Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 13

Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 13
FÉLAGSBRÉF 9 úr sumarmálum, en sá þóttist hólpinn, sem hafði komið fæti yfir þrösk- uldinn hjá þessu fræga útgáfufyrirtæki. Bjartsýni minni á eigin mögu- leika hafði hvorki sultur né seyra megnað að granda. Þegar ég fékk bréfið um, að bókin væri tekin til útgáfu, sagði ég við vinkonu mína, að nú gætum við gift okkur, og taldi hálfan rnánuð nægja til undir- búnings. Þá kom upp úr kafinu, að til þeirra hluta þarf ýmiss konar vottorð, enda taldi ástvina mín sig vanbúna fyrr en eftir tvo mánuði, og varð það að ráði. Þetta gerðist um sólstöður 1912.“ |^Jaður, sem flyzt búferlum í annað land og hyggst að yrkja þar jörð- ina, tekur ekki endilega með sér rekuna eða plóginn; hann veit sem er, að hvort tveggja muni honum auðfengið og tiltækt þar sem hann kemur. Allt annað verður upp á teningnum, þegar um rithöfund er að ræða, sem flytur sig brott frá landi sínu og tungu og sezt að í nýju máli. Enginn er fzeddur nema til eins móðurmáls, og skáldið samt öllum öðrum síður. í livaða stöðu annarri sem vera skal er venju- legum manni innan handar að tileinka sér nýtt tungumál að því marki, er honum má duga. En rithöfundur getur ekki látið sér nægja að læra málið, hann verður, ef svo má segja, að fæðast inn í það, taka þar til sem ómálga barnið byrjar að skynja hlutina í kringum sig. Tungan er orðin honum þá fyrst eftirlátt tæki, þegar hún hefur gefið sig hon- Um á vald og speglar að boði hans öll blæbrigði persónulegrar hugs- unar. En jafnvel þó að svo langt sé komið á rithöfundur á nýju máli í höggi við örðugleika, sem vita inn á við og hann er þess vegna einn til frásagnar um. Hann getur seint eða ekki öðlazt þá öryggiskennd gagnvart túlkunarmætti orðanna, sem þeim gefst einurn, sem fæðast með rödd málsins í blóði sínu og uppgötva sig og veröldina stig af stigi í hugtökum þess. Þegar á þetta allt er litið og um leið haft í huga, að Gunnar Gunnarsson varð, einnig frá málfarslegu sjónarmiði, einn af allra fremstu höfundum, sem ritað hafa á danska tungu fyrr og síðar', verður mönnum kannski ljósara en ella, hvílíkt þrekvirki hann vann á þeim ferli, sem hófst með sögu Borgarættarinnar.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.