Skólavarðan - 01.02.2006, Qupperneq 7
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006
7
Framkvæmdastjórn Akureyrarbæjar
veitti leikskólum Akureyrarbæjar
sérstaka viðurkenningu fyrir framúr-
skarandi faglegt starf og góða
þjónustu við bæjarbúa við athöfn á
Listasafninu á Akureyri föstudaginn
25. nóvember.
Leikskólar Akureyrarbæjar hafa verið í
mjög örri þróun undanfarin ár. Mikil gróska
og hugmyndaauðgi er í leikskólastarfinu
og mannauðurinn er mikill.
Allir leikskólarnir eru búnir að vinna
sína skólanámskrá og hafa komið sér upp
ítarlegri heimasíðu. Leikskólarnir gera
starfsáætlun fyrir hvert ár og einnig endur-
menntunaráætlun fyrir starfsmennina.
Leikskólastjórar hafa komið mikið að
vinnu við gerð fjárhagsáætlana undan-
farin ár og eru mjög meðvitaðir um það
fjármagn sem veitt er til leikskólanna.
Þeir hafa fylgst mjög vel með rekstrinum
sem hefur skilað sér í því að niðurstöður
síðustu ára hafa verið góðar.
Að tilstuðlan skólanefndar Akureyrar-
bæjar var í janúar gerð skoðanakönnun
meðal foreldra leikskólabarna og tóku
86% foreldra þátt í henni. Niðurstaða
könnunarinnar var sú að 95% foreldra
sögðust vera ánægð með leikskóla barna
sinna, 92% sögðu að leikskólinn mætti
þörfum barna sinna og 76% foreldra
sögðust taka þátt í starfi leikskólanna
og eiga samstarf við þá. Niðurstöður úr
lífskjarakönnun sem IMG Gallup gerði
fyrir Akureyrarbæ eru samhljóma, en þar
sögðu 95,7% aðspurðra að þau teldu að
leikskólarnir veittu góða þjónustu og
78,5% sögðu að auðvelt væri að fá leik-
skólapláss hér á Akureyri.
Leikskólarnir hafa unnið mörg þróunar-
verkefni undanfarin ár og fengið styrki til
að vinna þessi verkefni frá þróunarsjóði
leikskóla hjá menntamálaráðuneytinu,
Kristnihátíðarsjóði og þróunarsjóði skóla-
deildar Akureyrarbæjar.
Þau verkefni sem unnin hafa verið eru:
Börn og heimspeki, Lestrarnám í leikskóla,
Lífsleikni í leikskóla, Menningarlegur
margbreytileiki, Upplýsingatækni í starfi
leikskóla, Bifröst – brú milli heima og Hver
trítlar yfir brúna mína?
Nú eru fjórir leikskólar að vinna að
þróunarverkefnum, þrír leikskólar eru að
hanna kennsluleiðbeiningar fyrir yngsta
stig leikskólans, einstaklingsnámskrá fyrir
yngstu börnin í leikskólanum. Einn leikskóli
er að innleiða í leikskólann „AGNið - aukin
gæði til náms”, sem er leið til að stuðla að
góðri skólaþróun
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar
um þessi verkefni á heimsíðu skóladeildar
Akureyrarbæjar.
Leikskólarnir hafa mjög mikið samstarf
og mörg verkefni eru samvinnuverkefni.
Má þar meðal annars nefna verkefnið
„Bær í barns augum” sem unnið var árið
2003 – 2004. Markmiðið með þessu verk-
efni var:
• Að vekja athygli barna og kennara á
umhverfi sínu.
• Að vekja athygli barna og kennara á
því sem fer fram í bænum þeirra.
• Að vekja athygli samfélagsins á
hæfileikum og færni leikskólabarna.
• Að auka samkennd bæjarbúa allra.
• Að vekja athygli annarra á því sem er
að gerast í bænum okkar.
Akureyrarbær rekur tólf leikskóla á
Akureyri og einn í Hrísey. Einnig styrkir
bærinn einkarekinn leikskóla sem rekinn
er af Hvítasunnukirkjunni á Akureyri.
Aðalnámskrá leikskóla er stefnumót-
andi leiðarvísir um uppeldisstörf í leik-
skólunum, en hver leikskóli hefur sett
fram sín einkunnarorð og sína stefnu:
Flúðir: Gleði – friður – virðing eru ein-
kunnarorð skólans. Leikskólinn vinnur
eftir framfarastefnu Dewey og í öllu
uppeldisstarfinu er barnið í brennidepli
og gengið út frá þörfum þess og
þroska.
Holtakot: Sjálfstæði – frumkvæði – agi
– tillitssemi er sýn skólans. Hugmynda-
fræðin byggist að nokkru á kenningum
Kami og DeVries.
Iðavöllur: Það er leikur að læra eru ein-
kunnarorð skólans. Í þeim felst stefna
leikskólans. Daglegt líf á Iðavelli snýst
um leik, athafnir, verkefni og samskipti
sem miða að því að gefa börnunum
fjölbreytt tækifæri til að læra, helst
með því að uppgötva og reyna sjálf en
stundum með dyggri aðstoð annarra.
Kiðagil: Vaxa – vita – vilja eru einkunnar-
orð skólans. Stefna Kiðagils er að hafa
góðan félagsanda, bera virðingu fyrir
börnum og getu þeirra og leggja áherslu
á að þau afli sér reynslu og þekkingar á
eigin forsendum.
Klappir: Virðing – viska – vellíðan eru
einkunnarorð skólans. Stefna Klappa
er að allir eru einstakir. Meginmarkmið
Klappa er að barnið útskrifist sem
sjálfstæður einstaklingur með gagnrýna
hugsun og sterka sjálfsmynd.
Krógaból: Stefna skólans er lífsleikni,
leikurinn, hreyfing og hollusta. Markmið
Krógabóls er að auka andlega, líkamlega
og félagslega vellíðan barna með því að
efla siðgæðis-, tilfinninga-, vitsmuna-,
félags-, líkams- og hreyfiþroska barna.
Lundarsel: Stefna skólans er að allt starfið
sé á heimspekilegum nótum.
Hugmyndafræðin er að mestu fengin úr
hugmyndabanka barnaheimspekinnar.
Heimspekin eflir gagnrýna – skapandi
- og umhyggju hugsun.
Naustatjörn: Aðal áhersluþættir eru tveir.
Fyrri þátturinn er náttúra og umhverfi
sem felur meðal annars í sér endurvinnslu
og umhverfismennt. Seinni þátturinn er
samfélag og menning. Lögð er áhersla
á að börnin gangi með virðingu um
náttúru landsins og að þau þekki sitt
nánasta samfélag. Leikskólinn er á
grænni grein.
Pálmholt: Þrjár megináherslur eru í starfi
skólans. Lestrarhvetjandi umhverfi
og markviss lestrarkennsla fimm ára
barna. - Að leggja inn Tákn með tali við
upphaf skólagöngu og leggja markvisst
inn tákn í hverri viku. – Að byggja upp
jákvæða sjálfsmynd barnanna.
Síðusel: Hugmyndafræði skólans er
lífsleikni í leikskóla þar sem teknar eru
saman kenningar ýmissa fræðimanna
sem snúa að mannrækt og siðferðilegu
gildismati í samfélagi manna og
þeirri trú að efla og styrkja hið góða í
hverjum einstaklingi, bæði börnum og
fullorðnum. Við stjórnun skólans er
unnið eftir altækri gæðastjórnun.
Sunnuból: Sýn skólans er að kenna
börnum „með umhyggju í hjarta og
festu í huga”, stuðla að hvetjandi
námsumhverfi sem skilar árangri í leik
og námi hvers barns. Sýn leikskólans
byggist á þeirri trú að með því að efla
LEIKSKÓLASTARF
Fréttir af leikskólastarfi á Akureyri