Skólavarðan - 01.02.2006, Page 26
26
SKÓLAÞRÓUN
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006
Þann 1. mars nk. verður haldin á
vegum Menntasviðs Reykjavíkur-
borgar ráðstefnan SKÓLI Á NÝRRI ÖLD:
Einstaklingsmiðað nám - fræðin í fram-
kvæmd. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni
verður Carol Ann Tomlinson prófessor í
menntunarfræðum við Virgíníuháskóla.
Fyrirlestur sinn nefnir hún Differenti-
ated Instruction: What is it? Why does
it matter? How does it look? Þar mun
hún fjalla um hver séu lykilatriðin í ein-
staklingsmiðuðu skólastarfi.
Svo sem kunnugt er hefur á undanförnum
árum verið mikil vakning meðal skóla-
manna hér á landi að þróa skólastarf í átt til
einstaklingsmiðunar. Því til undirbúnings
hafa verið haldin fjölmörg námskeið þar
sem oftar en ekki hefur verið stuðst við
hugmyndir Carol Ann Tomlinson, enda
eru þær sérlega áhugaverðar fyrir þá
sem vilja kynna sér einstaklingsmiðaða
kennsluhætti. Í bókum sínum og greinum
byggir hún á langri kennslureynslu, auk
þess að hafa verið sérkennsluráðgjafi,
en hún hefur hvort tveggja lagt sig eftir
kennslu nemenda með námsörðugleika
sem og bráðgerra barna. Þess má geta
að árið 1974 var Tomlinson valin kennari
ársins í Virginíu.
Kjarninn í kenningum Tomlinson
Tomlinson skilgreinir einstaklingsmiðun
(differentiation) einfaldlega sem markvissa
viðleitni kennarans til að bregðast við
einstaklingsbundnum þörfum nemenda
eða nemendahóps fremur en að kenna
heilum bekk eins og allir nemendur séu í
grundvallaratriðum eins.
Lykilatriði í hugmyndum Tomlinson um
einstaklingsmiðun:
Að mati hennar eru ákveðin lykilatriði
sem þarf að taka mið af til að auðvelda
vinnu kennarans og auka árangur
nemandans:
• Einstaklingsmiðuð kennsla þarf að vera
sveigjanleg. Námsmarkmið þurfa að
vera vel skilgreind og skýr. Kennslu- og
námsaðferðir eru aðeins verkfæri sem
hægt er að nota á ýmsa vegu til að
stuðla að árangri.
• Einstaklingsmiðuð kennsla á rætur sínar
að rekja til árangursríks og stöðugs mats
á námsþörfum nemandans. Kennslan
verður árangursríkust ef kennarar
þekkja námsþarfir nemenda og áhuga-
svið. Allar upplýsingar um nemandann
eru nýttar til að skipuleggja árangursríka
kennslu fyrir hann.
• Sveigjanleg hópaskipting hjálpar til við
að tryggja að nemendur hafi fjölbreytt
námstækifæri og vinnuaðstæður.
Kennarinn skipuleggur síbreytilega
námstilhögun þar sem hann nýtir kosti
þess að kenna öllum í einu, kenna í
smærri hópum og einstaklingslega.
• Námstilhögun og vinnulag á stöðugt að
vera við hæfi allra nemenda. Þessi mikil-
væga meginregla felur í sér að nemendur
takist á við verkefni sem þeir ráða við
og vekja áhuga. Einstaklingsmiðun gerir
ekki ráð fyrir mismunandi verkefnum
fyrir sérhvern nemanda heldur nægi-
legum sveigjanleika til að mæta ólíkum
nemendum með misjafnar þarfir.
• Nemendur og kennarar eru samherjar
í námi. Í einstaklingsmiðuðu náms-
umhverfi rannsaka kennarar nemendur
sína og hafa þá stöðugt með í ráðum
um námið og kennsluna. Árangurinn
af þessu verður sá að nemendur verða
sjálfstæðari námsmenn.
Undirstöðuatriði við
einstaklingsmiðun námsefnis
• Inntak. Kennari getur einstaklingsmiðað
inntak náms. Inntak samanstendur af
þekkingaratriðum, færni og viðhorfum
sem tengjast viðfangsefninu sem og
af því námsefni sem kemur þessum
atriðum til skila.
• Ferli og framkvæmd. Kennari getur
einstaklingsmiðað námsferlið og
framkvæmdina með því til dæmis að
bjóða upp á fjölbreytt val sem byggist
á misþungum verkefnum og ólíkum
aðferðum við að fást við viðfangsefnin.
• Afrakstur náms. Kennari getur ein-
staklingamiðað afrakstur náms, þ.e. þær
aðferðir sem nemendur nota til þess að
sýna fram á hvað þeir hafa lært.
Einkenni nemenda sem
kennari getur tekið mið af
Að minnsta kost þrennt í fari nemenda
hvetur kennara til þess að hafa fjölbreytni
í kennsluháttum.
• Námsgrunnur. Að nota einstaklings-
miðun sem svar við ólíkum námsgrunni
nemenda er gert með því að kennarinn
hafi í boði námsval sem byggist á
misjöfnum þyngdarstigum.
• Áhugi. Kennari tengir námsmarkmið við
þá iðju sem vekur áhuga nemenda.
• Námsnið. Í einstaklingsmiðun sem nýtt
er til þess að bregðast við misjöfnu
námsniði nemenda tekur kennarinn
mið af námsaðferðum, hæfileikum
nemenda og greind.
Eins og sjá má er hægt að viðhafa ein-
staklingsmiðun út frá inntaki, framkvæmd
og afrakstri og innan þessara þriggja þátta
er hægt að einstaklingsmiða með hliðsjón
af námsgrunni nemandans, áhuga hans
og námsniði.
Bækur Carol Ann Tomlinson
Carol Ann Tomlinson kennir einstaklings-
miðað nám við “differentiation” og
heita bækur hennar flestar nöfnum þar
sem þetta hugtak kemur við sögu. Það
eru bandarísku skólaþróunarsamtökin
ASCD sem gefa út bækur hennar en auk
þeirra hefur hún skrifað fjöldann allan af
tímaritsgreinum um hugmyndir sínar.
Hér á eftir fer örstutt umfjöllun um
fjórar þeirra sem okkur sýnist að hafi vakið
mesta athygli:
• Fyrsta bók Tomlinson sem verulega
athygli vakti var How to Differentiate
Instruction in Mixed-Ability Classrooms
sem var endurútgefin 1995 og aftur
2001. Þessi bók er hugsuð sem
leiðsagnarrit fyrir kennara sem vilja
bæta kennslu sína. Hún tekur á því
að nemendur eru ólíkir, sprottnir úr
ólíkum menningarheimum og hafa
ólíkan bakgrunn, áhuga og getu, og
því standi kennarar frammi fyrir þeirri
áskorun að sníða kennsluna að öllum
nemendunum sem eru í skólastofunni.
Bókin leggur til hagnýta leiðsögn við að
taka á fjölbreyttum þörfum nemenda í
getublönduðum námshópum.
• Árið 1999 gaf Tomlinson svo út
bókina The Differentiated Classroom;
Responding to the Needs of All
Learners, þar sem hún þróar áfram
hugmyndir sínar um einstaklingsmiðun
og leggur til grundvallar hugmyndum
sínum nýjustu rannsóknir um nám
og kennslu. Hún leggur þó til mun
meira en kenningar þar sem bókin er
full af raunverulegum dæmum um
einstaklingsmiðaða kennslu sem byggð
er á áratuga reynslu höfundar af þessum
kennsluháttum. Þá veitir bókin leiðsögn
um það hvernig má, smáum skrefum,
stíga í átt að stærri breytingum þar til
einstaklingsmiðun verður sjálfsagður
hluti af námsumhverfi.
• Í samvinnu við Susan Demirsky Allan
skrifaði Tomlinson bókina Leadership
Einstaklingsmiðað nám
kenningar Carol Ann Tomlinson
eftir Sif Vígþórsdóttur og Valdimar Helgason
Lj
ós
m
yn
di
r
fr
á
hö
fu
nd
um