Skólavarðan - 01.08.2007, Side 6

Skólavarðan - 01.08.2007, Side 6
6 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 er óþarfi að afgreiða menntastofnanir sem einhvers konar refsingu fyrir það að vera ungur og vitlaus. Hægt er að endurheimta ævintýrið en það verður hver og einn að gera fyrir sig, hvort sem um er að ræða kennara eða nemanda. Helen Keller átti sér einnig, eins og ég, langþráðan draum um að fara í háskóla. Í sjálfsævisögu sinni lýsir hún þeim fögnuði og þeirri óþreyju sem greip hana þegar hún fékk inngöngu í slíka stofnun. Það er skiljanlegt að daufblind manneskja sem orðin var stálpaður krakki þegar hún komst loks í tengsl við fólkið í kringum sig hafi orðið hugfangin af hugmyndinni um menntun; að hún hafi þráð að komast í enn frekari tengsl við heiminn. En þegar hún hóf námið varð hún fyrir sárum vonbrigðum. Árum saman hafði hún séð háskólann fyrir sér sem samfélag fólks sem þyrsti í menntun á sama hátt og hana, að þar deildi fólk hugljómunum sínum í ölvaðri gleði yfir því að hafa greiðan aðgang að lærðum bókum og velviljuðum lærimeisturum. Sárindin voru því mikil þegar hún hitti þess í stað fyrir prófessora sem voru orðnir þreyttir á að endurtaka sig og fjöldann allan af síðgelgjum sem stunduðu námið annars hugar, með hangandi hendi og flýttu sér sem mest þau máttu og reyndu að sleppa sem ódýrast frá öllu til að geta drifið sig út í atvinnulífið að vinna sér inn peninga. Ungt fólk sem hafði verið rekið eins og kindahjörð gegnum skólakerfið frá barnæsku og leit á námið sem sjálfsagða kvöð frekar en forréttindi og fagnaðarefni. Fyrr á þessu ári þegar ég var að brjálast úr óþolinmæði, hangandi yfir BA ritgerðinni minni alla daga og flest kvöld, varð mér oft hugsað til Helen Keller sem í mínum huga er verndardýrlingur allrar menntunar. Námsgleði hennar er smitandi og viðhorf hennar til menntunar er fagnaðarerindi sem minnir mann á að lifa ævintýrið til fulls í stað þess að ramba hálfsofandi gegnum kerfið eins og kexkaka á verksmiðjufæribandi. Guðrún Eva Mínervudóttir Höfundur er rithöfundur. Í mínum huga hafa kennarar alltaf verið sveipaðir dýrðarljóma hugsjónamennskunnar, því varla eru þeir að þessu til að hafa það náðugt eða græða. GESTASKRIF

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.