Skólavarðan - 01.08.2007, Síða 3

Skólavarðan - 01.08.2007, Síða 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 Formaður og varaformaður KÍ og formenn aðildarfélaga KÍ skiptast á um að skrifa formannspistla í Skólavörðuna. Félögin á bak við formannspistlana eru: Félag framhaldsskólakennara (FF), Félag grunnskólakennara (FG), Félag leikskólakennara (FL), Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félag tónlistarskólakennara (FT), Skólastjórafélag Íslands (SÍ). Á Íslandi er gott að búa. Þetta er fullyrðing sem oft heyrist og erfitt er að hrekja. Þó að ýmislegt megi betur fara hafa flestir það gott. Við erum laus við stríð og hörmungar, atvinna er næg, mengun í lágmarki, umhverfið er margbrotið, náttúran að mestu ósnortin, mikið landrými, hreint loft og nóg af vatni og öðrum nauðsynjum sem manneskjan þarf í daglegu lífi. Síðast en ekki síst höfum við gott heilbrigðiskerfi og frábæra skóla. Það er gjarnan sagt að maður þurfi að fara að heiman og kynnast aðstæðum og lífsmáta annarra, jafnvel á framandi slóðum, til að kunna að meta nærumhverfið og vera ánægður með sitt. Þessa tilfinningu fann ég ásamt fleiri fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands sem áttu þess kost að sitja þing alheimssamtaka kennara (Education International – EI) sem haldið var í Berlín dagana 21. - 26. júlí sl. Á þinginu voru 1600 þátttakendur frá 160 þjóðlöndum en samtökunum tilheyra um 30 miljónir kennara. Auk þess var fjöldinn allur af starfsfólki sem sá um að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Það var gaman að fylgjast með mannfólkinu og klæðaburðinum. Þarna upplifði maður fjölbreytileika mannlífsins í hnotskurn. Það var áhrifamikið að finna samkenndina í hópnum, en hann á umfram annað sameiginlegt „að bera umhyggju fyrir börnum, lýðræði og réttinum á góðri almennri menntun fyrir alla” en þannig komst Tulas Nxesi forseti samtakanna að orði í setningarræðu sinni. „Hversdagshetjur” sem þjóðfélagið treystir fyrir sínum dýrmætasta auði – börnunum, kallaði Horst Köhler forseti Hugleiðingar eftir heimsþing kennara Þýskalands kennara, en hann flutti ávarp ásamt mörgum öðrum á setningarathöfninni. Þema þingsins, sem var „Educators – Joining Together for Quality Education and Social Justice”, endurspeglaðist í umræðum og stefnumörkun. Samþykktar voru fjölmargar ályktanir, en því miður er ástandið þannig víða í heiminum að margar þeirra fólu í sér mótmæli gegn morðum og hörmungum, mannréttindabrotum og misrétti sem kennarar og börn mega víða þola. Nefna má sem dæmi fangelsisvist fyrir það eitt að taka þátt í starfsemi stéttarfélaga og að berjast fyrir því sem okkur finnst sjálfsögð réttindi allra. Sérstaklega var rætt um slæmt ástand í Kólumbíu, Írak, Filippseyjum, Eþíópíu, Perú og Mexíkó. Sagt var frá kennurum sem skráðir voru á þingið en komu ekki vegna þess að þeir höfðu verið handteknir og fangelsaðir eða verið saknað vikum saman og ekki vitað um afdrif þeirra. Við slíkar frásagnir fyllist maður reiði, vanþóknun og sorg yfir óréttlætinu og mannvonskunni sem ríkir víða í heiminum. Um leið hugsar maður heim og finnur fyrir þakklæti fyrir það samfélag og þær aðstæður sem íslenskir kennarar og börn búa við. Okkar vandamál verða vægast sagt hversdagsleg í saman- burði við margt sem þarna kom fram, lúxusvandamál eins og einn í hópnum kallaði þau. Þar með er ekki sagt að hvergi þurfi að taka til hendi – þvert á móti. Ein ríkasta þjóð í heimi hefur alla burði til að skapa kennurum og nemendum á öllum skólastigum enn betri starfsaðstæður og kjör en nú eru í boði. Björg Bjarnadóttir Það er gjarnan sagt að maður þurfi að fara að heiman og kynnast aðstæðum og lífsmáta annarra, jafnvel á framandi slóðum, til að kunna að meta nærumhverfið og vera ánægður með sitt. Þessa tilfinningu fann ég ásamt fleiri fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands sem áttu þess kost að sitja þing alheimssamtaka kennara sem haldið var í Berlín dagana 21. - 26. júlí sl. Heima er best Björg Bjarnadóttir formaður FL Lj ó sm y n d : k e g

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.