Skólavarðan - 01.08.2007, Síða 5

Skólavarðan - 01.08.2007, Síða 5
5 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 GESTASKRIF Lj ó sm y n d ir f rá h ö fu n d i Þann 16. júní síðastliðinn eignaðist ég loksins skjal sem sýndi svart á hvítu og með ógurlega fallegu vatnsmerki að ég væri með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands. Það tók mig heilan áratug og talsverðan peningaaustur (einkum hin síðari ár) að útvega plaggið sem liggur síðan „upp á punt” niðri í skúffu þar sem ég hef ekki í hyggju að hlaupa með það milli stofnana og fyrirtækja í leit að vinnu. Það var því enginn augljós praktískur tilgangur með þessari fyrirhöfn allri – í sumum tilvikum verður bókvitið ekki beinlínis í askana látið – en til er annar tilgangur en sá praktíski og ekki síður stórvægilegur: Kikkið sem fylgir því að stækka sig að innan, brjóta niður veggi í huganum og sópa burt ryki og drasli. Gleðin sem fylgir því að eignast eitthvað sem verður ekki frá manni tekið fyrr en (kannski) með dauðanum. Gegnum tíðina hef ég margsinnis verið spurð hvers vegna ég sé að hamast í þessum háskóla, hvers vegna ég einbeiti mér ekki bara að skáldskapnum. Þá var fátt um almennileg svör. Ég sagði stundum að mig langaði bara í diplómu af því að allir vinir mínir ættu svoleiðis. Eða yppti öxlum og sagði að allir þyrftu að eiga sér hobbý. En raunverulega svarið er dýpra og dramatískara. Að láta ævilangan draum rætast, ekki um diplómu heldur bara það að vera í háskóla. Til hvers að vakna eldsnemma á morgnana öll sín ungdómsár og æða út í öll veður til að láta troða í sig fróðleik ef maður notar það ekki síðan sem aðgöngumiða að einhverju meira og stærra? Það er leikur að læra og sérstaklega þegar maður fær að ráða námsskránni sjálfur. Sumir sjá alfarið um eigin menntun með því að lesa góðar bækur og hafa augu og eyru opin – skólar eru ekki nauðsynleg forsenda menntunar – en sjálf hef ég alltaf verið veik fyrir hugmyndinni um lærimeistara sem lokka mann af þolinmæði inn í heim hugmynda og vitneskju. Í mínum huga hafa kennarar alltaf verið sveipaðir dýrðarljóma hugsjóna- mennskunnar, því varla eru þeir að þessu til að hafa það náðugt eða græða. Og þótt skólar hafi fyrir löngu orðið að hversdagslegu fyrirbæri og þunglamaleg ára skyldunnar hafi lagst eins og hula yfir þetta ævintýri sem menntunin er í eðli sínu Hástemmdur fagurgali um menntun Kikkið sem fylgir því að stækka sig að innan, brjóta niður veggi í huganum og sópa burt ryki og drasli. Gleðin sem fylgir því að eignast eitthvað sem verður ekki frá manni tekið fyrr en (kannski) með dauðanum. Guðrún Eva Mínervudóttir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.