Skólavarðan - 01.02.2006, Side 12

Skólavarðan - 01.02.2006, Side 12
12 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006 harðneskju í þessari baráttu við ríkið. Nemendur þurfa nú að leggja fram stað- festingu á að heimasveitarfélag þeirra leyfi þeim að stunda tónlistarnám í öðru sveitarfélagi. Ég veit um tónlistarnema sem hafa neyðst til að hætta námi vegna þess að heimasveitarfélagið neitar að greiða námið. Nú stefnir í að nemendur eldri en 25 eða 27 ára fái ekki að stunda tónlistarnám nema greiða námskostnaðinn að fullu úr eigin vasa. Bent hefur verið á að þekktir tónlistarmenn hefðu sumir þurft að hætta námi hefði þessi regla gilt. Hún hefði líka stoppað mig í tónlistarnámi; ég byrjaði það seint að læra. Það er sem sagt verið að koma upp mismunun og hindrunum út frá búsetu, aldri og efnahag sem hingað til hafa ekki verið fyrir hendi. Í 40 ár hefur hver sá sem áhuga hefur haft getað stundað tónlistarnám sér til ánægju og samfélaginu og menningu landsins til eflingar. Nú, þegar við erum meðal allra ríkustu þjóða heims, á allt í einu að skerða þessi réttindi í grundvallaratriðum. Við verðum að standa vörð um grunngildi velferðarsamfélags okkar og tryggja að þeim verði ekki varpað fyrir róða á tímum einkavæðingar og græðgishyggju. Þetta gengur alls ekki. Við eigum ekki að þurfa að ræða þessa hluti frekar en grunnskólagjöld. Á meðan hoggið er að rótum tónlistarmenntunar stæra menn sig svo af grósku á tónlistarsviðinu! Það er staðreynd að við eigum fjöl- menntað tónlistarfólk sem hefur sótt framhaldsmenntun sína til allra heimshluta og þetta skilar sér í slíkum fjölbreytileika í tónlistarlífi að undrun sætir. Þessum mikla árangri sem við höfum náð er nú ógnað.“ Vannýtt þekking „Tónlistarskólarnir sjálfir bera líka ábyrgð,“ heldur Jón Hrólfur áfram. „Við sem störfum þar getum náð til breiðari hóps. Við höfum ekki beinlínis þurft að huga sérstaklega að þessu þar sem aðsókn hefur alltaf verið meiri en hægt hefur verið að sinna. Biðlistar hafa líka verið viðvarandi. En við eigum að láta að okkur kveða á fleiri sviðum og hér sé ég sóknarfæri fyrir tónlistarskólana. Fólk sækir grimmt í námskeið af ýmsum toga, eins og að spila eftir eyranu, kynnast og njóta tónlistar eftir tiltekið tónskáld og fleira sem byggist á hópkennslu. Í tónlistarskólum er gífurleg þekking sem ég tel að sé vannýtt hvað það varðar að útdeila henni til almennings. Eins getur samvinna tónlistarskóla innbyrðis verið miklu meiri en nú er, til dæmis um að kenna fámenn námskeið,“ segir Jón Hrólfur og tekur dæmi: „Í tónfræðanámskrá segir að menn eigi að geta útskrifast með tónfræði sem aðalfag og þurfa þá að taka aukalega námskeið í einhverri tónfræðagrein, svo sem kontrapunkti, raftónlist, formfræði, sérstökum tónlistarsöguáföngum eða öðru sem ekki er grundvöllur fyrir að kenna nema í stærstu skólum. Einn skóli gæti þá boðið upp á kennsluna og aðrir keypt áfangann fyrir sína nemendur. Samvinna sem þessi er nú þegar einhver en gæti að mínu mati verið meiri. Í grunnskólum á tónmenntin undir högg að sækja, ástandið er að minnsta kosti víða mjög dapurt. Í framhaldsskólum er staðan enn verri. Samvinnu tónlistar,- grunn- og framhaldsskóla mætti gjarnan efla en það fer mjög eftir áhuga þeirra sem halda um stjórnartaumana á hverjum stað hvernig til tekst. Einnig mætti efla samvinnu tónlistarskóla og leikskóla.“ Kennslan inni í kústaskáp? Jón Hrólfur segir fag- lega umræðu í hópi tónlistarskólakennara alltaf vera í gangi, bæði innanlands og í tengslum við erlent samstarf. „Við höfum lengi verið í norrænu samstarfi sem er ágætt en mætti þó vera skilvirkara. Nú erum við orðin aðilar að EMU sem stendur fyrir European Music School Union og við þýðum sem Samtök tónlistarskóla í Evrópu. Þar er mjög fróðleg umræða í gangi sem gaman verður að fylgjast með og taka þátt í. Í Evrópu er lögð áhersla á sameiginlegan samræðuvettvang foreldra, nemenda, kennara og stjórnmálamanna um málefni tónlistarskólanna. Þennan vettvang skortir okkur á Íslandi. Það er mikil og sjálfgefin trú á gildi tónlistar – sem er gott – en það þarf að rækta þessa tiltrú og áhuga og efla skilning í samfélaginu á því sem við erum að gera. Við þurfum að tengja okkur betur við samfélagið og vökva fræin. Við megum ekki líta svo á að við höfum höndlað hinn endanlega sannleika á þessu sviði, heimurinn breytist ört og jafnvel svo mjög á undanförnum tuttugu árum að hann er nánast óþekkjanlegur. Þess vegna er ekki hægt að segja að tónlist skuli kennd eins og alltaf hefur verið án þess að hafa skoðað það og metið. Við tónlistarkennarar þurfum að þróa öfluga samræðu við þá sem njóta þjónustu tónlistarskólanna, nemendur og foreldra, og stjórnmálamenn sem hafa fjárveitingavaldið. Eðli málsins samkvæmt eru nándin og samvinnan meiri víða úti á landsbyggðinni þar sem samfélagið er minna, leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli eru í nábýli og sveitarfélögin reka skólana. Á höfuð- borgarsvæðinu eru börn á þeytingi milli hverfa og í Reykjavík eru skólarnir nánast allir einkaskólar, reknir með styrk frá sveitarfélaginu. Með einsetningu grunn- skólans breyttist margt og ég hef ekki séð að það sé pláss fyrir tónlistarskólann innan grunnskólans að óbreyttu, eins og þó hefur verið lögð áhersla á. Það er snúið í framkvæmd að taka hljóðfæranemendur út úr tíma í grunnskólum og maður reynir að breyta til svo að nemendur lendi ekki í því að missa alltaf úr tíma í sama faginu. Nemendur eiga ekki að þurfa að líða fyrir þetta fyrirkomulag og frumforsenda þess að það gangi er áhugi allra sem að koma. Það er ekki nóg að rýma kústaskáp eða geymslu og segja: Gjöriði svo vel! Það kerfi sem við höfum byggt upp í tónlistarmenntun hefur gefið þeim tækifæri sem vilja vinna við tónlist og hafa enga eirð í sínum beinum nema þeim lánist það,“ segir Jón Hrólfur. „Þessu megum við ekki fórna. Ég trúi því ekki að óreyndu að girðingarnar sem ég minntist á áðan í tengslum við aldur og búsetu verði reistar og látnar standa, ég er það bjartsýnn. En skólakerfið verður jafnframt að ná til breiðari hóps. Ef við á annað borð trúum því að tónlistin sé holl og góð þá hlýtur að fylgja að við viljum ná til sem flestra. Það getum við með því að fjölga tilboðum, til dæmis til unglinga og fullorðins fólks. Og það er annað sem margir hafa ekki hugsað út í varðandi þessar girðingar en það er að tónlistarfólk getur þá tæpast aflað sér endurmenntunar.“ Góðir kennarar yfirgefa mann aldrei Að mati Jóns Hrólfs var það stórslys þegar kennaramenntun í tónlist var lögð af, eins og hann orðar það. „Ég var þá að vinna í tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík en þar hafði áratugum saman verið boðið upp á tónlistarkennaranám. Fólk úr þessum deildum fór í flestum tilvikum beint í framhaldsnám enda fékkst námið víða metið sem ígildi fyrrihlutanáms, það er BA-náms, þótt aldrei fengist á því formleg staðfesting. Þarna var löng og uppsöfnuð reynsla sem mér finnst Listaháskólinn ekki hafa nýtt sér. Þegar Tónó menntaði ekki lengur píanókennara, blásarakennara o.s.frv. í sérstökum deildum myndaðist nokkurra ára gat þar sem engin tónlistarkennaramenntun var í boði. Söngskólinn í Reykjavík hefur að vísu útskrifaði milli 40 og 50 söngkennara undanfarin 25 ár og Tónlistarskóli FÍH liðlega 20 kennara í rytmískri tónlist á um 10 ára tímabili. Að mínu mati hefur þó enn ekkert komið í stað þeirra deilda sem lagðar voru niður í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Tónlistarnemar sem hafa áhuga á að mennta sig sem kennarar hafa því færri kosti nú en áður að Listaháskólinn tók til starfa. Þar er nú eingöngu boðið upp á svonefnt diplómanám fyrir þá sem afla vilja sér réttinda til kennslu tónlistar TÓNLIST OG MENNTUN „The Music Man“ eftir Jules Bacon

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.