Skólavarðan - 01.05.2004, Page 24

Skólavarðan - 01.05.2004, Page 24
24 UNGIR VÍSINDAMENN SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 4. ÁRG. 2004 Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands rekur verkefnið „Ungir vísindamenn á Íslandi" í samstarfi við og með stuðn- ingi frá styrktarsjóði Íslandsbanka og Sjóvá-Almennra, menntamálaráðuneyt- inu, Marel, Flugfélagi Íslands, rektor Há- skóla Íslands og Hinu húsinu. Verkefnið er rekið í tengslum við Evrópukeppni Ungra vísindamanna, „Young Scient- ist Contest", og er átaksverkefni sem miðar annarsvegar að því að auka og styðja við bakið á vísindarannsóknum ungs fólks og hinsvegar að skipuleggja landskeppni ungra vísindamanna. Í landskeppninni gefst þátttakendum möguleiki á að vinna sæti í landsliði ungra vísindamanna á Íslandi en allt að sex þátt- takendur á aldrinum 14-21 árs eru styrktir af Evrópusambandinu til þátttöku í þeirri keppni. Verðlaunahafar í landskeppni Ungra vís- indamanna árið 2003 komu frá Fjölbrauta- skólanum í Ármúla og voru Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Böðvar Sturluson. Leiðbeinandi þeirra var Ólafur H. Sigurjónsson aðstoðarskóla- stjóri. Þau tóku þátt í Evrópukeppninni í Búdapest í september síðastliðið haust með verkefnið „Vetnishúsið“. Þó að það hafi ekki unnið til verðlauna vakti það mikla athygli og var meðal annars birt viðtal við hópinn í fréttabréfi Evrópusam- bandsins, Cordis. Forsaga verkefnisins hérlendis er sú að á árunum 1995-1999 var það rekið undir merkjum „Hugvísis“ sem var samstarfsverk- efni Hins hússins, Ísaga hf. o.fl. Tveir full- trúar Íslands unnu til verðlauna í Evrópu- keppninni, hópur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 2002 tók Rannsóknaþjónusta Há- skóla Íslands að sér að endurvekja verk- efnið hér á landi undir nafninu „Ungir vísindamenn á Íslandi“ og var það kynnt fyrir forsvarsmönnum framhaldsskóla. Í kjölfarið varð til samstarfsvettvangur full- trúa frá tíu áhugasömum framhaldsskól- um sem síðan hefur unnið að stefnumót- un verkefnisins og framkvæmd þess innan ólíkra skóla. Fundur ungra vísindamanna Föstudaginn 2. apríl var staðið fyrir sam- eiginlegum fundi þátttakenda. Tóku um 40 manns þátt í honum, bæði nemendur, leiðbeinendur og vísindamenn. Fundurinn stóð yfir frá kl. 9 til 17 með fjölbreyttri dagskrá. Byrjað var með kynningu á verk- efninu og reynslu þátttakenda. Þá bauð Marel hópnum í heimsókn í höfuðstöðvar sínar í Garðabæ og til hádegisverðar. Að lokum lá leið fundargesta í Hitt húsið þar sem fram fóru kynningar þátttakenda á verkefnum sínum að undangenginni kynn- ingu á starfsemi Hins hússins. Alls tóku fimm framhaldsskólar með átta verkefni þátt í keppninni að þessu sinni. Nemendur unnu verkefni sín með aðstoð bæði frá leiðbeinendum innan skól- anna sem og sérfræðingum hjá Háskóla Ís- lands og Náttúrustofu Austurlands. Eftirfarandi þátttakendur kynntu verk- efni sín á fundinum 2. apríl: 1. Hrafn Þorri Þórisson (FÁ) með verk- efnið „Áhrif fjölbreytilegs umhverfis á sköpunargáfu". 2. Gunnar Þór Magnússon (Flensborg) með verkefnið „Casimir-hrif“. 3. Auður Þórsdóttir, Hulda Hallgríms- dóttir, Sigþrúður Gunnsteinsdóttir (MA) með verkefnið Þróun eineltisforvarna fyr- ir 10-12 ára börn. 4. Ingibjörg Björnsdóttir, Særún Ósk Böðvarsdóttir, Helena Árnadóttir (MA) með verkefnið „Kynferðislegt ofbeldi, hvaða úrræði eru fyrir gerendur þess á Íslandi?“ 5. Freydís Konráðsdóttir, Guðrún Jóna Guðmundsdóttir, Eva Þórarinsdóttir (MA) með verkefnið „Verða ættleidd börn sem ekki eru af evrópskum uppruna og fjöl- skyldur þeirra á Íslandi fyrir fordómum?“ 6. Nemendur í Kvennaskólanum með verkefnið „Viðhorf nemenda til breytinga í framhaldsskólakerfinu". 7. Eva María Þrastardóttir, Stefán Þór Eysteinsson og Elísa Guðrún Brynjólfsdótt- ir (VA) með verkefnið „Hasskötturinn“. Síðar bættist við verkefnið „Hárlos hesta“ frá Flensborg. Fjögur verkefnanna komust í úrslit, nr.1 (Áhrif fjölbreytilegs umhverfis á sköpunargáfu), 3 (nafn í lokagerð: Byrgj- um eineltisbrunninn), 5 (nafn í lokagerð: Minnkandi heimur) og 7 (Hasskötturinn). Þeir sem vilja nálgast frekari upplýsing- ar um verkefnið, þátttakendur eða vilja taka þátt í verkefninu á næsta skólaári er bent á heimasíðu Rannsóknaþjónustunnar www.rthj.hi.is og verkefnisstjóra Stefaníu G. Kristinsdóttur. Landskeppni ungra vísindamanna Úrslit voru kynnt þann 19. maí og verðlaun hlutu verkefnin „Áhrif fjölbreytilegs umhverfis á sköpunargáfu“ og „Hasskötturinn“. Á myndinni frá vinstri eru Ólafur Sigurjónsson, Þórður Júlíusson, Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir, Eva María Þrastardóttir, Stefán Þór Eysteinsson, Hrafn Þ. Þórisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem afhenti verðlaunin.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.