Félagsbréf - 01.12.1962, Page 16

Félagsbréf - 01.12.1962, Page 16
12 F É L A G S B R É F 1 eftirmála við Borgarættina 1943 hefur Gunnar sagt frá litlu atviki, sem bregður skemmtilegu ljósi yfir það, hversu þessi saga hefur orðið mönnum minnistæð: „Þegar Honig gamli í Hollandi, bezti karl, en ekki stórtækur á ritlaun, sendi mér fyrstu fúlguna í ávísun á Þjóðbank- ann danska, hafði hann villzt á höfundi og hetju, og var ávísunin gefin út á herra Ormar Örlygsson. Það var með hálfurn huga, að ég fram- vísaði á mann, sem aldrei hafði verið til nema á bókarblöðum, en gjald- kerinn brosti og tók hana góða og gilda, rétt eins og hann minntist með ánægju þægilegra viðskipta við liinn fyrrverandi stórútgerðarmann." í sama eftirmála segist Gunnar ekki heldur vita, hvernig högum sínum hefði verið komið, ef hann liefði ekki átt Borgarættina að og notið stuðnings þeirra feðga, þegar aðrir brugðust. Hér heima kom Borgarættin út á forlagi Sigurðar Kristjánssonar, fyrstu bindin tvö árið 1915 og hin þremur árum síðar. Árið 1919 var kvikmynd gerð eftir sögunni, hin fyrsta, sem tekin hefur verið á Is- landi. Þarna komu einnig íslenzkir leikarar fram í kvikmynd í fyrsta sinn, og m.a. lék Guðmundur Thorsteinsson eitt stærsta hlutverkið, Ormar Örlygsson, með miklum ágætum. Þótti almenningi kvikmynda- takan heilmikill viðburður, og strax við komu leikaranna með Gullfossi varð uppi fótur og fit í bænum. „Múgur og margmenni hafði safnazt saman niður á bryggju til þess að taka á móti þeim, því að það er alveg nýtt í sögu þessa lands að hingað komi flokkur erlendra kvik- myndaleikara, og eigi var mönnum minni forvitni á að sjá þetta fólk, þar sem það átti nú að fara að filma skáldsögu eftir íslenzkan höfund,“ segir í einu bæjarblaðinu. Kvikmyndin var sýnd hér við fádæma vin- sældir, nú síðast fyrir allmörgum árum. Gunnar Gunnarsson hefur látið svo um mælt, að Borgarættin sé bæði að efni, uppistöðu og málfari, unglingsverk og beri á sér öll einkenni byrjanda í sagnagerð. Hann viðurkennir samt, að hún megi teljast skáld- verk eigi að síður og finnur þá skýringu helzta á vinsældum sögunnar „að í henni muni felast töluverður sannleikur um íslenzka skapgerð. örlög, aðstæður, öfgar og írafár.“ Allt er þetta að sjálfsögðu rétt, það sem það nær, en hitt má ekki vanmeta, að sagan ber umfram allt með sér að vera skrifuð af ríkri andlegri nauðsyn, knýjandi þörf höfundar-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.