Skólavarðan - 01.02.2006, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.02.2006, Blaðsíða 16
16 LAUN LEIKSKÓLAKENNARA SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006 Þegar þetta er skrifað hefur tæpur fimmtungur leikskólakennara í leiks- kólum Reykjavíkur sagt upp störfum. Þolinmæði þeirra er á þrotum. Jafnmjög og menn fagna hækkun lægstu launa sker í augu að til lægstu launa skuli nú teljast laun sérmenntaðs fólks með þriggja ára kennaranám að baki. Þótt við þekkjum söguna er ekki úr vegi að rifja upp helstu málsatvik: • Þann 4. desember 2005 eru undirritaðir samningar borgarinnar við Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar og Eflingu - stéttarfélag. • Félag leikskólakennara skoðar samn- inginn og sér að miklar upphafshækkanir færa laun réttindalausra starfsmanna í leikskólum yfir laun leikskólakennara. Allir réttindalausir með háskólamenntun – af hvaða toga sem er – fara yfir leikskólakennara í launum og allir réttindalausir deildarstjórar, burtséð frá menntun, fara yfir deildarstjóra með leikskólakennaramenntun. Í samanburði er ávallt tekið mið af jafnaldra fólki í sama starfi með jafnlangan starfsaldur. „Við trúðum ekki okkar eigin augum,“ sagði Björg Bjarnadóttir formaður FL af þessu tilefni. • Þann 7. desember sendir FL stjórn Launanefndar sveitarfélaga (LN) erindi þar sem óskað er eftir viðræðum um leiðréttingu á launum leikskóla- kennara á grundvelli bókunar I sem er svohljóðandi: „Samningsaðilar skulu fylgjast með innleiðingu hæfnis- launakerfis í samningum hjá öðrum starfsmönnum í leikskólum en þeim sem taka laun samkvæmt samningi þessum og sinna sambærilegum störf- um og leikskólakennarar. Leiði slíkt kerfi til almennra innbyrðis breytinga í launasetningu þessara starfa m.v. það sem samningur þessi byggir á skal samstarfsnefnd FL og LN taka málið til umfjöllunar og semja um fyrirkomulag sem felur í sér að grunnforsendur launaviðmiðunar þessa samnings raskist ekki. Í því sambandi skal tekið tillit til óformlegs hæfnislaunakerfis sem tíðkast í sumum leikskólum.“ Tilgangur bókunarinnar var að koma í veg fyrir að innleiðing hæfnislauna hefði í för með sér að laun réttindalausra færu yfir laun leikskólakennara. „Enginn reiknaði með að það gerðist með prósentuhækkunum á grunnlaun“, segir Björg Bjarnadóttir. „Fulltrúi Reykjavíkurborgar í samninga- nefnd LN sannfærði bæði samninga- nefnd FL og samherja sína um að það væri óhugsandi og því trúðum við.“ Bókun I var því gerð til að koma í veg fyrir ósamræmi sem gæti skapast. Eins og FL hefur bent á veitir hún svigrúm til túlkunar sem innlimar stöðuna eins og hún er nú ef vilji er fyrir hendi. Þá er ljóst að borgin sveigir til gildistíma samninga ef svo ber undir samanber afturvirkni samninganna við Starfsmannafélagið og Eflingu. Það eru því engin rök sem mæla gegn því að leiðrétta laun leikskólakennara í Reykjavík. • Um leið og er erindið er sent LN óskar FL eftir fundi með Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra og Stefáni Jóni Hafstein formanni menntaráðs. „Við vildum hitta þau strax,“ segir Björg Bjarnadóttir aðspurð um þann fund, „til að geta áttað okkur betur á því hvað þetta þýddi. En borgarstjóri vildi ekki hitta okkur fyrr en búið væri að samþykkja samningana í félögunum og borgarráði. Við héldum því ekki þann fund fyrr en 19. desember en Stefán Jón hafði gefið sér tíma til að ræða við okkur fyrr. Þegar fundur með borgarstjóra er haldinn er komin upp mikil ólga í okkar röðum, enda vorum við þá búin að senda út trúnaðarmannabréf sem skýrði hvað þetta fól í sér og fjölmiðlar komnir í málið.“ Á þessum fundi lýsti borgarstjóri því yfir að hún vildi hitta talsmenn FL aftur fyrir áramót til að frétta frá þeim hvernig samstarfsnefndin tæki á málinu. „Þetta var strax á þessum tímapunkti orðinn hálfgerður skrípaleikur,“ segir Björg. • Á sama tíma gerist það að stjórn LN tekur erindi FL fyrir og vísar því til samstarfsnefndar FL og LN. Þetta skilur FL svo að samstarfsnefnd sé ætlað að taka á málinu en raunin varð önnur. • Reykjavíkurdeild Félags leikskólakennara kemur saman á fjölmennum fundi 14. desember og sendir fundurinn frá sér ályktun þar sem segir meðal annars: „Leikskólakennarar fagna kjarabótum annarra starfsmanna leikskóla en sætta sig ekki við að leikskólakennarar hafi lægri laun en réttindalausir starfsmenn og krefjast launa í samræmi við menntun sína og mikilvægi starfsins. Fundurinn skorar á Launanefnd sveitarfélaga að taka strax til endurskoðunar kjara- samning leikskólakennara. Ella blasi við að leikskólakennarar í Reykjavík grípi til örþrifaráða og segi upp störfum.“ • Fundur í samstarfsnefnd er haldinn 19. Björg Bjarnadóttir segir það velta á útspili stjórnar Launanefndar sveitarfélaga hvort friður komist á í leikskólum og hrina uppsagna stöðvist. Uppsögnum fjölgar stöðugt Kjör leikskólakennara í deiglunni Ljósmynd: keg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.