir, Ma í félagsráðgjöf. Starfar sem fjölskylduráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Hafnafjarðar. 9:50 – 10:10 að vinna í teymi. Halldóra Sif Gylfadóttir, sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun hjá reykjalundi. 10:10 – 10:40 Hlé – veggspjöld og kynningarbásar. 10:40 – 11:00 teymisvinna – áskoranir og ávinningur. Efla Björt Hreinsdóttir, sálfræðingur hjá Björt ráðgjöf. 11:00 – 11:20 Snemmtæk íhlutun og teymisvinna. Guðný Stefánsdóttir, þroskaþjálfi og Ma í menntunarfræði. Starfar sem sviðsstjóri fræðslu- og kynningarsviðs á greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 11:20 – 11:40 vinnuvistfræði alls staðar. Oddrún Lilja Birgisdóttir, iðjuþjálfi og formaður vinnuvistfræðifélagsins (vinnís). 11:40 – 12:50 Hádegisverður – veggspjöld og kynningarbásar. Skráning. Erindi um velferðartækni og „hverdagsrehabilitering.“ Haldin í samvinnu við Velferðarráðuneytið. 12:50 – 13:00 eygló Harðardóttir velferðarráðherra opnar dagskránna. 13:00 – 14:00 reablement – the norwegian way. Hanne Tuntland. 14:00 – 15:00 Implementing occupation-focused health promotion in a municipality context – a strategy to promote healthy ageing. Magnus Zingmark. 15:00 – 15:30 Hlé – veggspjöld og kynningarbásar. 15:30 – 16:30 velfærdsteknologi in Denmark – experiences and strategies. Åse Brandt. 16:30 – 17:30 Móttaka í tilefni af 40 ára afmæli IÞÍ. 19:30 – Hátíðarkvöldverður í veislusalnum á Hótel Örk. veislustjóri er Ólafía Hrönn jónsdóttir. Um erlendu fyrirlesarana: Hanne Tuntland Hanne tuntland is a norwegian occupational therapist with specialization in gerontology/geriatrics. She works as an associate Professor at Bergen university College. reablement has for several years been her main academic interest and research topic. She has been a coeditor/coauthor of a textbook in reablement. She is also involved in two research projects on reablement in norway. Based on studies from the two research projects she intends to submit a doctoral thesis. Magnus Zingmark Magnus Zingmark is head of research and development focusing on active and healthy ageing in the municipality of Östersund, Sweden. He has extensive experience from working with reablement as an occupational therapist. In 2015 he published his thesis “occupation-focused and occupation-based interventions for community-dwelling older people – Intervention effects in relation to facets of occupational engagement and cost-effectiveness.” Åse Brandt Åse Brandt’s research contributes to the evidence base of assistive technology interventions. It mainly consists of outcomes research within the field of assistive technology focusing on everyday activities and participation in society for people with disabilities and their satisfaction with their devices and the intervention process. AFMælIsrÁÐsTeFnA IÞí Á Hótel Örk í Hveragerði 4. og 5. mars 2016 „ allt er fertugum fært “

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.