Franskir dagar - 01.07.2016, Page 3

Franskir dagar - 01.07.2016, Page 3
Söngskemmtun í Fáskrúðsfjarðarkirkju Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson syngja á tónleikum á Dalvík og Austurlandi dagana 18.- 22. júlí. Píanóleikari er Kjartan Valdemarsson. Albert Eiríksson hefur skipulagt tónleika í tengslum við Franska daga á Fáskrúðsfirði síðan 2001, en það voru einmitt Diddú og Bergþór sem riðu á vaðið á fyrstu tónleikunum. Síðan þá hefur tónleikunum vaxið fiskur um hrygg og ýmsir staðir á Austurlandi verið heimsóttir, allt suður til Hafnar. Margir tónleikagestir hafa komið ár eftir ár og sumir hafa aldrei látið sig vanta. Í ár verða síðustu tónleikarnir í þessari mynd og því þótti Albert tilvalið að Diddú og Bergþór lokuðu hringnum. Efnisskráin er að mestu byggð á fyrstu efnisskránni, en þar kennir ýmissa grasa; ljúflingslög eftir Inga T. Lárusson, Sigfús Halldórsson, Jónas og Jón Múla, Oddgeir Kristjánsson, en einnig frönsk lög, létt Vínarlög og önnur þekkt erlend og íslensk sönglög. Tónleikarnir verða sem hér segir: Dalvík 18. júlí kl. 20 í Bergi. Safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju 20. júlí kl. 20. Álfakaffi, Borgarfirði eystra 21. júlí kl. 20:30. Fáskrúðsfjarðarkirkju 22. júlí kl. 17 og 20. Þau Diddú og Bergþór hafa átt margvíslegt samstarf í áranna rás, haldið fjölda tónleika saman, farið með aðalhlutverk saman í mörgum óperum og síðast en ekki síst komið fram á óteljandi skemmtunum af fjölbreyttu tagi. Það verður létt og fallegt yfirbragð á tónleikunum, enda eru þau löngu þekkt fyrir glaðlega útgeislun og vandaðan tónlistarflutning. Kjartan mun prýða tónleikana af sinni alkunnu hógværð og leikni, enda er hann eftirsóttur píanóleikari af öllum helstu söngvurum landsins, en búast má við að hann kippi nikkunni með. Miðasala við innganginn og á tix.is. Góða skemmtun! 3

x

Franskir dagar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.