Skólavarðan - 01.10.2001, Side 7

Skólavarðan - 01.10.2001, Side 7
Björg Bjarnadóttir formaður félagsins setti þingið og talaði um tímamótin sem félagið stendur á. Hún rakti stuttlega sögu sameiningar kennarafélaganna og hvað breytist við inngöngu FL í Kennarasam- bandið. Breyting sem félagsmenn verða fljótlega varir við er breytingin á trúnaðar- mannakerfinu, sem áður var samtvinnað fulltrúaráði en verður nú aðskilið og trún- aðarmaður kosinn á hverjum vinnustað. Sjóðir og eignir félagsins ganga inn í sjóði KÍ að undanskildum Vísindasjóði og Rannsóknarsjóði. Björg hefur ekki áhyggj- ur af verkefnaskorti og segir mörg verkefni framundan. Eiríkur Jónsson formaður KÍ var við- staddur setninguna og ávarpaði þingið. Hann fór yfir sögu sambandsins og gerði að umtalsefni baráttu kennarafélagsins á ár- unum 1989-1995 þegar það gekk í gegnum erfiða niðurlægingartíma. Þá var ekki farið að tala um sameiningu leikskólakennara og annarra kennarahópa enda félagið ungt og vildi reyna meira sjálft. Í kjölfar verkfalla og annarra hremminga fór loks að rofa til og kennarar gátu horft fram á veginn til betri og bjartari tíðar. Forsendur þess að félögin sameinuðust styrktust og þau mættu til leiks á jafnréttisgrundvelli þegar þar að kom. Að loknum ávörpum skemmtu Aðal- steinn Ásberg og Anna Pálína þinggestum með líflegum og fallegum söng. Þá var þriggja mínútna þögn til minningar um þá sem létust í Bandaríkjunum. Eftir kaffihlé var hafist handa við þing- störf, forsetar og ritarar kosnir. Björg Bjarnadóttir fór stuttlega yfir ársskýrslu og eftir það voru mál lögð fram. Lagabreyt- ingar eru miklar því að verið er að sam- ræma lög FL og annarra félaga innan KÍ. Afgreiðsla lagabreytinga gekk vel og voru þingfulltrúar sammála um flestar breyting- ar sem lagðar voru til. Í framhaldi af því komu fram ýmsar til- lögur og var umræða um þær jafnóðum. Þegar komið var fram á miðjan dag tóku nefndir til starfa. Mismikil verkefni lágu fyrir þeim og komust sumir fulltrúar ekki heim fyrr en langt var liðið á kvöld. Laugardagurinn ekki síðri Það var hress hópur og nokkur eftir- vænting ríkti þegar fulltrúar komu til starfa á laugardeginum. Venja er að byrja daginn á morgunverði og ekki var brugðið frá henni nú. Að morgunverði loknum var þingstörfum haldið áfram þar sem frá var horfið. Ekki var mikill ágreiningur um mál og greinilegt að fulltrúar voru vel undir- búnir og höfðu ígrundað viðfangsefnið. Björg hvatti þingfulltrúa til að þiggja gott boð Eiríks Jónssonar um að koma í hús KÍ og þiggja veitingar að þingi loknu. Helga þingforseti lofaði að klára þingið fyrir klukkan 17 svo að tímasetningar stæð- ust. Þingmálin fóru svo eitt af öðru til sam- þykkta og engin stórátök urðu um þau. Það fór því þannig að klukkan 15 var þingi slit- ið og muna elstu menn ekki annað eins. Þingfulltrúar brugðu þá á það ráð að setjast inn á næstu krá og bíða eftir að ganga inn í sambandið í orðsins fyllstu merkingu því að rétt fyrir klukkan 17 þrammaði hópur- inn frá húsi BSRB að húsi KÍ við Laufás- veg. Þar tóku formenn félaganna á móti hópnum úti á tröppum og báðu okkur um að vera eins og heima hjá okkur því að það værum við svo sannarlega núna. Glatt var á hjalla í glæsilegu boði KÍ og ríkti eftir- vænting meðal fólks að koma til starfa í þessu fallega húsi. Særún Ármannsdóttir Myndir: Sigurlína Kristjánsdóttir og Særún Ármannsdóttir Þing le ikskólakennara 8 12. fulltrúaráðsþing Félags leikskóla- kennara var haldið dagana 14. og 15. september sl. Um það bil 65 fulltrúar af öllu landinu komu saman á þing- inu. Þingstörf gengu hratt og vel Ný stjórn Félags leikskólakennara Eiríkur Jónsson tekur á móti leikskólakennurum við Kennarahúsið

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.