Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 20

Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 20
INGÓLFUR PÁLMASON Þœttir úr sögu Flateyjarbókar i. jP'lateyjarbók er stærst allra íslenzkra skinnbóka eða 225 blöð alls í stóru arkar- broti; hæð blaðanna að jafnaði 42 cm og breiddin 29 cm. Hún er heil og hvergi skemmd svo að torlæsileg sé, en það er meira en sagt verður um flest hinna fornu íslenzku handrita. Á 18. öld var hún bundin í tvö þykk bindi og er nú geymd í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, Gamla handritasafninu (Gl. kgl. sml. 1005 fol.). Öll er bókin úr garði gerð af hinni mestu stórmennsku og ytri frágangur allur hinn ríkmannlegasti. Upphafsstafir eru dregnir í mörgum lit- um, stundum skreyttir blómaflúri og myndum, einkum þar sem skiptir sögum eða þáttum. í bókina hefur þurft 113 kálfskinn, því að brotið er svo stórt, að ekki fengust fleiri en tvö blöð úr hverju skinni. Má af slíku marka, að ekki hefur verið á allra færi að efna til svo veglegrar bókar. II. Flateyjarbók er einnig sérstæð að því leyti, að í henni sjálfri er skýrt frá eiganda hennar, efni og skrifurum. Fyrsta blaðsíða bókarinnar er óskrifuð, en aftan á blaðinu stendur formáli, og er hann á þessa leið: „Þessa bók á Jón Hákonarson. Er hér fyrst á kvæði, þá hversu Noregur byggð- ist, þá frá Eireki víðförla, þar næst frá Ólafi konungi Tryggvasyni meðr öllum sínum þáttum. Því næst er saga Ólafs konungs hins helga Haraldssonar meðr öll- um sínum þáttum ok þar meðr sögur Orkneyja jarla. Þá er Sverris saga, þar eftir Hákonar saga gamla með sögu Magnúsar konungs, sonar hans. Þá er þáttr Einars Sokkasonar af Grænlandi, þar næst frá Helga ok Ulfi hinum illa. Þá hefr upp annál, þegar heimrinn er skaptr. Tekr hann allt til þess, er nú er komit heirn- stöðunni. Hefir skrifat Jón prestr Þórðarson frá Eireki víðförla ok Ólafs sög- urnar báðar, en Magnús prestr Þórhallsson hefir skrifat upp þaðan ok svá þab
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.