Skólavarðan - 01.02.2006, Síða 5
5
GESTASKRIF
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006
Þorsteinn Gunnarsson
Svona er hin tætta nútímafjölskylda,
stjórnað af börnum sem stjórnast af
togstreitu milli menntakerfisins og
frístundakerfisins. Afkáralegastur er þessi
slagur um börnin í desember þegar allir
ætla að gera allt fyrir þau svo að þau nái
nú örugglega að skemmta sér. Skólinn vill
hafa jólaskemmtun, íþróttafélögin gera
sér dagamun, dansskólar hafa sýningar,
tónlistarskólarnir halda jólatónleika, allt
af miklum metnaði og auðvitað verður
að undirbúa þetta meira og minna
sérstaklega, halda það um kvöld eða helgar.
Jólabekkjarskemmtun verður að vera,
börnin verða að geta hist utan skólatíma
er þá sagt, auðvitað, þó nú væri. Þau eyða
ekki saman nema kannski 40 stundum á
viku. Svo eiga allir þessir viðburðir það
sameiginlegt að þeim fylgir nammi, helst
mikið. Hvernig stendur á því að í hvert
sinn sem fleiri en tveir íslenskir krakkar
koma saman verður að vera nammi?
Nammi í skólanum fyrir jólin, nammi á
vídeókvöldinu í fótboltafélaginu, nammi á
bekkjarskemmtunum, nammi í afmælum,
nema hvað, nammi á laugardögum sem
virðist vera hvaða dagur sem er þegar
kalla þarf börn saman; eru ekki allir
dagar að breytast í bland í poka fyrir 200
kall, helst mikið hlaup? Í hverju felst þá
tilbreytingin? Er þetta nammiát bara utan
sviga í nútíma lífi, enginn virðist hafa neitt
um það að segja, allra síst forráðamenn
barnanna.
Í miðjum tryllingnum dúkkar svo
stundum upp orðið fjölskyldustefna.
Næs, en ég bara skil það ekki. Kannski í
teoríunni en alls ekki í praxís. Ekki frekar
en ég skildi félagsfræðikennarann minn
í menntó þegar hann sagði okkur sextán
ára óhörðnuðum unglingum að teoría
Fjölskyldan og
fúndamentalískur basis
Kenning eða teoría um nútímalíf segir að
fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins.
Örugglega rétt, teoretískt, en ég er ekki viss
um að ég skilji þessa hugsun. Nema kannski
að við sé átt að fjölskyldan sé færanlegur
hornsteinn, því oft hef ég á tilfinningunni
að drýgstu samverustundir hennar séu í
fjölskyldubílnum á leið til og frá skólanum,
tónlistarskólanum, íþróttaæfingunni, dans-
kennslunni o.s.frv. Allt þetta þekkja allir
foreldrar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu,
og allir kennarar líka. Endalaus akstur
með börn fram og aftur alla daga svo
að þau nái hinni æfingunni og þessari,
endalaust stundaskrárpúsl og reddingar
svo að allt gangi upp. Staðreyndin er
líka sú að kröfurnar á hendur börnunum
aukast stöðugt, í skólanum og annars
staðar, æfingum íþróttafélaganna fjölgar,
tónlistarskólarnir verða kröfuharðari
sem og allir aðrir frístundaskólar, ef
menn leggja sig ekki alla fram næst ekki
árangur, það blasir við. Stundar einhver
eitthvað með það að markmiði að ná ekki
árangri? Í samkeppnisþjóðfélagi? Varla.
Svo þarf ekki að minnast á kostnaðinn
við þetta starf allt, frístundastarf barna er
orðið grunnurinn að nýrri stéttskiptingu,
þeir sem geta verið með og svo hinir.
Skóladagurinn hefur verið lengdur,
skólaárið lengt og svo meðfram og til hliðar
er heimanámið. Svo þurfa börn tíma fyrir
sig svo að þau geti verið börn og einhver
samvera með þeirra nánustu þarf líka að
fylgja með, nauðsynleg uppbyggilegu lífi,
ekkert hollara er sagt, en þessi hollusta
verður að koma í gæðum en ekki magni.
Gæðafjölskyldan hefur orðið til, stutt
samvera en áköf, hornsteinninn er orðinn
eins og minniskubbur, sést varla en er
örugglega talinn á staðnum samt.
Lj
ós
m
yn
d:
T
ei
tu
r
Jó
na
ss
on