Skólavarðan - 01.08.2007, Page 17

Skólavarðan - 01.08.2007, Page 17
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 og kvenna að grunnskólamenntun tak- markaður og mismunun á því sviði bæði í norðri og suðri. Á þinginu var greint frá því að afganski kennarinn Safia Ama Jan var skotin til bana í september árið 2006 fyrir að berjast fyrir því að koma afgönskum stúlkubörnum aftur í skóla, meðal annars til þess að þær gætu aflað sér starfsmenntunar. Þess má geta að á vegum UNESCO kom út á þessu ári skýrslan Education under attack sem er tileinkuð Safiu. Í Kólumbíu eru kennarar í hættu vegna þess að í samfélögunum þar sem þeir búa eru þeir oft best menntuðu einstaklingarnir og það kemur því iðulega í þeirra hlut að vera talsmenn gagnvart alþjóðafyrirtækjum vegna mannréttindabrota á samborgurum sínum. Árásir á kennara, námsmenn og aðra sem starfa í menntakerfinu eru algengar eða hafa átt sér stað í Írak, Íran, Eþíópíu, Sri Lanka, Beslan í Ossetíu, Myanmar, Tælandi, Nepal, Filippseyjum, Kambódíu, Afganistan og víðar. Íslensk kennarasamtök hafa tækifæri til þess í gegnum Samstöðusjóð EI (Solidarity fund) að styðja kennara í öðrum löndum sem verða fyrir ofsóknum eða þegar hörmungar á borð við náttúruhamfarir, hungur og stríð dynja yfir. Þá geta kennarafélög og -samtök farið inn á vef EI og sent bréf til stjórnvalda einstakra ríkja til að mótmæla ofsóknum á hendur kennara og stéttarfélaga þeirra. Slóðin er www.ei-ie.org/en/urgentactionappeal/ Meðal meginmarkmiða EI er að sér- hvert barn eigi rétt til menntunar óháð kyni, móðurmáli, uppruna, trú, kynhneigð eða litarhætti. Það er því ekki að undra að EI gagnrýnir líka þróuð iðnríki (norðrið) harðlega þar sem börn flóttamanna eru útilokuð frá skólagöngu. Þetta síðasttalda gildir sérstaklega um Ástralíu en Kanada er einnig ásakað um að standa sig illa í þessum efnum. Auk þess bendir EI á slæmar aðstæður í nokkrum Evrópulöndum, eins og að múslimskar stúlkur sem bera slæðu (hijab) fá ekki að ganga í skóla í Frakklandi og Belgíu. Loftvog um mannréttindi EI kynnti í lok þingsins sk. loftvog í tengsl- um við menntamál um mannréttindi og réttindi stéttarfélaga og félagsmanna þeirra. Loftvogin (Education International’s Barometer of Human and Trade Union Rights in Education) er gagnabanki um þessi málefni sem uppfærður er í sífellu og gagnast kennurum og stéttarfélögum, aðgerðasinnum og fræðimönnum um allan heim. Þar er meðal annars hnykkt á því að áðurnefnd ákvörðun 185 ríkja 17 Þingið vakti mig svo sannarlega til umhugsunar um menntamál í heiminum og stækkaði veröldina til muna. Það var ólýsanleg tilfinning að sitja meðal 2000 kennara alls staðar að úr heiminum. Ég hálf skammaðist mín fyrir lúxusvandamálin í íslensku þjóðfélagi og skólakerfi eftir að hafa heyrt hvað gengur á í fátækari hlutum heimsins. Ég hafði ekki hugmynd um það að 100 milljón börn væru án skólagöngu. Ég hafði heldur ekki hugmynd um að barnaþrælkun í landbúnaði og iðnaði væri meginorsök þess að börn fá ekki að ganga í skóla. Ekki vissi ég heldur að færri börn njóta skólagöngu í Afríku en áður. Það var þó bót í máli að sífellt fleiri börn njóta kennslu í Suður-Ameríku og Asíu. Ég vissi heldur ekki að barnaþrælkun og fátækt helst í hendur og að eina leiðin sem skilar árangri er ekki í gegnum fégjafir til stjórnvalda heldur í gegnum hugarfarsbreytingu hjá foreldrum. Ef börn þeirra fá að ganga í skóla og foreldrar eru ánægðir og sjá hag sínum betur borgið verða þeir tilbúnir til að berjast fyrir menntun barna sinna. Hlutverk kennara er líka mjög mikilvægt. Þeir geta breitt út boðskap um gildi menntunar, tekið þátt í að þjálfa kennara og síðast en ekki síst mótmælt barnaþrælkun. Einhvern veginn finnst manni það vera grundvallarmannréttindi að allir fái að ganga í skóla. Við hátíðarkvöldverðinn voru þrír kennarar heiðraðir sérstaklega. Eftir gífurlega sterkt og árangursríkt þing held ég að ekkert hafi haft jafnmikil áhrif á mig og þessi athöfn. Einungis einn heiðursverðlaunahafa var á staðnum, Ernestine Akouavi Akakpo-Gbofu frá Togo. Við hlið hennar voru stólarnir sem kólumbísku kennararnir og baráttufólkið Samuel Morales og Raquel Castro hefðu átt að sitja á, en þar var þess í stað stillt upp myndum af þeim. Þetta er kaldur veruleikinn – kennarar sem eru fangelsaðir og pyndaðir vegna starfa sinna að góðri menntun og betra samfélagi. Mér fannst mjög ánægjulegt að sjá hvað EI hefur lagt mikla áherslu á leikskólamál og mikilvægi þess að öll börn eigi rétt á skólagöngu. Sama má segja um hvað samtökin hafa beitt sér fyrir mikilli vinnu varðandi réttindabaráttu samkynhneigða kennara. Það sem upp úr stóð í mínum huga eftir þessa lærdómsríku daga í Berlín var verðlaunaveiting sem fram fór á hátíðarkvöldverði en EI veitir heiðursverðlaun á hverju þingi kennurum sem skara fram úr. Að þessu sinni komu vinningshafarnir frá Kólumbíu og Togo. Fulltrúar Kólumbíu sem eru forystumenn í stéttarfélagi kólumbískra kennara voru fjarverandi þar sem annar situr í fangelsi og hinn fékk ekki leyfi til að yfirgefa landið þótt hann sé laus úr haldi. Ernestine Akouavi Gbofu leikskólakennari frá Togo fékk verðlaunin fyrir 26 ára starf sitt við að þróa námsgögn fyrir leikskólabörn í Togo og fyrir að vera einn stofnanda samtaka kennara þar í landi. Hún hélt mjög áhrifaríka ræðu. Það var magnað að hlusta á þessa konu segja frá aðstæðum sem margir Afríkubúar búa við en eru okkur framandi. Í Togo, sem er eitt fátækasta land veraldar, búa skólar við algjöran skort á námsgögnum, bókum og leikföngum. Anna María Gunnarsdóttir, Eiríkur Jónsson og Þröstur Brynjarsson voru í hópi þeirra sem fóru til Berlínar. Þau voru spurð hvað hefði staðið upp úr á þinginu. EIRÍKUR JÓNSSON EKKERT HAFÐI JAFNMIKIL ÁHRIF Á MIG OG FJARVERAN ÞRÖSTUR BRYNJARSSON ÞAÐ VAR MAGNAÐ AÐ HLUSTA Á ÞESSA KONU ANNA MARÍA GUNNARSDÓTTIR ÉG SKAMMAÐIST MÍN HEIMSÞING KENNARA Í BERLÍN Lj ó sm y n d : k e g

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.