Skólavarðan - 01.02.2006, Side 13
13
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006
Á umhverfi sþingi sem haldið var dagana
18. og 19. nóvember 2005 var opnaður
nýr vefur um umhverfi smál, www.
heimurinnminn.is eða www.heimurinn.
is .Um er að ræða námsefni í umhverfi s-
mennt sem hentar til notkunar í
grunnskólum, en einnig almenningi.
Vefurinn er samstarfsverkefni Náms-
gagnastofnunar og Umhverfi sstofnunar
sem eru jafnframt umsjónaraðilar, en
auglýsingastofan Næst sá um hönnun,
forritun og gerð vefjarins. Höfundar
efnisins eru Björn Valdimarsson,
Margrét Júlía Rafnsdóttir og Sigrún
Helgadóttir.
Umhverfi smennt
Umhverfi smennt er ekki sérstök náms-
grein í grunnskóla heldur þverfaglegur
námsþáttur sem gert er ráð fyrir að sam-
þættist öllum námsgreinum grunnskólans
og í raun öllu skólastarfi frá upphafi
skólagöngu. Í námskrám allra námsgreina
eru markmið sem tengjast umhverfi smennt
en þau eru þó mismörg eftir námsgreinum.
Umhverfi smennt er ákveðið uppeldi
sem á að stuðla að virðingu fyrir öllu
lífi og umhverfi þannig að núlifandi og
komandi kynslóðir hafi þekkingu, vilja
og getu til að takast á við viðfangsefni
sem tengjast umhverfi smálum. Því er
mikilvægt að umhverfi smennt sé ekki
einungis tengd ákveðnum námsgreinum
inni í skólastofunni heldur sé verið að
fást við viðfangsefni umhverfi smenntar
í öllu skólastarfi , í mötuneyti, á göngum,
á skólalóð o.s.frv. Einnig er mikilvægt að
tengja viðfangsefnin daglegu lífi utan
skólans, heimilunum og samfélaginu öllu.
Efnið á heimurinn.is var unnið með þetta
að leiðarljósi.
Umhverfi smennt og heimurinn minn
Á vefnum heimurinn.is er mikill fróðleikur,
nemendur fá tækifæri til að vinna ýmis
verkefni, á vefnum eða á vettvangi, þurfa
að afl a ýmissa upplýsinga og mynda sér
skoðanir á ýmsum málum. Á heimurinn.
is er fjöldi verkefna sem gert er ráð fyrir
að unnin séu utan veggja skólans, verkefni
þar sem nemendur eiga að gera athuganir,
benda á leiðir að úrbótum og hrinda þeim
svo í framkvæmd.
Verkefnin er hægt að tengja útikennslu,
nota í tengslum við þemadaga, ferðalög,
haust- eða vordaga. Í skólum, sem eru með
umhverfi sstefnu eða vinna á einhvern hátt
að umhverfi smálum, er efnið á vefnum
kjörin leið til að auka þekkingu nemenda
og færni til að vinna að umhverfi s-
málum. Í þeim skólum sem taka þátt
í umhverfi sverkefnum, s.s. verkefninu
Skólar á grænni grein, er vefurinn kjörin
leið til að uppfylla markmið verkefnisins
um fræðslu.
Uppbygging efnisins
Vefurinn skiptist í þrjá hluta, yngsta stig,
sem er einkum ætlað nemendum í 1.- 4.
bekk, miðstig, einkum fyrir nemendur
í 5.- 7. bekk, og efsta stig, einkum fyrir
nemendur í 8.-10. bekk. Innan hvers stigs
er mikill fróðleikur og verkefni.
Á vefnum má einnig fi nna
• Fréttir um umhverfi smál. Reglulega eru
settar inn fréttir um það sem er efst á
baugi í umhverfi smálum á máli sem
hentar börnum í grunnskóla.
• Fróðleiksbanki. Ýmis hugtök um
umhverfi smál koma fyrir í efninu og
eru þau útskýrð í fróðleiksbanka. Þegar
hugtakið birtist er yfi rleitt hægt að
smella með músinni á það og er þá farið
beint yfi r í útskýringu í fróðleiksbanka.
• Samskiptatorg. Hér eru verkefni sem
nemendur geta unnið og sent inn gögn
sem fara í sameiginlegan gagnagrunn
á samskiptatorginu. Þeir geta svo borið
saman niðurstöður frá hinum ýmsu
skólum sem einnig hafa sent inn gögn.
• Kennarasíður. Kennarasíðum er ætlað
að vera leiðbeiningar um notkun
efnisins.
Það er von okkar, sem að vefnum stöndum,
að efni hans muni nýtast vel skólum
landsins svo og almenningi.
Margrét Júlía Rafnsdóttir
í grunn- og framhaldsskólum. Og það er
nú svo að það er undantekning á Íslandi
ef tónlistarmenn þurfa ekki að kenna.
Oft þurfa menn að kenna á fl eiri en
eitt hljóðfæri. En það er ekki sjálfgefi ð
að menn geti kennt þótt þeir spili á
hljóðfæri. Kennslufræði er mikilvæg. Í
Listaháskólanum er auðvitað talað mikið
um listamenn og skólinn vill fyrst og
fremst búa þá til. Kennarar virðast ekki
vera listamenn en listamenn eru kennarar!
Það þarf ekki að læra það sérstaklega
að kenna. En þetta er alrangt. Það er
ekkert samasemmerki á milli þess að vera
listamaður og að geta kennt. Að sumu
leyti má segja að það sem geri fólk að
góðum listamönnum eða kennurum verði
hvorki kennt né lært. Þetta sé hæfi leiki,
náðargáfa. Ef þetta er rétt verður líka að
segja að hæfi leikar, hverjir sem þeir eru
og á hvaða sviði, duga skammt ef þeir
eru ekki ræktaðir og þjálfaðir. Að þessu
leyti er enginn munur á listamönnum og
kennurum. Auðvitað þarf hæfi leika en
Nýr námsvefur í umhverfismennt
Margrét Júlía Rafnsdóttir
líka langa og stranga menntun, þjálfun og
elju.
Kennsla er ekki neyðarbrauð. Kennsla
er að mínu mati list og þess vegna ekki
eitthvað annars fl okks. Margir eru svo
lánsamir að hafa kynnst kennurum sem
réttnefndir eru listamenn sem slíkir. Slík
lífsreynsla breytir mönnum varanlega.
Allir kennarar hljóta að vilja vera þannig
listamenn,“ segir Jón Hrólfur að lokum.
keg
TÓNLIST OG MENNTUN
Lj
ós
m
yn
d
fr
á
hö
fu
nd
i