Félagsbréf - 01.12.1962, Side 12

Félagsbréf - 01.12.1962, Side 12
8 FÉLAGSBRÉF á reið, voru andstæðurnar: þunglyndi í aðra röndina, gáski í hina; blíður í dag, grimmur á morgun, hreinlífur í þrá, lostagjarn í reynd; hæverska og dramb; mannúðarþrá samfara drottnunargirni; hetjulæti annað veifið, æðrur hitt veifið. Flestum þeirra, sem við listir og skáld- skap fengust í þá tíð, varð meira og minna hált á þessum gljám og svellabólstrum andlegrar sundurgerðar." Þeir íslendingar, sem eitthvað muna aftur í tímann, kannast vel við þennan „lífstón". Hann átti hér um skeið furðuríkt bergmál meðal ungra skálda og annarra „gáfumanna" eins og Þórbergur Þórðarson hefur lýst með miklum ágætum í íslenzkum aðli og sennilega hefur hann orðið ýmsum þeirra kostnaðarsamur, ekki síður en lærimeistur- unum í Höfn. En þeir, sem kynnzt hafa Gunnari Gunnarssyni, munu ekki furða sig á því, að hann lét ekki ánetjast af slíkum tíðaranda. Allt upplag lians og eðli, raunsæi hans og einstæð heilindi persónuleikans, hlaut að rísa öndvert gegn hinni „andlegu sundurgerð", sjálfsblekking- unni og lífsflóttanum, en þar að auki átti hann sér annan bakhjall: land, fólk og örlög, sem hann hafði tekið með sér í útlegðina og slepptu aldrei af honum hendinni, en urðu honum því nærstæðari sem lengra leið. Gunnari farast sjálfum svo orð í Bogvennen-greininni frá 1912: „Fyrir eitthvað tveimur til þremur árum, þegar ég var farinn ofurlítið að átta mig á sjálfum mér og hafði öðlazt nokkur kynni af lífinu og mönnunum eftir þá ringulreið, sem lífið í „hinum stóra heimi“ hafði upphaflega komið á sál mína og hugsun, sá ég ísland stíga aftur fram í endurminningunni — sá fyrir mér landslög, manneskjur, atburði og örlög frá barnæsku minni — og nú leit ég þetta allt í nýrri, en fjarlægri og sérkennilegi'i birtu. Augu mín höfðu opnazt fyrir því, að það sem mér þótti ungum hversdagslegt í fari þeirra voru einmitt hin sérstæðu — og stundum geðfelldu — eðliseinkenni þeirra, og mér varð ljóst, að af hinum gráa hversdagsleika, því litlausa lífi, sem ég hafði ætlað þau sérstaklega borin og dæmd til, höfðu þau minna að segja en nokkur annar. . . . Það var þá að mér hugkvæmdist að skrifa íslenzka ættar- skáldsögu frá nútímanum. . . . “ Af þessum rótum er sagan um Borgarættina sprottin. Höfundurinn sendi Gyldendal handritið að Ormari Örlygssyni „einhvern tíma upp

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.