Skólavarðan - 01.08.2007, Side 9

Skólavarðan - 01.08.2007, Side 9
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 voru um gildi tónlistar í víðu samhengi. Að sögn Sigrúnar er vilji hjá stjórn félagsins til áframhaldandi samstarfs þar sem málþinginu yrði fylgt eftir. Þar yrðu þá teknir fyrir þættir sem snúa beint að því hvernig hægt sé að koma á og efla samstarf leik- og tónlistarskóla enn frekar, til dæmis er hugmynd um samráðsfundi með skólastjórum beggja skólastiga í vetur. Þá standa vonir til að hægt sé að auka verulega samstarf tónlistarskóla og grunn- og framhaldsskóla. „Allt er þetta liður í því sem við tón- listarkennarar og tónlistarfólk þurfum að vera vakandi fyrir, að styrkja ímynd okkar og starfsins og auka vitund um gildi tónlistarfræðslu,“ heldur Sigrún áfram. „Við megum alveg vera duglegri við að draga fram og ræða markmiðin með tónlistarfræðslu. Þau geta verið mörg og ólík og náð til mismunandi hópa en þau eru í mínum huga öll fullgild og eiga það sammerkt að styrkja ímynd tónlistarfræðslu og tónlistar.“ Að sögn Sigrúnar helst fagleg þróun í tónlistarkennslu í hendur við kjaramál og er í raun órjúfanlegur hluti þeirra. „Það má síðan ekki gleyma því að allt þetta getur spilað inn í og mótað gildismat samfélagsins hvað varðar laun tónlistarskólakennara í samanburði við aðrar stéttir í landinu. Þetta er reyndar mjög mikilvægt atriði og liður í því að við séum sýnileg og tökum virkan þátt í umræðu um tónlist og tónlistarfræðslu í samfélagslegu samhengi.“ Samningar tónlistarskólakennara verða næst lausir í lok nóvember árið 2008 eða eftir rúmt ár og mun samninganefnd félagsins koma saman á haustmisseri og leggja línur um hvernig undirbúningi þeirra verði best hagað að þessu sinni. Þess má geta að í vetur er ætlunin að endurtaka könnun sem félagið gerði á þjónustu og umfangi tónlistarskóla og starfi tónlistarskólakennara veturinn 2002-2003. Könnunin sem gerð var fyrir fimm árum veitti mikilvægar upplýsingar sem síðan hafa nýst í fag- og kjarastarfi Félags tónlistarskólakennara ásamt því að félagsmenn og aðrir aðilar fengu aðgang að niðurstöðum hennar og þar með heildstæða mynd af starfi tónlistarskóla á landsvísu. Kennarar í fararbroddi Sigrún leggur sem fyrr segir áherslu á að tónlistarskólakennarar verði í fararbroddi í þróun tónlistarkennslu í landinu. „Menntun er að taka miklum breytingum á alþjóðavísu,“ segir hún. „Kennarar almennt, sem bera hag nemenda fyrir brjósti, geta öðrum fremur skilið á milli hismis og kjarna og greint hvað er gott og jákvætt í breytingunum og hvað ekki, auk þess eigum við auðvitað að ganga lengra og stýra breytingaferlinu. Menntakerfi framtíðarinnar felur í sér mun meiri sveigjanleika en áður hefur þekkst, þar sem ÚR VEGVÍSI FYRIR LISTFRÆÐSLU: • Almenn breið og vönduð menntun er grundvallaratriði. Menntun er því aðeins góð að hún (í gegnum listfræðslu) þroski innsæi og viðhorf, sköpunarkraft, frumkvæði og gagnrýna hugsun ... • Góðir skólar einir og sér verða aldrei fullnægjandi. EITT MEGIN INNTAK VEGVÍSISINS ER AÐ LISTFRÆÐSLA ÞURFI AÐ VERÐA MIÐLÆG Í MENNTAKERFUM. Í SKÝRSLUNNI KEMUR MEÐAL ANNARS FRAM AÐ: • sköpunarkraftur og menningarleg þróun eigi að vera grundvallar þættir menntunar • forsenda virkrar þátttöku barna og fullorðinna í lista- og menningarlífi sé menntun • mikil áhersla á bóknám fram yfir nám þar sem tilfinningar koma meira við sögu valdi því að vaxandi gjá myndast milli vitræns og til- finningalegs þroska • siðræn hegðun, sem er undirstaða samfélagslegrar tilveru, krefjist tilfinningalegrar þátttöku • tilfinningar séu samofnar allri ákvarðanatöku og leiðarljós athafna og hugmynda, hugsunar og dómgreindar 9 ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG -FRAMKVÆMD 3.GREIN Við þurfum að auka vitund um gildi tónlistarfræðslu

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.