Franskir dagar - 01.07.2016, Qupperneq 13

Franskir dagar - 01.07.2016, Qupperneq 13
Franskir dagar Les jours français 13 Upp úr 1980 fékk björgunarsveitin svo lítinn skúr, sem stóð við Skólaveg 50b, til afnota, og var í eigu Rafmagnsveitu Ríkisins. Þar var meðal annars sett upp stjórnstöð og skápar fyrir einstaklingsbúnað björgunarsveitarmanna. Björgunarsveitin Geisli, Fáskrúðsfjarðardeild Rauða kross Íslands og Slysavarnadeildin Hafdís sameinuðust svo um að byggja hús undir starf- semi sína árið 1988, að Grímseyri 9, og hýsir það starfsemina í dag. Húsið var nokkuð lengi í byggingu, þar sem ekki var framkvæmt neitt nema félögin ættu fyrir því. Starfsemin fluttist þó í nýbygginguna haustið 1990, þó ekki væri búið að klára húsið að innan. Ungliðadeildin Logi Árið 1984 var stofnuð ungliðadeild innan björg- unarsveitarinnar sem fékk nafnið Logi. Frum- kvæðismaður að stofnun ungliðadeildarinnar var Bjarni Björnsson og var markmiðið með henni að gefa unglingum á aldrinum 14 til 18 ára tækifæri til að öðlast ýmsa þekkingu, sem nýttist síðar mögulega í björgunarstörfum, eða bara í lífinu sjálfu. Starf ungliðadeildarinnar fór rólega af stað, en varð svo nokkuð vinsælt meðal unglinga og sér- staklega var starfið öflugt og óslitið á árunum milli 1990 og 2005. Í seinni tíð hefur framboð á alls konar tóm- stundum og íþróttum fyrir unglinga aukist mjög, og ungliðadeildin orðið minni, auk þess sem erfiðara er orðið að fá aðila til að halda úti því mikla starfi, sem umsjón með ungliðadeild er, í sjálfboðavinnu. 50 ára afmælishátíðin – móttaka á nýjum björgunarbát Laugardaginn 4. júní síðastliðinn, daginn fyrir sjómannadag, kom Hafdís, nýi björgunarbátur björgunarsveitarinnar, svo til heimahafnar. Bát- urinn var fluttur landleiðina úr skipasmíðastöð- inni í Kópavogi til Hafnar í Hornafirði, þar sem hann var sjósettur, honum siglt heim og kom inn í hópsiglingu skipa og báta frá Fáskrúðsfirði í tilefni sjómannadagsins. Á sjómannadaginn sjálfan var svo haldið upp á 50 ára afmæli björgunarsveitarinnar Geisla og komu nýja björgunarbátsins, með veg- legri kökuveislu, sem slysavarnadeildarkonur gáfu björgunarsveitinni í tilefni dagsins. Um 170 manns mættu í Skrúð þar sem veislan var haldin. Meðal gesta voru Smári Sigurðsson for- maður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gísli V. Sigurðsson stjórnarmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björn Jónsson framkvæmdastjóri bátasmiðjunnar Rafnar, Friðrik Mar Guðmunds- son framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar (LVF) og kaupfélagsstjóri, Lars Gunnarsson stjórnar- formaður LVF, Elvar Óskarsson stjórnarmaður LVF og Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarða- byggðar og Steinþór Pétursson hafnarstjóri Fjarðabyggðarhafna. Björgunarsveitinni voru færðar myndarlegar gjafir í tilefni tímamót- anna, meðal annars 3 milljónir frá Loðnu- vinnslunni og Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga, en það var sú upphæð sem uppá vantaði til að full fjármagna kaupin á nýja björgunar- bátnum. Kom þessi gjöf mjög á óvart þar sem Loðnuvinnslan hafði þegar styrkt verk- efnið veglega, og uppskar mikið lófaklapp frá veislugestum. Í afmælisveislunni stóð til að heiðra Bjarna Björnsson, með því að gera hann að fyrsta heiðursfélaga björgunarsveit- arinnar Geisla, og þakka honum þannig fyrir allt það óeigingjarna starf sem hann hefur unnið fyrir björgunarsveitina og samfélagið. Bjarni gat því miður ekki verið viðstaddur, þar sem einnig var verið að skíra nýjasta barnabarn hans þennan dag, en þessu til staðfestingar var útbú- inn áletraður skjöldur sem Bjarni fær afhentan. Björgunarsveitin Geisli þakkar öllum þeim sem heiðruðu hana með komu sinni í afmælið, fyrir hlýjar kveðjur í sinn garð og síðast en ekki síst fyrir þær gjafir sem sveitinni voru færðar. Stefna björgunarsveitarinnar Geisla Stefna björgunarsveitarinnar Geisla hefur alltaf verið að vera sem best í stakk búin að bregðast við í nærumhverfi hennar og miða búnað hennar fyrst og fremst við það, en að sjálfsögðu er farið lengra til þegar kallað er eftir aðstoð og hægt að bregðast við því. Félagar úr björgunarsveitinni Geisla hafa meðal annars farið í útköll um allt Austurland, á Norðurland, upp á jökla og á hálendið og alveg suður á Mýrdalsjökul. Þá hefur alltaf verið farið vel með það fé sem björgunarsveitin hefur aflað til starfsemi sinnar enda annað hvort mikið búið að hafa fyrir því að afla þess með vinnu félaganna, eða um gjafafé einstaklinga og fyrirtækja að ræða, sem ekki er gengið að sem vísu. Björgunarsveitin kann öllum þeim sem styrkt hafa starfsemi hennar í gegnum árin miklar þakkir fyrir, án ykkar stuðnings værum við ekki til fyrir samfélagið. Þá eiga allir þeir sem starfað hafa fyrir björg- unarsveitina í gegnum árin þakkir skyldar fyrir sitt fórnfúsa og óeigingjarna starf. Núverandi húsnæði björgunarsveitarinnar, að Grímseyri 9. Mynd: Grétar Helgi Geirsson. Ungliðar að læra skyndihjálp. Mynd: Grétar Helgi Geirsson. Unglingadeildin Logi á sínu fyrsta Landsmóti árið 1988. Efri röð f.v.: Rafn Heiðar Ingólfsson, Helga Snædal Guðmundsdóttir, Nökkvi Dan Kristmannsson, Björn Kristinn Bjarnason, Grétar Helgi Geirsson, Sigþór Rúnarsson. Neðri röð f.v.: Vignir Örn Stefánsson, Sigurður Elmar Birgisson, Guðrún Íris Valsdóttir, Jónas Friðrik Steinsson, Þórður Már Jónsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Hanna Guðbjörg Þorgrímsdóttir. Mynd: Bjarni Björnsson. Mynd frá 50 ára afmælishátíðinni. Mynd: Jónína G. Óskarsdóttir. Stjórn björgunarsveitarinnar Geisla, f.v. Hörður Árnason meðstjórnandi, Málfríður Hafdís Ægisdóttir ritari, Grétar Helgi Geirsson formaður, Jökull Fannar Helgason varaformaður, Hans Óli Rafnsson gjaldkeri. Mynd: Pétur Björgvinsson. Viðurkenningarskjöldur Bjarna, fyrsta heiðursfélaga björgunar- sveitarinnar Geisla.

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.