Félagsbréf - 01.12.1962, Side 18

Félagsbréf - 01.12.1962, Side 18
HJÖRTUR PÁLSSON Orðsending með vindinum Áður en ég íór bað ég vindinn fyrir orðsendingu til vinkonu minnar: Einu sinni sagði við mig kona: Það er ekki œvinlega betra að valda vœngbroti en verða fyrir því. Ég var of ungur þd til að skilja þennan sannleik, en nú veit ég betur, því að kvöldin okkar eru liðin og sandurinn í stundaglasinu og nóttin haldast ekki lengur í hendur. Þegar þér berst þessi orðsending verð ég farinn, og hjarta mitt fullt af þakklceti af því þú slepptir mér úr mjúkum höndum eins og fugli. —

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.