Skólavarðan - 01.08.2007, Síða 16

Skólavarðan - 01.08.2007, Síða 16
16 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 ráðherranefndarinnar um menntun, vís- indi og rannsóknir fjallaði sérstaklega um þýska menntakerfið. Sharan Burrow forseti Alþjóðasambands stéttarfélaga (ITUC) hrósaði EI fyrir að berjast gegn hvers kyns mismunun. Í ávarpi sínu fjallaði hún um jöðrun (marginalization) launamanna og hversu laun lækka eftir því sem hnattrænn gróði eykst. „Við ættum að vera að fagna aukinni hagsæld fyrir launamenn og fjölskyldur þeirra um allan heim,“ sagði hún, „en veruleikinn er sá að botnlaus gróðafíkn fyrirtækja er á kostnað launa og launatrygginga, vinnuaðstæðna og öryggis, og kemur í veg fyrir að ríkisstjórnir fái þær skatttekjur sem þarf til að standa straum af almannaþjónustu á borð við heilbrigðis- og menntakerfið.“ Enn litið á menntun sem útgjöld en ekki réttindi Á öðrum degi ráðstefnunnar ávarpaði þingið Vernor Munoz Villalobos, sérlegur sendiboði SÞ um réttinn til menntunar. „Sú staðreynd að yfir 70 lönd innheimta enn skólagjöld,“ sagði Munoz, „sýnir svo að ekki verður um villst að enn er litið á menntun sem útgjöld en ekki sem réttindi. Þetta færir í raun ábyrgðina frá ríkinu og yfir á fjölskyldurnar. Það þarf því ekki að koma á óvart að í mörgum löndum er litið á kennara sem lið í framleiðsluferli sem kostar ekki mikið og þetta viðhorf leiðir til lágra launa og slæms aðbúnaðar.“ Munoz minntist sérstaklega á mismunun á grundvelli kynferðis sem hjalla á leiðinni til menntunar fyrir alla. „Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að 47 miljónir barna njóti skólagöngu árið 2025 (tíu árum síðar en stefnt er að menntun fyrir alla, innskot keg) og miðað við núverandi framþróun munu 47 lönd ekki ná því að færa grunnmenntun til allra barna fyrr en um miðja næstu öld. 75% mæðra þessara barna gengu ekki sjálfar í skóla. Við vitum að misrétti er ekki einvörðungu tæknileg afleiðing fátæktar ... Ójöfnuður kynslóð fram af kynslóð og háar hindranir í vegi kvenna til að afla sér menntunar hafa áhrif á menntun allra barna og möguleika þeirra í lífinu.“ Ennfremur var síðar á þinginu bent á samhengi árangursríkrar kennslu og bekkjarstærða, og þá staðreynd að bekkir sem þykja stórir í norðrinu (iðnvæddum ríkjum), eða 30-40 nemendur, blikni við hlið námshópa í suðrinu upp á 50 -100 nemendur með einn kennara. Sem fyrr er mismunun kynjanna augljós í skólastarfinu og þannig vantaði fimmtán miljónir stúlkna upp á það sem talið var eðlilegur fjöldi þeirra í skólum miðað við árið 2005, þ.e. þessar stúlkur skila sér ekki inn í skólana. Bent er á mjög góðan árangur stúlkna og ungra kvenna sem eiga kost á menntun í norðrinu en um leið á þá staðreynd að ungar velmenntaðar konur, jafnvel í góðri vinnu, fá lægri laun en karlmenn og eru hlutfallslega allt of fáar í stjórnunarstöðum og stjórnkerfinu. Fjórðungur kennara í Kenýu og Úganda deyr úr alnæmi og 18 miljónir kennara vantar til starfa Fram kom á þinginu að á vegum EI er í gangi áætlun um aðstoð við alnæmissjúka kennara og 46 kennarasamtök í 35 löndum í Afríku, Asíu, Suður- og Mið- Ameríku og löndunum í karabíska hafinu leggja áætluninni lið. Svo dæmi sé tekið má nefna að í Kenýu og Úganda deyr fjórðungur kennara um aldur fram úr alnæmi og í sérstakri útgáfu fréttabréfs EI (Worlds of education) sem kom út fyrir þingið segir Thulas Nxesi að alnæmi sé megindánarorsök kennara í mörgum löndum Afríku sunnan Sahara. „En EI stefnir að því að fyrirbyggja útbreiðslu HIV og alnæmis gegnum Menntun fyrir alla,“ segir Thulas í sömu grein. „Kennarar og samtök þeirra koma saman og berjast gegn faraldrinum, þeirri stimplun sem sjúkdómnum fylgir og til að styðja hver annan en fyrst og fremst til að styðja þær miljónir barna sem eru munaðarlaus og í sorg af völdum alnæmis. Þetta verkefni er enn brýnna en ella vegna þess að heimurinn stendur nú frammi fyrir mjög alvarlegum kennaraskorti. Þrettán miljónir kennara vantar í suðrinu og fimm miljónir í norðrinu til að ná markmiðinu um Menntun fyrir alla árið 2015. Í meira en áratug hefur EI unnið að rannsóknum, stefnumótun, upplýsingagjöf og þjálfun um HIV og AIDS forvarnir.“ Áætlun EI á þessu sviði, EFAIDS, er nú framkvæmd í 35 löndum svo sem fyrr er getið og 150 þúsund kennarar í 40 þúsund skólum hafa hlotið slíka þjálfun. Kennarar í lífshættu: Best menntaðir og því í forsvari fyrir baráttu gegn mannréttindabrotum EI hefur birt yfirlit yfir ástand mann- réttinda og stéttarfélagslegra réttinda í aðildarlöndum sínum og niðurstaðan er sláandi. Enn í dag er aðgangur stúlkna Íslensku þátttakendurnir að frátöldum ljósmyndara, Ólafi Loftssyni HEIMSÞING KENNARA Í BERLÍN

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.