Skólavarðan - 01.08.2007, Qupperneq 21

Skólavarðan - 01.08.2007, Qupperneq 21
NÁMSGÖGN 21 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 en gagnvirki hlutinn er ókeypis fyrir alla í eitt ár svo sem fram er komið. Sá kennari sem sér um íslenskukennslu nemenda fær aðgang að kerfi Netskólans/Kötlu og skráir jafnframt nemendur sína í skólann. Gagnvirka kerfið er unnið í Netskólanum af eiganda hans Árna Hermanni Björgvinssyni kerfisfræðingi og kennara í samræmi við óskir Önnu Guðrúnar og Sigríðar, og Þorbjörg Þorsteinsdóttir, einn aðstandandi Íslenskuskólans.is var var þeim til ráðgjafar. „Við fengum stóran styrk frá mennta- málaráðuneytinu til að vinna gagnvirka hlutann,“ segja Anna Guðrún og Sigríður, „og aðrir sem hafa veitt okkur styrki eru Reykjavíkurborg, Kennarasambandið, Hag- þenkir og þjóðhátíðarsjóður Seðlabanka Íslands. Við erum mjög þakklátar fyrir styrkina og þeir gerðu okkur kleift að setja miklu meiri vinnu í verkefnið, við fórum reyndar að einbeita okkur að því einvörðungu núna nýverið. Við ætlum að láta reyna á hvort okkur tekst að þróa Kötlu áfram næstu mánuðina þannig að hún standi undir sér.“ Orðaforði er gífurlega mikilvægur Sérkenni á námsefninu er sú áhersla sem lögð er á að byggja upp orðaforða, en það er líka gífurlega mikilvægt að mati höfunda. „Orðaforði skiptir meginmáli,“ segir Anna Guðrún, „hann er forsenda lesskilnings og síðar getu til að stunda framhaldsnám. Texti má innihalda um 10% af óþekktum orðum, ef það er meira nær nemandinn ekki innihaldinu og lærir ekki heldur nýju orðin. Hann bætir því engu við orðaforða sinn. Gagnvirka námsefnið okkar er sjálfsnám undir leiðsögn.“ Sigríður bætir við að nauðsynlegur grunnur til að geta lært hinar ýmsu námsgreinar á nýju tungumáli sé orðaforði upp á fimm þúsund orð. „Það er sá grunnur sem við miðum við að byggja upp í framtíðinni en við ætlum að þróa framhaldsnámsefni ef okkur tekst að afla fjár til þess. Í framhaldsskóla þurfa nemendur svo að kunna og geta notað allt að fjörutíu þúsund orð ef þeir eiga að standa jafnfætis nemendum sem hafa íslensku sem móðurmál!“ Anna Guðrún og Sig- ríður byggja námsefnið á rannsóknum og fylgjast vel með því sem er efst á baugi hverju sinni. Þær hafa til dæmis kynnt sér vel bæði kanadísku og evrópsku tungu- málamöppurnar sem eru meðal þess áhugaverðasta í tungumálakennslu um þessar mundir. Þar er settur upp matsrammi sem er aðgengilegur nemandanum á þann hátt að hann skilur rammann og getur fundið út hvar hann stendur sjálfur í lestri, hlustun, ritun og tali. „Við erum ekkert að búa til námsefni út í loftið,“ segir Anna Guðrún og hlær. „Stigin í tungumálamöppunum auðvelda nemandanum að sjá fyrir sér næsta markmið, hvað hann þarf að kunna og geta næst og hvernig hann á að komast þangað. Gengið er út frá því að tungumálið sé fyrst og fremst tæki til samskipta.“ Sigríður segir evrópsku möppuna miða við þá sem vilja læra fleiri tungumál, þ.e. önnur en heimalandsins. Upphaflegur tilgangur hennar er að auðvelda Evrópubúum samskipti og að opna landamærin þannig að þeir geti numið og starfað í ýmsum löndum. Kanadíska mappan sé hins vegar miðuð við innflytjendur til að veita þeim færni í tungumáli nýja landsins og að geta átt framtíð þar. Markmiðið er að þeir nái fullum tökum á tungumálinu en markmið evrópsku möppunnar er að koma til móts við ósk nemandans til að læra tiltekið tungumál af hvaða ástæðu sem er. „Að öðru leyti eru möppurnar mjög sambærilegar. Þetta sýnir í hnotskurn að öll kennsla í erlendum tungumálum er ekki það sama heldur verður að taka mið af því hvort nemandinn er að læra mál nýja heimalandsins eða mál annarra landa vegna áhuga,“ segir Sigríður. „Kanadíski fræðimaðurinn dr. Hetty Roessingh, sem er persónulegur ráðgjafi okkar Önnu Guðrúnar í okkar starfi, hefur svo þróað þessa hugmyndafræði áfram og er í raun komin lengra en gert er í kanadísku tungumálamöppunni. Roessingh rann- sakaði stöðu nemenda í Kanada og komst að því að ástandið er ekki nógu gott vegna þess að uppbyggingu orðaforða er ekki sinnt sem skyldi. Við byggjum svo okkar námsefni meðal annars á þessari niðurstöðu.“ Málfræðina þarf líka að kenna „Varðandi málfræði þá er mjög mikilvægt að kenna kyn orða,“ segir Sigríður. „Við byrjum á málfræði strax á blaðsíðu eitt, mjög einfaldri. Aðferðin sem við notum byggist áq okkar eigin reynslu. Komið hefur í ljós að reynsla skiptir miklu máli og þar með endurteknar æfingar. Kennsluaðferð okkar í málfræði hentar öllum aldurshópum. Við kennum nefnifall og þolfall, að karlkynsending orða sé yfirleitt –ur og detti niður í þolfalli, og svo framvegis.“ „Það er mikilvægt að byrja með fáar einfaldar reglur,“ bætir Anna Guðrún við. „Fullorðnir nemendur hafa verið mjög hrifnir af þessu námsefni og við höfum heyrt í fólki sem hefði gjarnan viljað fá það í hendur í stað þess að berjast við að læra yfirgripsmikla og óárennilega málfræði frá upphafi. Það er reyndar öðruvísi að kenna fullorðnum íslensku vegna þess að þá er hægt að byggja á starfssviði þeirra til að einangra þá þætti í tungumálinu sem þeir þarfnast í daglegu lífi. Við þurfum að opna börnum dyr til framtíðar, til framhaldsnáms sem þarfnast mikillar færni í tungumálinu. Námið þarf Til að ná árangri í tungumálanámi þurfa nemendur að vera við stjórnvölinn, finna að þeir ráði við verkefnið og nái árangri. Önnur lykilatriði eru samskipti við aðra nemendur og samnám með þeim og aðstoð og kennsla við hæfi og eftir þörfum. Fólk lærir íslensku á ýmsum stöðum. Í skólasamfélaginu lærir það í íslenska bekknum, móttökudeildinni og í sjálfsnámi í tölvu og íslenskuverkefnum. Katla er svokallað „bottom-up“ námsefni. Það er að segja námsefni sem er bara einn hluti alls tungumálanámsins, styður hina og fær á móti stuðning frá þeim. Auðvelt er að setja sér námsmarkmið og öðlast yfirsýn yfir það sem þegar er búið að læra. Námið er viðráðanlegt og ný kunnátta er byggð á fyrri kunnáttu.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.