Skólavarðan - 01.05.2008, Side 7

Skólavarðan - 01.05.2008, Side 7
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 GESTASKRIF: KRISTjÁN KRISTjÁNSSON, KjARASAMNINGAR þú leggir þig eins fram þar.“ Það er ekki að furða þótt sumum foreldrum þyki ráðgjöf Dweck um hrós langsótt og yfirborðskennd. Dweck hafnar ekki beinlínis hlutlægum sannleika um sjálf fólks. Hún gerir hins vegar lítið með hverjir raunverulegir eiginleikar okkur séu; öllu skipti hverja við teljum þá vera og hvernig við skiljum eðli þeirra (sem fast eða hreyfanlegt). Hún minnist hvergi á þá staðreynd að hefðbundin greindarpróf hafa reynst mjög áreiðanleg – þótt deila megi um réttmæti þeirra – og að persónuleikaeinkenni sem þekkt persónuleikapróf mæla hafa reynst mjög stöðug. Ef maður léti þessi sannindi í ljós í svörum við spurningalistum hennar yrði maður strax flokkaður sem óforbetranlegur festudurgur. Frá heimspekilegu sjónarmiði er afleitt að hún skuli ekki greina á milli þeirra sjónarmiða að mörgu í eðli okkar sé erfitt að breyta (sem er ugglaust satt) og að sumu sé ómögulegt að breyta (sem er í mörgum tilfellum rangt). Bæði sjónarmiðin féllu samkvæmt Dweck undir „festukenningu“. Dweck bendir réttilega á að kenning sín leggi sálfræðilegan skýringargrunn að sjálfsþroska almennt og sérílagi róttækum sjálfshvörfum. Samt er margt í kenningu hennar óljóst í besta falli og þversagnakennt í því versta. Hún hamrar á því að sjálfshvörf séu torsótt: „að sleppa taki á sjálfinu sem verið hefur manns eigið um árabil“. Sjálfs- hvörf eru engu að síður möguleg en aðeins fyrir þá sem hafa vaxtarsjálf. Hvernig geta þeir sem hafa festusjálf þá breytt sjálfum sér? Dweck ýjar að því að þeim sem hafa slíkt sjálf séu ekki allar bjargir bannaðar; en við vitum ekki glöggt hvers konar meðferð þeir þurfi á að halda nema sækja tveggja mánaða vinnusmiðju Dweck sjálfrar um vaxtarsjálfið. Hún lætur, sjálfsagt af viðskiptaástæðum, lítið uppi um hvað þar fari fram. Ég er því miður ekki viss um að kennari sem sæti uppi með erfiðan bekk unglinga með „festusjálf“, brotna sjálfsmynd og kulnaðan námsáhuga gæti sótt nógu mörg hagnýt ráð í rannsóknir Dweck. Engu að síður er bók hennar um sjálfskenningarnar holl og hressandi lesning fyrir kennara enda skrifuð á mannamáli og tekur til umfjöllunar ýmis þau efni tengd einstaklingsmiðuðum þroska og menntun sem mest mæða á skólafólki beggja vegna kennaraborðsins. Kristján Kristjánsson Höfundur er prófessor í heimspeki menntunar við Kennaraháskólann og Háskólann á Akureyri. Ég er því miður ekki viss um að kennari sem sæti uppi með erfiðan bekk unglinga með „festusjálf“, brotna sjálfsmynd og kulnaðan námsáhuga gæti sótt nógu mörg hagnýt ráð í rannsóknir Dweck. Engu að síður er bók hennar um sjálfskenningarnar holl og hressandi lesning fyrir kennara. Samninganefndir Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga undirrituðu kjarasamning klukkan hálf tvö í húsa- kynnum ríkissáttasemjara 28. apríl sl. Núverandi samningur rennur út 31. maí nk. og laun grunnskólakennara hækka um 25 þúsund krónur 1. júní. Kjarasamningurinn gildir frá 1. júní 2008 til 31. maí 2009. Það eru nýmæli að samið sé áður en fyrri kjarasamningur rennur út og ný vinnubrögð hafa verið viðhöfð í samningaviðræðunum sem talin eru skila góðum árangri. Í fréttatilkynningu frá samninganefndum Félags grunnskólakennara (FG) og Launanefndar sveitarfélaga (LN) sagði meðal annars: „Þegar formlegar kjaraviðræður hófust í febrúarmánuði sl. voru aðilar sam- mála um að í upphafi yrði samið um sameiginleg markmið og gengu þeir samningar greiðlega. Fyrsta markmiðið er að grunnlaun og starfskjör kennara verði jöfnuð við laun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sem sinna sambærilegum störfum, þannig að laun og önnur kjör kennara verði samkeppnisfær við kjör samanburðar- hópa. Þetta þýðir m.a. að hækka þarf sérstaklega laun yngstu kennara og byrjenda vegna þess að staða þeirra var mun lakari en viðmiðunarhópa. Í þeim samningi sem nú hefur verið undirritaður er þessari jöfnun og leiðréttingu náð í þremur áföngum. Þann 1. júní nk. hækka laun kennara um 25.000.- kr. á mánuði. Með því er að hluta verið að færa launataxta að greiddum launum þar sem yfirborganir hafa átt sér stað. Við upphaf næsta skólaárs þann 1. ágúst, bætast 9.000.- kr. inn í launatöflu auk þess sem uppbyggingu hennar er breytt til hagsbóta fyrir yngri kennara. Lokaáfanga að framangreindu marki er síðan náð 1. október nk. þegar öll starfsheiti hækka um einn launaflokk. Þessar þrjár hækkanir, fyrir þá sem ekki hafa notið yfirborgana, nema samtals um 15-23% á grunnlaun eftir aldurshópum. Þann 1. janúar 2009 hækka laun síðan um 2,5%. Á þessu ári má vænta að launakostnaður sveitarfélaga vegna þessa samnings hækki um 1,2 milljarða króna.“ Skrifleg atkvæðagreiðsla um kjarasamning grunnskólakennara stendur yfir frá 9. – 14. maí og trúnaðarmenn KÍ annast fram- kvæmdina. keg Grunnskólakennarar undirrituðu 28. apríl Samningar renna út á sama tíma og samningar annarra starfsmanna sveitarfélaga eða í maílok 2009 KJARASAMNINGAR 7

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.