Skólavarðan - 01.08.2007, Page 24

Skólavarðan - 01.08.2007, Page 24
24 HEIMILISIÐNAÐARÞING SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 Heimilisiðnaðarfélag Íslands (HFÍ) stendur fyrir norrænu heimilisiðnaðarþingi á Grand hóteli í Reykjavík dagana 26. – 30. september næstkomandi. Þingið höfðar til allra sem bera hag handverks fyrir brjósti, m.a. listgreinakennara og skólastjórnenda. Þema Handverkshefð í hönnun er þema þingsins. Það vísar til þeirrar auðlindar sem býr í handverkshefðinni. Með því að hvetja til þess að gamalt verklag og aðferðir séu notuð sem innblástur að nýjum verkum er stuðlað að varðveislu, viðhaldi og endurnýjun hefðarinnar. Undirtitill þingsins – framtíðin er í okkar höndum – minnir ennfremur á að á tímum fjöldaframleiðslu og alþjóðavæðingar eykst mikilvægi þess handgerða, staðbundna og einstaka. Dagskrá Dagskrá þingsins er þrískipt, fyrirlestrar, heimsóknir á sýningar og dagsferð um Borgarfjörð. Þingið er sett mið-vikudagskvöldið 26. september. Fimmtu-daginn 27. september og laugardaginn 29. september eru fyrirlestrar fyrir hádegi og heimsóknir á sýningar eftir hádegi. Föstudaginn 28. september er dagsferð um Borgarfjörð og lokakvöldverður er á laugardagskvöldið á Fjörukránni. Hægt er að taka þátt í öllu þinginu eða hlutum þess, til að mynda hlýða á einstaka fyrirlestra. Fyrirlestrar Tíu einstaklingar, innlendir og erlendir, flytja erindi á þinginu. Listamenn og hönnuðir fjalla um hugmyndir og hefðir í handverki og hvernig þær birtast í verkum þeirra. Efnahagsleg og félagsleg áhrif handverks, ásamt UNESCO-samningunum um menningarerfðir, verða einnig til umfjöllunar. Þess má geta að áhugaverðir útdrættir úr fyrirlestrunum eru á www.heimilisidnadur.is/2007 og þar gefst þátttakendum gott tækifæri til að velja einstaka fyrirlestra, hyggist þeir ekki sitja allt þingið. Þar eru einnig slóðir á vefi fyrirlesara. Fyrirlesarar og umfjöllunarefni: • Arne Nerjordet og Carlos Zahrison fatahönnuðir frá Noregi og Svíþjóð: „Frá hefð til tísku.“ Arne og Carlos sækja í norræn áhrif og náttúru og sláandi hönnun þeirra er blönduð kímni, kitsj og kvenleika. • Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands: „Rýnt í skraut og munstur í þjóðar arfinum.“ Hugmyndir almennt, þ.m.t. formrænar, eru yfirleitt hvorki þjóðlegar né persónulegar. Hvernig við fáumst síðan við þær og vinnum úr þeim er hins vegar persónulegt, svæðisbundið og þjóðlegt. Gerum handverki hátt undir höfði Norrænt heimilisiðnaðarþing í Reykjavík, fyrirlestrar, sýningar og dagsferð um Borgarfjörð Arne og Carlos - Ljósmynd: Bent René Synnevåg Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir - Ljósmynd: Flash Gordon Hildur Bjarnadóttir - Ljósmynd: Birgir Vigfússon Lori Talcott - Ljósmynd: Doug Yaple

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.