Skólavarðan - 01.08.2007, Page 4

Skólavarðan - 01.08.2007, Page 4
4 LEIÐARI EFNISYFIRLIT SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 Forsíðumynd: Check Point Charlie. Ólafur Loftsson tók myndina á heimsþingi kennara í Berlín. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Heima er best – hugleiðingar eftir heimsþing kennara 3 Formannpistill eftir Björgu Bjarnadóttur Boot camp í menntakerfinu? 4 Leiðari Hástemmdur fagurgali um menntun 5 Gestaskrif eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Íslenskir tónlistarskólar fyrirmynd annarra þjóða að mörgu leyti 7 Íslensk menntun, menntastefna og –framkvæmd, 3. grein Við upphaf skólagöngu 12 Fræðsla fyrir foreldra sex ára barna Góð menntun og félagslegt réttlæti 14 Tíu fulltrúar frá KÍ sátu fimmta heimsþing kennara í Berlín þar sem baráttufólk úr hópi kennara var heiðrað og samþykktar verkefnaáætlanir gegn hvers kyns útilokun frá menntun. Upplýsingar sem fram komu á þinginu um mismunun og mannréttindabrot gegn kennurum og nemendur höfðu mikil áhirf á þátttakendur Námsgagnavefurinn Katla: Ég vil læra íslensku 20 Anna Guðrún Júlíusdóttir og Sigríður Ólafsdóttir hafa þróað Kötluvefinn undanfarin fjögur ár og skólar geta keypt áskrift að öllu fræðslu- og námsefninu sem þar er að finna. Þar ber hæst námsefnið Ég vil læra íslensku en það er ætlað ungum byrjendum í íslenskunámi sem eru nýfluttir til landsins Gerum handverki hátt undir höfði 24 Norrænt heimilisiðnaðarþing verður haldið í Reykjavík 26.-30 september Fréttir og tilkynningar 26 Aukin stýring að ofan og oftrú á mælingum 29 var meðal þess sem rætt var á stjórnarfundi Norrænu kennarasamtakanna NLS í júní. Elna Katrín Jónsdóttir segir frá þinginu og rekur Smiðshöggið á blaðið Formenn svæðafélaga í FG funda - getraun 30 Baráttan gegn niðurskurði til menntamála er eitt af forgangs- verkefnum Thulas Nxesi forseta alheimssamtaka kennara (Education International) og vísbendingar eru um að sífellt gangi verr að halda í horfinu með fjármögnun skólakerfisins, hvað þá að meiri fjármunum sé varið til menntamála en áður. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga kemur fram að Námsmatsstofnun býr við mikinn hallarekstur, uppsafnaður halli stofnunarinnar er 77 miljónir króna. Ríkisendurskoðun segir ástæður þessa fyrst og fremst of naumar fjárveitingar ríkisins. Um þessar mundir hverfa kennarar unnvörpum til annarra starfa vegna hærri launa sem þar bjóðast og minna álags. Aðhald og eftirlit eykst á öllum skólastigum. Framhaldsskólar og háskólar Boot camp í menntakerfinu Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið leita nýrra leiða til að rétta af reksturinn með því til dæmis að bjóða nýjar námsleiðir með meiri kostnaðarþátttöku nemenda og auka sjálfsnám og fjarnám nemenda til að draga úr þörf fyrir mannafla, húsa- og tækjakost. Ríkisstjórn George Bush boðar niðurskurð til menntamála annað árið í röð og sama er uppi á teningnum víða um lönd. Hver skýrslan af annarri um menntamál er gefin út þar sem sveigjanleiki, stuttar og vinnumarkaðsmiðaðar námsbrautir og sjálfstýring nemenda er lofuð í hástert. Stöðluð próf tröllríða skólakerfinu og sums staðar eru menn farnir að tengja undirbúning nemenda fyrir samræmdu prófin við sk. boot camps sem njóta sívaxandi vinsælda í heiminum, ekki einungis æfingaferlið heldur hugmyndafræðin. Á þessu ári kom til að mynda út bókin „Boot Camp for Leaders in K-12 Education“. Lykilorð allra herþjálfunarkerfa eru árangur, einbeiting, hlýðni og agi, þessi út af fyrir sig ágætu hugtök mynda líka kjarnann í bókinni. Boot camp líkanið náði talsverðri útbreiðslu í unglinga- fangelsum í BNA upp úr 1980 og var byggt á þjálfun nýliða í hernum. Oft var ungmennum boðið að stytta fangelsisdvöl með þátttöku í slíkri þjálfun. Síðar hefur líkanið aukist að vöxtum og til eru boot camps fyrir athafnamenn, trúarhópa, líkamsræktendur og rithöfunda. Oprah er með sitt eigið boot camp fyrir konur sem vilja grennast og komast „í form“. Foreldrar sem áður sendu stálpuð börn sín í sumarbúðir skáta senda krakkana nú í boot camp til að losna við hegðunarvandamálin sem gera vart við sig með gelgjunni. Hinum gamla Leiklistarskóla Íslands var á einu æviskeiði sínu líkt við það sem viðgekkst í þjálfunarbúðunum fyrir vandræðaunglinga í bandarískum fangelsum: Brjóttu þá niður til að byggja þá upp. Þjálfunarkerfið í líkamsræktinni og það sem er boðað í bókinni fyrir kennara og stjórnendur í grunnskólum er öllu mildara. Engu að síður er full þörf á að spyrja: Er boot camp heilaþvottur? Ef svo er, hvert er þá þvottakerfið? Til hvers tekur hver skólinn á fætur öðrum upp agastjórnunarkerfi hérlendis? Eiga þau eitthvað skylt við boot camp æfingakerfin? Er það menntun og þroska nemenda til heilla að sundurliða og og útfæra námskrár æ ítarlegar? Eru samræmd próf besta leiðin til að ná árangri? Hvaða árangri? Erum við ef til vill að leita skyndilausna til að ala upp sjálfstýrða vinnumaura? Erum við að bregðast við samtímanum eða erum við að móta hann í krafti fagmennsku okkar? Þegar upp er staðið er lykilspurningin sú sama og ætíð, spurning sem við verðum að ræða í sífellu: Hvað er menntun? Kristín Elfa Guðnadóttir Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ó sm y n d : K ri st já n V a ld im a rs so n

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.