Skólavarðan - 01.02.2006, Page 10
10
TÓNLIST OG MENNTUN
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni
að þjóna tónlistargyðjunni. Samt
rifta fáir samningnum og Jón Hrólfur
Sigurjónsson, doktor í tónlistarkennslu-
fræðum, er sannarlega ekki á þeim
buxunum. Samvinna þeirra hefur staðið
í um fjóra áratugi, báðum til gagns
og gamans. Jón Hrólfur er ekki síst
kunnur sem upphafsmaður vefjarins
músík.is sem er að öllum líkindum yfir-
gripsmesti upplýsingavefur um tónlist
einnar þjóðar sem um getur í heiminum.
Hann vinnur jöfnum höndum við
tónlistarkennslu, miðlun upplýsinga
um tónlist, félagsmál og fræðagrúsk.
Honum finnst gaman að kenna og vill
að nemendahópur tónlistarskólanna
sé sem stærstur og fjölbreyttastur.
Um þessar mundir kemur Jón Hrólfur
vikulega í Kennarahúsið til að sinna
ýmsum verkefnum sem hann hefur
tekið að sér í fæðingarorlofi formanns
Félags tónlistarskólakennara, Sigrúnar
Grendal.
Jón Hrólfur ólst upp í Kópavogi á sjötta
og sjöunda áratugnum og hóf gítarnám
á unglingsárum hjá Gunnari H. Jónssyni.
Hann segir ekki mikið um tónlistarmenn í
ættinni, þó hafi faðir hans mikinn áhuga
á tónlist og leiki á harmonikku. „Ég var
aldrei poppari,“ segir Jón Hrólfur og
hlær, aðspurður hvort hann hafi ekki farið
beint á rafmagnsgítarinn. „Fyrst lærði ég
klassískan gítarleik og svo bættist fiðlan
fljótlega við. Gunnar kenndi við Tónskóla
Sigursveins og þangað fór ég. Tónskólinn
var á þessum árum við Hellusund og það
var afskaplega skemmtilegt samfélag
meðal okkar nemendanna sem lengst
vorum komnir; við æfðum okkur öllum
stundum, spiluðum saman og vorum mjög
samheldin. Þarna kynntist ég m.a. Önnu
Magnúsdóttur, sem nú er látin, en hún
átti seinna talsverðan þátt í að ég fór í
tónlistarkennslufræðina.
Rómantískur draumur
Þegar frá leið lét ég mig dreyma um nám
í útlöndum; það var einhver rómantík
yfir því að vera námsmaður í útlöndum.
Að vísu þorði ég varla að orða þetta við
nokkurn mann en málin æxluðust þó
þannig að bandarískur kennari sem ég
hafði um tíma, Michael Shelton fiðluleikari
hjá Sinfóníunni, útvegaði mér sumarnám
við tónlistarháskólann í Bloomington í
Indiana í Bandaríkjunum. Þangað fór ég
sumarið 1981 til náms í fiðluleik.
Eins og stundum er sagt er allt stórt
í Ameríku. Tónlistardeild Bloomington
háskólans er mjög stór, m.a.s. á amerískan
mælikvarða. Þar voru starfandi margar
sinfóníuhljómsveitir, kammersveitir,
fullkomið óperuhús og æfingaaðstaða
sem engu er lík. Í deildinni sem ég var
í var áhersla lögð á tónlistarflutning.
Ég var kominn undir þrítugt og í námi
með allt niður í þrettán og fjórtán ára
kóreskum og japönskum „undrabörnum“
sem spiluðu allan litteratúrinn! Þetta var
töff. Eina helgina fór ég að heimsækja
Önnu Magnúsdóttur vinkonu mína sem
áður er nefnd. Hún var þá í námi við
háskólann í Illinois, Champaign-Urbana,
sem er í næsta fylki. Þar var lögð áhersla á
tónlistarkennslufræði fremur en tónlistar-
flutning eins og í Bloomington. Ég fékk
að fara með Önnu í einhverja tíma og
fann um leið að þarna átti ég heima. Eftir
sumarnámið fór ég aftur heim, ákveðinn í
að sækja um nám í Illinois. Í ágústmánuði
1982 fór ég svo aftur utan og nú til að læra
Music Education, tónlistarkennslufræði.
Að sjálfsögðu var ég enn talsvert eldri en
flestir samnemendur mínir en núna stóð
mér á sama, þetta var svo skemmtilegt.
Ég byrjaði á byrjuninni og klifraði svo upp
námsskalann, tók meistarapróf og loks
doktorsgráðuna.
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006
Kennsla er list!
VIÐTAL VIÐ JÓN HRÓLF SIGURJÓNSSON