Skólavarðan - 01.08.2007, Side 25

Skólavarðan - 01.08.2007, Side 25
HEIMILISIÐNAÐARÞING, FRÉTTIR 25 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 • Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hús- gagnahönnuður: „Hvernig handverk og nútíma tækni kemur saman í nýjum hlut um.“ Guðrún Lilja blandar í hönnun sinni saman ólíkum miðlum til að skapa nýja hluti. Hvað er það sem gerir það að verkum að sumir hlutir hafa meira og dýpra gildi en aðrir, hvað kjósum við að eiga og hverju kjósum við að henda? • Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður: „Bakgrunnur.“ Í fyrirlestrinum fjallar Hildur um verk sín, hvernig uppeldið hefur haft áhrif á þau og fræðilegar vangaveltur um listina. • Eija Vähälä deildarforseti Kuopio Academy of Design frá Finnlandi: Sá sem fæst við handverk stefnir að ánægjulegri og gefandi framtíð. Handverk sem tómstundagaman eykur jákvæðar tilfinningar, styrkir sjálfsmynd og viðheldur námsgetu. Þá er aðeins fátt eitt talið af því sem handverksiðjan getur fært einstaklingnum. • Lars Strannegård hagfræðingur frá Svíþjóð: „Mótun eigin ímyndar.“ Það sem boðið er til sölu í dag er í auknum mæli tilfinning, sönnun og upplifun. Hag fræðin hefur síðustu áratugi orðið hverfulli, léttari, óhlutbundnari og efnislausari. Það að hún sé hverful þýðir í raun að stöðugt þarf nýjungar og upp færslur. Vörur og þjónusta sem eru seldar í gegnum tilfinningar verða að höfða til okkar, sem þýðir að fagurfræðin verður mikilvægari. Fyrirlesturinn fjallar um vaxandi þýð- ingu hönnunar og hvaða hlutverki handverk og heimilisiðnaður kemur til með að gegna í þessu umhverfi. • Karl Aspelund kennari við University of Rhode Island í Bandaríkjunum: „Hvernig nýta má hefð og aðferðir handverks sem fyrirmyndir til kennslu í vistvænni hönnun.“ • Lori Talcott gullsmiður og sagnfræð- ingur frá Bandaríkjunum: „Framvinda handverksins.“ Rannsóknir, þekking og sköpun renna saman hjá Lori, sem býr í hátækni- og handverksborginni Seattle. Samfélag grasrótarinnar og virðing fyrir því sem er handunnið eru forsendur þess að handverkið geti lifað góðu lífi til hliðar við sýndarveruleikann í framtíðinni. • Marie Koch ráðgjafi og fyrrverandi rektor Seminariet for kunst og hånd- værk í Kerteminde frá Danmörku: „Hvaða hlutverki gegnir heimilisiðn- að ur í afþreyingariðnaðinum? Frásögn um hefðir, gildi, hönnun og verðmæti upplifunarinnar.“ Af hverju þykir heimilisiðnaður ekki kúl? Hvaða markmið á hann að setja sér til að vera þátttakandi í hönnunarbransanum og skapa verðmæti? Hvar sleppir hand- verkinu og gróðalögmálin taka við? • Valdimar Hafstein þjóðfræðingur við Háskóla Íslands: Hof, hátíðir, handverk: Menningar erfðir mannkyns og sáttmáli UNESCO. Nánari upplýsingar um fyrirlestra má nálgast á heimasíðu ráðstefnunnar: www. heimilisidnadur.is/2007 Sýningar Þrjár sýningar eru settar upp sérstaklega í tilefni af þinginu, í Norræna húsinu, Gerðubergi og Árbæjarsafni. Síðastliðinn vetur unnu þrír grunn- skólar, fjórir framhaldsskólar og Lista- háskóli Íslands að sérstökum verkefnum í samræmi við þema þingsins. Afrakstur þessara verkefna verður sýndur í Norræna húsinu 22. september – 7. október. Sérstök dagskrá verður í húsinu af þessu tilefni þar sem nemendum og almenningi gefst tækifæri til að taka þátt í ýmsum uppákomum. Í Gerðubergi sýna lista- menn, hönnuðir og handverksfólk verk sín. Sýningin stendur frá 22. september til 11. nóvember. Leiðsögn verður í boði bæði í Norræna húsinu og Gerðubergi. Þriðja sýningin er í Listmunahorni Árbæjarsafns frá 11. ágúst til 30. september en þar sýnir Faldafeykir, samstarfshópur kvenna innan HFÍ, verk byggð á faldbúningnum. Skráning og þátttökugjöld Full þátttaka í þinginu kostar 55.000 kr., hægt er að taka þátt í tveimur fyrirlestradögum ásamt heimsóknum á sýningar fyrir 35.000 kr., einum fyrirlestradegi fyrir 17.500 kr. og stökum fyrirlestri fyrir 4.000 kr. Skráning fer fram á heimasíðu þingsins en þar er auk þess að finna allar upplýsingar: www. heimilisidnadur.is/2007. Jafnframt veitir Margrét Valdimarsdóttir verkefnastjóri norræns heimilisiðnaðarþings nánari upplýsingar, margretvald@simnet.is, gsm 8480683. Hin mörgu andlit menningar og lista Síðustu sjö ár hafa leikskólakennarar frá vinabæjunum fjórum, Akureyri, Randers, Ålesund og Västerås staðið fyrir sameiginlegum ráðstefnum um málefni leikskólans. Dagana 23. og 24. ágúst var komið að Akureyri að halda ráðstefnuna. Að þessu sinni var fjallað um fjölbreytileg tjáningarform menningar og lista. Fullbókað var á ráðstefnuna og komust færri að en vildu. Auk fyrirlestrar Örnu Valsdóttur fjöllistakonu voru starfandi níu mismunandi vinnusmiðjur og ráðstefnan var auk þess tengd við lok listasumars á Akureyri, en mikil menningarveisla var haldin af því tilefni laugardaginn 25. ágúst. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni síðar. Frá Uppstillingarnefnd Uppstillingarnefnd Kennarasambandsins er að hefja störf en fjórða þing KÍ verður á næsta ári og í mörg horn að líta. Gísli Magnússon framhaldsskólakennari er formaður nefndarinnar og hann segir ábendingar um frambjóðendur vel þegnar. Gísli er með netfangið gislim@ismennt.is Formleg auglýsing birtist í næsta tölublaði Skólavörðunnar. Hlutverk uppstillingarnefndar er að leggja fram tillögur um frambjóðendur til kjörs formanns og varaformanns ekki síðar en tíu vikum fyrir þing og tillögur um frambjóðendur til annarra starfa á vegum Kennarasambandsins sem kosið er til á þingi eða í almennri atkvæðagreiðslu ekki síðar en fjórum vikum fyrir þing. María Norðdahl og Sigrún Harðardóttir eru fulltrúar sjúkrasjóðs KÍ og endur- menntunarsjóða FL og FG. Þær eru með netföngin maria@ki.is og sh@ki.is Næstu vikur er María í leyfi og Sigrún sinnir alfarið fyrirspurnum og tekur á móti umsóknum vegna sjóðanna þann tíma. Þær sjá um sjúkrasjóðinn og endurmenntunarsjóði leik- og grunnskóla María Norðdahl og Sigrún Harðardóttir Skólar! Munið að senda tilkynningar um nýja trúnaðarmenn á netfangið felagaskra@ki.is FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.