Skólavarðan - 01.08.2007, Side 29

Skólavarðan - 01.08.2007, Side 29
29 ERLENT SAMSTARF SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 Vorfundur stjórnar NLS - Nordiska Lärar- organisationers Samråd var haldinn í Ystad í Svíþjóð dagana 11. og 12. júní 2007. Í samtökunum eru tæplega 600.000 félagsmenn og telur minnsta félagið 440 félagsmenn en það stærsta um 180.000. Félagsmenn starfa á öllum skólastigum en hlutfallslega fæst félög hafa háskólakennara innan sinna raða. KÍ greiðir tæpa hálfa milljón íslenskra króna árið 2007 fyrir aðild að NLS eða um 53 kr. pr. félagsmann. Stjórnarfundir eru haldnir tvisvar á ári. Sænskir kennarar fá 10,2% launahækkun Fastir liðir á stjórnarfundum eru, auk hefðbundinna atriða, skýrslur um það sem efst er á baugi í aðildarfélögum og og í hverju landi fyrir sig. Auk þess eru flutt erindi og lagðar fram skýrslur um alþjóðamál. Fram kom á fundinum að nýir kjarasamningar kennara í Svíþjóð færa þeim töluverða kauphækkun eða að lágmarki 10,2% á samningstímanum sem er þrjú ár. Í Danmörku verður lífeyristökualdur mögulega hækkaður um tvö ár og þar er skortur á opinberum starfsmönnum, líka kennurum. Í Finnlandi er komin ný ríkisstjórn sem hallast lengra til hægri en sú gamla en bæði Danir og Finnar sögðu væntingar félagsmanna til kauphækkana miklar í kjarasamningum. Kennarastreita í brennidepli hjá ETUCE og rætt um matskerfi Greint var frá starfsemi Pan-European Structure/ETUCE (Eropean Trade Union Committee for Education) á undanförnum mánuðum. Í fréttabréfi samtakanna frá maí sl. kemur m.a. fram að streita í kennarastarfinu og umfjöllun um hana á evrópskum vettvangi verður í brenni- depli hjá samtökunum þetta árið. Á döfinni er viðamikil könnun í sjö til átta löndum á því hvað ræður launum og starfskjörum kennara og skólastjórnenda. Hin svokallaða „Stóra stjórn“ ETUCE hittist næst 27. og 28. nóvember og verður m.a. rætt um starfsmenntun og haldið áfram að ræða um ECVET en það er evrópskt matskerfi fyrir verknám og þjálfun. ECVET gerir kleifa skráningu og staðfestingu á verknámsmenntun handan „kerfislandamæra“ og einkum og sér í lagi beinist þetta að landamærum þjóðlegra kerfa verkmenntunar og þjálfunar. Nemendum sem varið hafa tilteknum þjálfunartíma í öðru Evrópulandi gefst þannig tækifæri til að fá hann viður- kenndan sem hluta af þjálfun þeirra í heimaríkinu. Nánar er hægt að lesa um ECVET á www.ecvet.net Ráðstefnur og þing Á fundinum var einnig fjallað um undir- búning heimsþings Education Inter- national í Berlín 22.-26. júlí 2007 sem nú er afstaðið. Norrænu fulltrúarnir mynduðu hóp á þinginu og voru tveir fulltrúar norrænna kennarafélaga í framboði til stjórnar EI, þær Haldis Holst sem er einn af varaformönnum Utdanningsforbundet í Noregi og Eva Lis Preisz, formaður Lärarförbundet í Svíþjóð en þær hafa setið í stjórn EI á yfirstandandi kjörtímabili og náðu báðar endurkjöri. Þá var á fundinum kynntur undirbúningur svokallaðs Förbundsseminarium sem er fastur liður í starfsemi NLS og verður að þessu sinni haldið í Bergen í Noregi dagana 23.-25. október 2007. Á námskeiðinu verður fjallað um fagmennsku kennarastéttarinnar - eða nánar tiltekið rýnt í hvernig hún verði aukin - og meðal annars horft til rannsókna á og þróun kennarastarfsins og kennarahlutverksins og fjallað um mikilvægi sjálfstæðis kennara í starfi. Einnig var kynnt Ledarforum NLS sem er sérstakur samstarfsvettvangur skólastjórnenda í aðildarfélögum NLS og kom saman dagana 26.-28. júní. Yfirskrift þeirrar ráðstefnu var Ledarskap i utveckling. Þess er rétt að geta hér að fulltrúar frá Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) sóttu ráðstefnuna. Gildi stéttarfélagsaðildar Sérstakt þema vorfundar að þessu sinni bar yfirskriftina Medlemskapets värde og flutti Eva-Lis Preisz, formaður Lärar- förbundet í Svíþjóð erindi um efnið. Hún skipti því í fjóra meginþætti og ræddi fyrst um félagsaðild að stéttarfélögum og þátttöku í starfi þeirra og taldi hvorugt lengur jafnsjálfsagt og áður. Hún benti á nauðsyn þess að setja sig inn í hugsana- gang og lífssýn yngri kennara og leggja sig fram um að gera stéttarfélagsstarfið aðlaðandi fyrir þá. Efla þarf gagnkvæman skilning á lífssýn og viðhorfum meðal félagsmanna sjálfra, m.a. í þeim tilgangi að þjappa stéttinni saman og auka samkennd. Eva-Lis telur blikur á lofti í þessum var meðal þess sem rætt var á stjórnarfundi Norrænu kennarasamtakanna NLS í júní Á fundinum hrósaði Anders Bondo Christ- ensen formaður dönsku kennarasamtakanna DLF Svíum fyrir stuðning við þá sem hafa annað móðurmál en sænsku. Hann telur að Svíum gangi mun betur að styðja nýbúa en Dönum, bæði í skólakerfinu og þjóðfélaginu almennt. Eva-Lis Preisz benti á nauðsyn þess að setja sig inn í hugsanagang og lífssýn yngri kennara og leggja sig fram um að gera stéttarfélagsstarfið aðlaðandi fyrir þá. Efla þarf gagnkvæman skilning á lífssýn og viðhorfum meðal félagsmanna sjálfra, m.a. í þeim tilgangi að þjappa stéttinni saman og auka samkennd. Eva-Lis telur blikur á lofti í þessum efnum og ástæðu til að reyna að greina vandann betur og bregðast við, þar sem meira að segja þeir sem eru félagsmenn taka æ minni þátt í stéttarfélagsstarfi og halda ekki á lofti málstað menntunar og kennslu. Elna Katrín Jónsdóttir Aukin stýring að ofan og oftrú á mælingum Lj ó sm y n d : k e g

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.