Franskir dagar - 01.07.2016, Side 11

Franskir dagar - 01.07.2016, Side 11
Franskir dagar Les jours français Fyrsti sjúkrabíll Fáskrúðsfirðinga var jeppi af gerðinni International Harvester Scout, sem gerður var að sjúkrabíl inni á Ljósalandi hjá Bjarna og sáu tveir hagleikssmiðir, þeir Baldur Guðlaugsson og Erlendur Jóhannesson um að smíða innréttingarnar í bílinn. Björgunarsveitin tók svo að sér að manna bílinn og gerði alla tíð á meðan sjúkrabílar voru reknir af Fáskrúðsfjarðardeild Rauða kross Íslands. Strax um og eftir 1975 fór svo að verða til aukinn björgunarbúnaður og tæki hjá björgunarsveitinni, CB talstöðvar, sjúkrabúnaður, áttavitar og kort, börur, fjallabúnaður ýmis konar svo sem línur, broddar, ísaxir, broddstafir og þess háttar búnaður. Árið 1976 fékk björgunarsveitin fyrsta björg- unarbátinn, Zodiak slöngubát. Björgunarsveit- armenn höfðu þá lagt mikla vinnu í dagskrá fyrir sjómannadaginn árið áður, voru með sjoppu í vigtarskúrnum, seldu merki og héldu dansleik um kvöldið, og var afrakstur þessarar vinnu not- aður í bátakaupin. Fyrsti björgunarsveitarbíllinn var svo keyptur um 1978, frambyggður rússajeppi (UAZ), en fram að því höfðu félagar björgunarsveitarinnar lagt til sína eigin bíla í útköll og önnur störf björg- unarsveitarinnar. Björgunarsveitin fær nafnið Geisli Á félagsfundi björgunarsveitarinnar þann 29. apríl 1975 var ákveðið að gefa björgunarsveitinni nafnið Geisli og var merki fyrir björgunarsveitina valið úr nokkrum tillögum. Merkið var teiknað af Stefáni Jónssyni. Merki björgunarsveitarinnar breytt Árið 1999 voru Slysavarnafélag Íslands og Lands- björg, tvö félagasamtök sem höfðu björgunar- sveitir starfandi undir sínum merkjum, sameinuð í eitt félag sem fékk nafnið Slysavarnafélagið Landsbjörg. Við þessa breytingu urðu margar björgunarsveitir að breyta merki sínu, þar sem í þeim voru oft tilvísanir í gömlu félögin sem nú voru ekki lengur til. Tillögur voru einnig gerðar að nýju merki fyrir björg- unarsveitina Geisla, en engin fékk sérstaklega góðan hljóm- grunn, þar sem menn sáu það ekki fyrir sér sem almennilegan arftaka merkisins sem fylgt hafði sveitinni þetta lengi og margir ákaflega stoltir að bera. Úr varð að lokum, að fengið var leyfi höfundar til að fella bara út stafina SVFÍ, skamm- stafi Slysavarnafélags Íslands sáluga, og merkið því nánast það sama á eftir. Sjóflokkurinn og bátarnir Þann 26. desember 1986 fórst tankskipið Syneta við Skrúðinn, og fórust allir tólf skipverjarnir, sex Bretar og sex menn frá Grænhöfðaeyjum. Sjö lík áhafnarmeðlima fundust af björgunarmönnum. Þetta sjóslys varð síðar dálítill vendipunktur í áherslu björgunarsveitarinnar Geisla í sjóbjörg- unarmálum, þegar menn áttuðu sig á því að öfl- ugur hraðskreiður björgunarbátur hefði þarna bjargað mannslífum. Litlu opnu slöngubátarnir máttu sín lítils við þær aðstæður sem þarna voru, sjóhæfni þeirra og ganghraði var ekki upp á marga fiska í lok desember fyrir opnu hafi. Björgunarsveitarmönnum varð því ljóst að öflugan björgunarbát þyrfti sveitin að eignast og eiga öflugan sjóflokk, en alvöru bátur var of dýr fyrir litla björgunarsveit, sem einnig var að reyna að koma sér upp húsnæði undir starfsemi sína. Markmiðið gleymdist þó ekkert og því tókst að ná og fyrsti stóri harðbotna björgunarbáturinn var keyptur árið 1995, notaður frá björgunarsveitinni á Höfn í Hornafirði. Báturinn var af gerðinni Viking, smíðaður í Danmörku og fékk nafnið Guðjón Gunnarsson, í höfuðið á ungum dreng, félaga flestra þeirra sem sjóflokkinn skipuðu, sem látist hafði af slysförum nokkru áður. Bát- urinn var búinn 165 hestafla dieselvél og var um 8 metra langur. Guðjón Gunnarsson reyndist góður sjóbátur, en varð dýr í rekstri, aðallega vegna bilana, og reyndist ekki nægilega áreið- anlegur, með einungis einni vél og einu hældrifi. Báturinn var svo seldur til einstaklings, sem seldi hann til köfunarþjónustufyrirtækis í Hafnarfirði. Næsti stóri harðbotnabátur sjóflokksins var af gerðinni Atlantic 75, 7,5 metra langur, smíðaður í Bretlandi af skipasmíðastöð breska sjóbjörg- unarfélagsins (NRLI) og keyptur notaður af því félagi árið 2010. Báturinn var keyptur án véla og allra tækja, og voru settar á hann tvær nýjar 75 hestafla utanborðsvélar og öll tæki ný. Báturinn fékk nafnið Hafdís, í höfuðið á slysavarna- deildinni á staðnum, sem fyrir utan að hafa átt frum- kvæðið af því að björgunar- sveitin var stofnuð, hefur reynst björgunarsveitinni ákaflega góð „mamma“ í gegnum árin. Hafdís reyndist gríðarlega góður sjóbátur í þeim að- stæðum sem björgunarbátur þarf að vinna við og var vel tækjum og búnaði búinn. Galli hans var að hann var opinn, það er að segja lítið skjól var fyrir áhöfn, og aðra sem taka þyrfti um borð, og því erfitt bæði að sækja fólk mjög langt út á haf og fyrir áhöfn að halda út, til dæmis í langri leit í mjög köldu veðri. Sjóflokkur björgunarsveitarinnar með Zodiac slöngubátinn. Fyrsti björgunarsveitarbíllinn. 11 Upphaflega merkið. Eftir breytingu. Stefni Synetu upp úr sjónum við Skrúðinn. Guðjón Gunnarsson (7440).

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.