Skólavarðan - 01.05.2008, Síða 5

Skólavarðan - 01.05.2008, Síða 5
5 GESTASKRIF: KRISTjÁN KRISTjÁNSSON SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 Rannsóknir bandaríska sálfræðingsins Carol S. Dweck hafa vakið talsverða athygli meðal skólafólks og foreldra á undanförnum árum enda hafa þær augljósa þýðingu fyrir ýmis þau efni sem hæst ber í umræðum um þroska- og einstaklingsmiðað nám. Ég ætla hér á eftir að gera stutta grein fyrir kenningum hennar og segja á þeim kost og löst. Ég miða einkum við bók Dweck, Self-Theo- ries: Their Role in Motivation, Personality, and Development (Philadelphia, Psychology Press, 1999), sem dregur saman niðurstöður þriggja áratuga rannsókna hennar og samstarfsfólks hennar á sjálfshugmyndum okkar og þroska þeirra. Bókin er afar upplýsandi og ögrandi lesning, ekki síst fyrir áhugafólk um menntamál. Nýjasta bók hennar, Mindset: The New Psychology of Success (New York, Random House, 2006), bætir því miður litlu við fyrri skrif nema dæmisögum, endurtekningum og útþynntu sjálfshjálparhjali. Fræðilegar forsendur Aðferðafræði Dweck byggist á félagsmótunar- og hugfræðilíkani um manninn. Skoðanir fólks, ekki síst á sjálfu sér, mynda merkingarkerfi sem móta hugfar og dagfar þess og leiða til þess að það bregst á ólíkan hátt við líkum aðstæðum. Sérstaka þýðingu hafa í þessu sambandi duldar innri kenningar fólks um hvaða kost það hafi á að stjórna sjálfu sér og umhverfi sínu. Þessar kenningar hafa mismikið „aðlögunargildi“, sem merkir á mannamáli að þær séu mishollar fólki. Nánar tiltekið er Dweck höll undir svokallaðar „eignunarkenningar“ í sálfræði sem gera ráð fyrir að við breytum í ljósi þeirra eiginleika sem við eignum sjálfum okkur: teljum okkur hafa til að bera (með réttu eða röngu). Einnig felst í kenningunni að skýringar okkar á eigin hegðun og annarra hafi áhrif á breytni okkar. Sjálfskenning Endurteknar niðurstöður rannsókna Dweck leiða í ljós að hægt sé að skipta fólki frá blautu barnsbeini í tvo meginflokka eftir því hvaða „duldar sjálfskenningar“ það skiptir það máli fyrir árangur og líðan nemenda? Lj ós m yn d f rá h öf un d i „Vaxtarsjálf“ eða „festusjálf“ Dweck hefur þróað mælitæki sem skilja sauðina frá höfrunum. Tækin leiða í ljós að fæstir eru festu- eða vaxtarkenningarfólk á öllum sviðum. Algengt er til dæmis að aðhyllast festukenningu um greind en vaxtarkenningu um siðvit.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.