Skólavarðan - 01.02.2006, Page 21
21
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006
því ekki sem skyldi þar sem nemendur
eiga í erfi ðleikum með að heyra til
kennarans, ekki síst í bakgrunnshávaða
og of mikilli fjarlægð. Auk þess hefur
rannsókn (5) sýnt að skemmdar raddir
fara í taugarnar á áheyrendum og þeir
dæma persónuna leiðinlega ef röddin
hugnast þeim ekki. Ef börn þola ekki
röddina í kennara sínum gæti það sem
best orðið að agavandamáli.
• Rúmlega helmingur kennara hafði
áhyggjur af því að nemendur heyrðu
ekki til þeirra.
• Þriðjungi fannst röddin ekki duga í
hávaða.
• 70% hópsins höfðu aldrei reykt. Það
bendir því margt til að misnotkun á
rödd sé höfuðorsök vandans hjá þeim
sem svöruðu.
• Um þriðjungi kennaranna fannst
kennsla verulega streituvekjandi en slíkt
er talið geta leitt til raddveilna. Þetta
minnir á niðurstöður úr enskri rannsókn
(6) þar sem 20% kennara fannst kennsla
vera mjög streituvekjandi.
Í þessari rannsókn fundu fl eiri konur
en karlar fyrir einkennum. Kvenfólki er
hættara við raddveilum en karlmönnum
þar sem raddbönd kvenna eru helmingi
styttri en karla og verða því fyrir helmingi
meira álagi.
Ekki fannst marktækur munur á
einkennum kvenna eftir árafjölda
í kennslu sem gæti bent til þess að
óþægindaeinkennin komi fram snemma
á kennsluferlinum. Ekki fannst samband
hjá körlum milli lengdar á vinnutíma og
þess hvort raddmeinaeinkenni voru mikil
eða lítil.
Niðurstöður gáfu til kynna að eldri
íþróttakennarar fi nna meira fyrir ein-
kennum en þeir yngri. Ekki var þó hægt
að fi nna samband milli árafjölda í
kennslu og einkenna. Hins vegar er þekkt
að eldri kennarar kvarta meir undan
óþægindaeinkennum tengdum rödd en
yngri kennarar. Miðað við svör kennaranna
virðast einkennin fylgja vinnutíma. Yfi r
sumartímann fundu aðeins 6% kennaranna
fyrir óþægindaeinkennum tengdum rödd
en 58% fundu fyrir þeim í kennslu.
Heyrn
Eitt af því sem vekur athygli í niður-
stöðunum er að um fjórðungur kennara-
hópsins hefur leitað til sérfræðinga vegna
heyrnarvandamála; 12% sögðust vera með
heyrnardeyfu, 3% tóku sérstaklega fram
að þau hefðu áhyggjur af heyrninni og
hún væri farin að dala. Við spurningunni
um hvort þeir hefðu unnið í hávaða tók
51 (41%) kennari fram að þeir hefðu
unnið í hávaða við íþróttakennslu. Það
leiðir hugann að því hvort starfi ð sem
slíkt geti verið áhætta fyrir heyrn og/eða
sú tómstundaiðja sem íþróttakennarar
stunda í miklum hávaða. Þetta er vert að
athuga betur.
Umræða
Það hefur sýnt sig að markviss raddþjálfun
og fræðsla um rödd og raddbeitingu
gefur röddinni meiri styrk og fækkar
veikindadögum (7,8,9). Enn sem komið er
hefur slík fræðsla ekki náð að verða fastur
ófrávíkjanlegur liður í námi kennara,
trúlega vegna almenns þekkingarleysis
á rödd. Sú raddþjálfun sem kennarar
hafa fengið hefur því aðallega verið í
gegnum söng. Af svörunum mátti sjá
að einungis 15% íþróttakennara höfðu
fengið raddþjálfun, til dæmis í söngnámi.
Kennararnir voru spurðir um eigið álit
á rödd. Þeir virtust allir meðvitaðir um
raddeiginleika sína. Hins vegar töldu
40% eða 48 einstaklingar sig vera með
sterka rödd sem bærist vel til nemenda.
Þarna þarf að staldra við því að enginn
getur sagt til um hvernig röddin berst til
annarra. Tvennt kemur til. Í fyrsta lagi
þarf einstaklingurinn að standa fyrir utan
eigin líkama til þess að geta dæmt um slíkt
vegna þess að við getum einungis fundið
hvernig röddin hljómar í eigin höfði. Í öðru
lagi hefur hljómburður áhrif á hvernig
röddin berst innan húss. Raddir berast
misvel um húsnæði vegna þess að þær
eru einungis hljóð sem endurvarpast um
húsakynnin. Þannig getur styrkur og tíðni
í rödd einstaklings borist betur í einhverju
tilteknu húsnæði heldur en styrkur og
tíðni í rödd einhvers annars. Það er líka
athyglisvert að komið hefur fram í breskri
rannsókn að bjartar kvennaraddir virðast
drukkna í klið frá nemendum (10).
Einu má ekki gleyma en það er
persónuleiki kennarans. Njóti hann
virðingar nemenda hlusta þeir betur.
Fjórðungur hópsins
taldi upp atriði
sem óneitanlega
teljast raddmein,
eins og raddbrestur,
kökktilfi nning og
raddþreyta. Aðeins
11% höfðu farið til
talmeinafræðings.
Má ætla að tvennt
hafi komið til. Annars
vegar hafi læknar
ekki vísað þeim
áfram til talkennara
og/eða þeir hafi
sjálfi r ekki farið og
leitað sér hjálpar.
28% eða 35 manns
voru hætt störfum
sem íþróttakennarar.
Fimmtungur tók fram
að of mikið álag fylgdi
íþróttakennslunni, þau vildu hætta vegna
þess eða voru þegar hætt.
Notkun magnarakerfi s
Rannsóknir hafa sýnt fram á að
magnarakerfi í almennri kennslu hlífi r
rödd kennarans og nemendur heyra
mun betur til hans (11). Almenn notkun
magnarakerfi s í kennslu er ekki enn við
lýði. Trúlega má fyrst og fremst kenna
um ofmati á eigin rödd, þekkingarleysi
á burðargetu raddar, þekkingarleysi
á hlustunargetu barna og vanmati á
kringumstæðum. Meirihluti kennara
vildi fá magnarakerfi i íþróttasali sem er
mjög jákvætt en mun færri vildu nota
magnarakerfi í almennum kennslustofum.
Þar er þó full þörf á notkun magnarakerfi s
eins og rannsóknir um hlustunargetu og
slæma raddheilsu kennara bera vott um
(11). Enn á ný má kenna um ofmati á eigin
rödd sem heyrist
vel í eigin höfði
en lýtur lögmáli
hljóðs sem dofnar
með fjarlægð og
drukknar í hávaða.
Lokaorð
Svarhlutfall var
aðeins fi mmtungur
og því ber að hafa
vissan vara á þessum
niðurstöðun. Til
dæmis má spyrja sig
þeirrar spurningar
hvort það voru
frekar þeir óánægðu
sem svöruðu
en hinir. Á hinn
bóginn ber þessum
niðurstöðum saman
við niðurstöður
sem fengust úr forrannsókn á Akureyri
þar sem allir íþróttakennararnir tóku
þátt. Þeim ber líka saman við niðurstöður
sem fengust í samanburðarrannsókn
skólastjóra og íþróttakennara en í þeirri
könnun var 86% svarhlutfall. Að lokum
eru niðurstöðurnar sambærilegar við
þær sem fi nnast í erlendum rannsóknum
(12,13,14). Samkvæmt því er ljóst að
Rannsókn á raddheilsu íþróttakennara
Fjórðungur leitar til læknis út af raddvandamálum
Það er vitað að þessi hópur
kennara vinnur við einna
verstu aðstæður sem
kennarar búa við á sínum
kennsluvettvangi. Má þar
benda á stóra glymjandi sali,
úti- og innisundlaugar með
mishita og klóruppgufun,
mikinn bakgrunnshávaða
sem kennslan skapar, mikla
fjarlægð til einstakra nemenda
og mikil hlaup um salinn til að
fylgja kennslunni eftir.
RADDHEILSA ÍÞRÓTTAKENNARA