Skólavarðan - 01.08.2007, Page 22

Skólavarðan - 01.08.2007, Page 22
22 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 því að vera víðara en hjá fullorðnum.“ Námsefni Kötlu sameinar kennslu í formgerð, þ.e. málfræði, og í tungumálinu sem samskiptamiðli. Það er byggt upp á þemaeiningum sem höfða til raunverulegs lífs, raðað upp eftir mikilvægi og gefnar eru hugmyndir að þemavinnu í skólastofunni. Námsefnið er stuðningur við slíka kennsluhætti, þ.e. þemavinnu. „Tungumálanám er flókið ferli,“ segir Sigríður, „og ekki beint samband milli innlagnar og tileinkunar eða input og intake eins og það kallast á ensku. Námið er ferli sem fer fram alls staðar þar sem tungumálið heyrist og sést. Engu að síður sýna rannsóknir að mikilvægt er að styrkja námið með því að gefa formgerð þess veglegan sess og hvetja nemendur til að tileinka sér hana, þrátt fyrir að sambandið milli kennslu og náms sé ekki beint og einfalt.“ Vildum byrja strax að miðla Aðspurðar um aðdraganda Kötlu og námsefnisins Ég vil læra íslensku segja þær Anna Guðrún og Sigríður að eftir að þær kynntust hvor annarri hafi ekki verið eftir neinu að bíða. „Við höfðum ekki áhyggjur af stafsetningarvillum!“ segir Sigríður og hlær. „Nei við drifum bara í þessu,“ samsinnir Anna Guðrún. „Við höfðum þörf fyrir að bíða ekki stundinni lengur af því við skynjuðum svo mikla þörf fyrir efni af þessum toga og vildum byrja strax að miðla. Samvinnan hefur verið mjög frjó og við deilum sameiginlegri sýn á verkefnið. Við þurftum hvor á annarri að halda og hefðum aldrei gert þetta ella.“ Að sögn Sigríðar var líka ómetanlegt að fá Roessingh til samstarfs sem ráðgjafa en auk hennar hafa þær stöllur sótt hvað mest í smiðju til dr. Anne Vermeer frá Hollandi. Þær?? Vermeer og Roessingh komu hingað til lands í fyrra á ráðstefnu sem haldin var á vegum Breiðholtsskóla, Háteigsskóla, Reykjavíkurakademíunnar og Kennaraháskólans. „Það er mikil þörf á rannsóknum á þessu sviði,“ segir Anna Guðrún. „Nú er í gangi þriggja ára rannsókn á íslensku sem öðru tungumáli, svokölluð langsniðsrannsókn, sem dr. Elín Þöll Þórðardóttir við McGill háskólann í Kanada stjórnar. Þátttakendur eru ungir innflytjendur í grunnskólum í Breiðholti og reynt er að komast að því hvert sé dæmigert máltökuferli útlendra barna í íslensku. Að mínu mati,“ heldur Anna Guðrún áfram, „er það er röng gagnrýni að börn séu einangruð í móttökudeildum, það sem skiptir öllu máli er hvað er unnið í deildunum og í bekkjunum og hvort það er hverju sinni betri kostur fyrir barnið en að vera alfarið inni í bekk eða að hluta, og þá í hvaða tímum. Þetta þarf að meta einstaklingslega. Móttökudeild eða bekkjarstarf er semsagt ekki málið heldur hvernig dagurinn er nýttur. Eftir þrjátíu ára reynslu hafa Hollendingar komist að því að best er að hafa móttökudeild í þeim Ekki læra allir á sama hátt og eitt af því sem hefur áhrif á árangur í íslenskunámi er uppruni nemenda. Anna Guðrún og Sigríður hafa skipt nemendum í þrjá hópa með tilliti til málsvæðis; þá sem koma frá löndum Asíu, þá sem hafa ensku sem móðurmál og loks aðra nemendur. En jafnvel þessi skipting er einföldun: „Það er miserfitt fyrir nemendur eftir tungumáli að læra íslensku,“ segir Anna Guðrún. „Það er til dæmis mjög erfitt fyrir tælenska nemendur að ná góðum tökum á málinu og mjög mikilvægt að ekki sé höggvið skarð í sjálfsmynd þeirra. Þessir nemendur bera sig gjarnan saman við til dæmis Filippseyinga og Kínverja en íslenskunám er mun auðveldara fyrir þá nemendahópa. Í þessu skyni vil ég árétta hversu mikilvægt það er að foreldrarnir læri með börnunum, en auðvitað er líka oft erfitt að koma því við. Frá Lestrarsetri Rannveigar Lund Innan ReykjavíkurAkademíunnar, JL-húsinu við Hringbraut 121 Greining – athugun og mat. Fyrir fólk á öllum aldri í og utan skóla. Vantar á lestrargetuna? Er dyslexíu um að kenna? Viltu fá ráð til að hjálpa þér eða þínum? Mat á þessu og ráð eru gefin í Lestrarsetri Rannveigar Lund. Stafsetning og ánægju-lestur. Námskeið 3. okt.- 19. des. Fyrir fullorðna í atvinnulífi. Hefurðu áhyggjur af því hvernig þú stafsetur? Forðastu að lesa? 12 vikna námskeið, miðvikudaga frá kl. 18 – 20 Frá mati til kennslu. Námskeið 27.- 28. sept. og 26. ok. Fyrir byrjenda- og sérkennara Viltu vita hvað bæta þarf í byrjenda- og sérkennslu og halda í lágmarki lestrar- og stafsetningarerfiðleikum hjá börnum? Þrískipt námskeið frá kl. 14-17 alla umrædda daga. Lokadagur skráningar er 14. sept. Skimunarprófið GRP 14h. Námskeið –fyrri hluti 2. okt. Fyrir sérkennara og kennarar á unglingastigi. Lokadagur skráningar er 20. sept. Bilið milli talmáls og ritmáls brúað með kennslu. Stutt námskeið. Fyrir grunnskólakennara frá 1. – 10 bk. Hentar vel á fræðslufundi í grunnskólum. Skráningar og upplýsingar: Í síma 552 2596 Sendu netpóst til rlund@ismennt.is Kíktu á heimasíðu Lestrarsetursins www.lrl.is tilvikum þegar ekki næst góður árangur inni í bekknum.“ „Við höfum þá framtíðarsýn,“ segir Sigríður, „að upplýsingaöflun verði efld til hagsbóta fyrir nemendur, að skrá sé yfir þau börn sem koma til landsins ár hvert, aldur þeirra og fjölda, að fylgst sé með því hver þeirra taka samræmd próf og hvernig þeim gengur og hver þeirra taka ekki samræmd próf. Eða kannski enn frekar hverjir halda áfram í námi, geta valið framhaldsnám og síðar starfssvið eftir áhugasviði, en eru ekki strandaglópar vegna þess að móðurmál þeirra er annað en íslenska. Gott íslenskunám hefur mikið segja í því að vinna gegn brottfalli nemenda með annað móðurmál en íslensku. Svo sjáum við fyrir okkur stigspróf í íslensku þar sem kannaður er orðaforði, lesskilningur, ritun og hve mörg orð barnið kann. Loks viljum við að hverju barni fylgi framfaramappa, nokkurs konar safnmappa um málanámið. Allar þessar upplýsingar er nauðsynlegt að hafa til að finna út hvað það er sem skilar mestum árangri.“ keg Láttu okkur vita! Sendu nafn, kennitölu og nýja netfangið til Sigríðar Sveinsdóttur sem sér um félagaskrá KÍ. Netfang Sigríðar er sigridur@ki.is @? ? VARSTU AÐ SKIPTA UM NETFANG? NÁMSGÖGN

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.