Skólavarðan - 01.02.2006, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.02.2006, Blaðsíða 29
29 Ástæða þess að ég skrifa þessa grein og kalla hana fjöldauppeldi eru hugrenningar mínar síðan ég hóf störf á Heilsuleikskólanum Urðar- hóli um áramótin 2000-2001. Eru leikskólabyggingar nútímans börn- um og kennurum í hag? Eflaust eru þær rekstraraðilanum í hag, annars væru þær ekki byggðar í þessu formi. Ég held nú samt að það ætti að snúa vörn í sókn og taka upp barnvænlegri byggingarform leikskóla og athuga hvort kennarnir stöldruðu ekki aðeins lengur við á hverjum stað. Eitt af mínum verknámstímabilum var á leikskóla. Þar var ég átján ára unglingurinn, sem aldrei hafði stigið fæti mínum inn á leikskóla, ásamt leikskólakennaranum með 20 þriggja til fjögurra ára börn í einni stofu og ágætis fataherbergi. Þetta gekk alveg ágætlega. Börnin mættu frísk og fjörug til að leika sér. Eftir að ég útskrifaðist vann ég á dag- heimilisdeild með 20 þriggja til fjögurra ára börn.Við höfðum tvö stór herbergi, föndurherbergi, fataherbergi sem er eins stórt og fataherbergið í Urðarhóli sem tekur á móti 54 börnum á degi hverjum og svo gátum við sent fjögur börn í sal. Þetta gekk líka prýðilega. Á Kópasteini vann ég svo í níu ár með tveggja til sex ára börn, 18 að tölu. Við vorum þrjár en í minningunni vorum við meira og minna tvær vegna vaktaskipulags. Þetta var aldeilis dásamlegur tími. Ég verð að nefna árin á skóladag- heimilinu Skólagerði. Þau voru svo flott og góð að rekstraraðilinn sá sér engan veginn fært að halda lengur opnum skóladagheimilum hjá Kópavogsbæ heldur opna heilsdagsskóla. Og ég verð að spyrja: Fer kannski fram fjöldauppeldi í dægradvölum grunnskólanna? Í hjarta mínu hef ég alla tíð verið á móti þessum opnu skólabyggingum en þegar ég fékk tilboð um deildarstjórastarf á eldri deild í nýjum skóla þá sló ég til, meðal annars til að staðfesta eða láta af skoðun minni á opnum byggingum. Ég varð að prófa. Í inngangi að Aðalnámskrá leikskóla segir: “Leikskólinn er fyrsta skólastigið og lengi býr að fyrstu gerð. Með nýrri aðalnámskrá fyrir leikskóla, hinni fyrstu sem gefin er út á Íslandi, er umhyggjan fyrir barninu höfð að leiðarljósi.” Við vitum öll sem störfum á leikskólum að eftir fremsta megni er farið eftir námskrá en mér finnst erfitt að halda leiðarljósinu logandi í stóra opna leikskólanum mínum með hátt til lofts og vítt til veggja. Öll vitum við að börn hafa ekkert breyst, þau fæðast flest með tíu tær og tíu fingur tilbúin til að taka þátt í samfélagi fólks sem vill það besta fyrir sig og sína. En aðstæður barna hafa breyst, flest okkar teljum við til hins betra. Ég spyr hins vegar: Eru aðstæður barna góðar nú á dögum? Er gott fyrir barn, eins og hálfs árs til tveggja og hálfs árs, að vera á leikskóla þar sem það þarf að umgangast 41 barn og 8-12 fullorðna á dag? Er gott fyrir þriggja til fimm ára barn að vera á leikskóla þar sem það þarf að um- gangast 53 önnur börn og 8-12 fullorðna á dag? Hvað getur lítið barn verið í stórum hópi til þess að mynda eðlileg tengsl og finna til öryggis í umhverfi sínu? Er gott fyrir barn í grunnskóla að vera í svo fjölmennum bekk að kennarinn hafi aðeins tíu mínútur á dag til þess að tala við það? Það er mikið álag fyrir fjölskyldur þegar báðir foreldrar vinna fullan vinnudag. Þurfa að fara í ræktina til þess að útlitið sé nú í lagi, á námskeið til að halda sér við í örri þróun tækniheimsins, vera í kvöld- eða fjarnámi til þess að ná sér í gráðu til að komast ofar í pýramída fyrirtækisins og kaupa síðan öll heimsins gæði á 100% láni. Því eins og við heyrum svo oft “fæst undirstaðan að góðu heimili í Húsasmiðjunni”. Eitthvað verður útundan. Eru það foreldrar á hlaupum með nagandi samviskubit? Eru það foreldrar sem eru hræddir við börnin sín og þora ekki að ala þau upp? Eru það foreldrar sem kaupa sér frið fyrir samviskubitinu sem leiðir til enn meira samviskubits? Nei, það er barnið sem verður útundan, því ofdekur telst líka vera vanræksla. Ég vil kenna breyttum aðstæðum fjölskyldunnar um óöryggi og ört vaxandi hegðunarvandamál barna og unglinga. Börn, unglingar og fullorðið fólk er teygt og togað og veit ekkert í hvorn fótinn það á að stíga. Ég vil kenna rekstraraðilum leik- og grunnskóla um ástandið á börnum innan skólakerfisins. Börnum er ætlað að vera í alltof stórum hópum og kennurum er alls ekki gert kleift að sinna störfum sínum sem skyldi. Eftir stendur nagandi samviskubit for- eldra og misskilningur á störfum kennara. Í Morgunblaðinu 14. ágúst 2005 er viðtal við Ínu Marteinsdóttir geðlækni sem lagt hefur stund á rannsóknir á heila. Hún vill aðgerðir í málefnum yngstu þjóðfélagsþegnanna og þeirra elstu. Í lok viðtalsins segir hún: “Mig langar að bæta örlitlu við varðandi þroska heilans og umhverfi lítilla barna. Við megum ekki gleyma því að það er í bernskunni sem við leggjum grunninn að framtíðar heilsu okkar og velferð. Í Svíþjóð hafa verið gerðar rannsóknir á hávaða- mengun í stórum barnahópum á leikskóla. Hávaðinn reyndist þó nokkuð meiri en við þolum. Hvað varðar andlegan þroska er til rannsókn sem sýnir að börnum undir þriggja ára aldri er hæfilegt að hafa fjögur önnur börn í kringum sig og 4-5 ára börn þola ekki fleiri en átta börn. Það er spurning hvaða áhrif allt þetta áreiti sem við búum börnum okkar hefur á starfsemi heilans. Og þetta er sá tími sem heili barnsins þroskast hvað mest, bæði vitrænt og andlega. Það væri því æskilegt að hafa færri börn í hverjum hópi.” Það verður að gera foreldrum kleift að sinna hlutverki sínu sómasamlega svo að barnið geti notið þeirrar fræðslu og nýtt alla möguleikana sem skólakerfið á að hafa upp á að bjóða. Það verður einnig að gera kennurum kleift að sinna störfum sínum þannig að bæði barnið og kennarinn séu sátt. Skoðun mín hefur fengið staðfestingu. Mér finnst við stunda fjöldauppeldi. Mér finnst alltof mörg börn í alltof opnu rými. Það er svo erfitt að finna næði og vera í friði. Mörg börn í skólanum okkar ráða illa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á. Þeim tekst illa að festa hugann við verkefnin sín. Stundum finnst mér eins og við séum með fé í rétt, hundurinn geltir stöðugt en hópurinn lætur ekki að stjórn. Einn laugardag í haust sat ég heima og hlustaði á þátt á Rás 1. Ég varð mjög slegin því ég kannaðist við svo margt sem þar var SMIÐSHÖGGIÐ SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 6. ÁRG. 2006 Fjöldauppeldi Ásdís Ólafsdóttir Lj ós m yn da ri: B irt e H ar ks en Ég vil kenna breyttum aðstæðum fjölskyldunnar um óöryggi og ört vaxandi hegðunarvandamál barna og unglinga. Börn, unglingar og fullorðið fólk er teygt og togað og veit ekkert í hvorn fótinn það á að stíga. Ég vil kenna rekstraraðilum leik- og grunnskóla um ástandið á börnum innan skólakerf isins. Börnum er ætlað að vera í alltof stórum hópum og kennurum er alls ekki gert kleift að sinna störfum sínum sem skyldi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.