Skólavarðan - 01.05.2004, Síða 4

Skólavarðan - 01.05.2004, Síða 4
Skerðing á grundvallarréttindum ríkisstarfsmanna 8 Frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um réttindi og skyldur rík- isstarfsmanna mætir harðri andspyrnu þeirra sem telja sér málið skylt, eins og fram kom á sameiginlegum fundi KÍ, BHM og BSRB 13 maí. Í upplýsingasturtunni 9 Jón Árni Friðjónsson lýsir eftir umræðu um Netið og samskipti, skuldbinding- ar og kennslufræði, og hefur mál sitt á póstmódernískum leikþætti fyrir sam- tengda rafmagnsheila. Andspænis sjálfum sér 14 Málþing um stöðu samkynhneigðra og tvíkynhneigðra ungmenna var haldið á Selfossi í apríl. Þetta er í fyrsta sinn hérlendis sem þingað er um þetta málefni. Samkynhneigð og grunnskólinn 15 Sara Dögg Jónsdóttir grunnskólakennari og fræðslufulltrúi Samtakanna '78 hélt erindi á málþinginu um samkynhneigð og tvíkynhneigð ungmenni. Gríðarlegur áhugi og þörf á fræðslu 16 Námstefnan „Einhverfa - leikur - félagsfærni“ var haldin í Reykjavík í apríl og sótt af hátt á þriðja hundrað manns. Dyggustu notendur þjónustunnar hafa ekkert um hana að segja 17 Áslaug Jóhannsdóttir rannsakaði útileiki leikskólabarna og notaði viðtöl við börnin auk athugana á vettvangi í meistaraprófsverkefni sínu við KHÍ. Vinnubrögð Launanefndar sveitarfélaga hörmuð 20 Langlundargeð grunnskólakennara er á þrotum og horfur á verkfallsboðun í haust. Meginverkefnið snýst ekki um tískubólur í samningagerð 22 heldur að bæta kjörin, sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður FF á kjararáðstefnu opinberra starfsmanna í apríl. Landskeppni ungra vísindamanna 24 Úrslit voru kynnt þann 19. maí og tvö verkefni verðlaunuð. Að læra fyrir lífið 25 Á ráðstefnunni UPPNám 2004 á Akureyri 15. maí kynntu nemendur á fjórða ári félagsfræðibrautar Menntaskólans á Akureyri rannsóknarverkefni sín. Nauðsynlegt að efla félagsdeildir framhaldsskólanna 27 Starfsháttanefnd hefur verið við skipuð í FF. Lagaumhverfi tónlistarskóla á Norðulöndum 30 Helgi Þ. Svavarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar, hefur dregið saman ýmsar upplýsingar um þetta málefni. Formannspistill 3 Hanna Hjartardóttir skrifar. Gestaskrif 5 Berglind Rós Magnúsdóttir varar við því að hengja bakara fyrir smið og kenna kvenkennurum um slæma stöðu drengja í skólum. Brennheitur uppáhellingur hjá Berglindi. Skóladagar 7 Myndasaga Skólavörðunnar. Að auki er blaðið stútfullt af fréttum, kjaramálum, tilkynningum og fleiru að ógleymdum leiðara. Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is / sími: 533 4470 Prentun: Svansprent Forsíðumynd: Jón Svavarsson / Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Sveitarfélögin segjast vera á kúpunni. Þau eru eflaust ekki að skrökva því. Það er því ljóst að ef ekki finnst hið snarasta olía við landið þá verður að biðla til ríkisins um fjármagn til grunnskól- ans. Kennarar hafa lýst sig reiðubúna til að vera hluti af lausninni og aðstoða sveitarfélögin við að sækja fé í ríkisvasann. Þeir eru ekki vandamálið. En það er næsta víst að verði kjör þeirra ekki samanburðarhæf við kjör annarra háskólamenntaðra opinberra starfsmanna þá munu þeir „gömlu“ flýja úr starfi og þeir „nýju“ ekki láta sjá sig. Hafa menn áttað sig á því hversu alvarlegt þetta er? Ég er ekki viss um það. Nú þarf að bretta upp ermar góðir hálsar, allir sem einn, og vinna saman að lausn. Viljum við eiga það á hættu að grunnskólastarf hríðversni á komandi árum? Er okkur ósárt um skólagöngu barna okkar á aldrinum sex til sext- án ára? Nei, margt bendir til að svo sé ekki, til að mynda aukið samstarf heimila og skóla sem gerð var góð skil á tveimur nýaf- stöðnum ráðstefnum sem því miður reyndist ekki rými til að fjalla um í þessu tölublaði Skólavörðunnar. Auðvitað er eitt og annað aðfinnsluvert í skólastarfi og þá ekki síður í starfi utan skólatíma sem stundum er lítt ígrundað og ódýrasta lausnin valin. Kennar- ar og foreldrar kvarta með réttu undan fundafargani, aukinni stöðlun og vandræðagangi í tengslum við sérúrræði ásamt með öðru. En ef grunnlaun kennara og stjórnenda í skólum eru ekki sambærileg við laun í öðrum störfum sem kennaramenntað fólk hefur aðgang af þá brestur flótti á liðið. Að standa frammi fyrir þeim vanda er ekkert grín. Hér er ekki deilt um örfáa aura, hér er deilt um framtíð öflugs skólastarfs á Íslandi. Hér er spurt hversu annt okkur er um góða menntun. En að öðru. Í blaðinu að þessu sinni er viðtal við Áslaugu Jó- hannsdóttur, en hún vann rannsókn til meistaraprófs á útileikjum barna í tveimur leikskólum. Áslaug óttast það að útivist barna fari í auknum mæli hallloka fyrir inniverunni, og að auki að sú tilhneiging vaxi að stýra leikjum barna of mikið, jafnvel úti við. Mér finnst þetta alvarlegt mál ef rétt er. Að standa vörð um leik barnsins hefur alla tíð verið aðall leikskólakennarans. Gott skóla- starf á ekkert sammerkt með ofstýringu, sérstaklega ekki á þessu skólastigi. En vonandi er þróunin ekki í þessa átt. Ég treysti leik- skólakennurum fyllilega til að spyrna við fótum ef krafan um mín- útustýrt skólastarf fer að teygja anga sína um of til leikskólans. Kristín Elfa Guðnadóttir 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR Finnst olía við landið? SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 4. ÁRG. 2004 Á myndinni eru Álfdís Þorleifsdóttir, Loftur Þórarinsson og Inga Þórunn Waage nemendur í 6. B Menntaskólanum í Reykjavík.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.