Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 21

Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 21
FÉLAGSBRÉF 17 er fyrr er skrifat, ok lýst alla. Gleði guð allsvaldandi þá, er skrifuðu, ok þann er fyrir sagði, ok jómfrú sancta María.“ Jón Hákonarson, sem hér er nefndur, var alkunnur höfðingi á 14. öld, fædd- ur um 1350. Ættmenn hans voru miklir fyrir sér, röktu m.a. ættir til Sturlunga og Seldæla, Gissur galli, afi Jóns, var hirðmaður Hákonar háleggs, og er hans getið í annál Flateyjarbókar, Lárentíuss sögu og víðar. (Geta má þess, að af honum er skemmtileg frásögn í II. bindi íslendinga sögu Jóns Jóhannessonar.) Eftir svaðilfarir sínar með Hákoni bjó Gissur í Víðidalstungu, og dó þar 1370, rúmlega tíræður; var hann heitinn eftir Gissuri jarli. Hákon, faðir Jóns, mun hafa búið á Auðunarstöðum, því 1385 kaupir Jón sonur hans Víðidalstungu af Magnúsi föðurbróður sínum og lætur Auðunarstaði í býtum. Enginn vafi þykir leika á því, að Jón Hákonarson hafi ekki einungis átt bókina, heldur og látið skrifa hana. Telja fræðimenn líklegt, að ritun bókarinnar hafi verið byrjuð 1382, áður en Jón flutti að Víðidalstungu, en víst þykir, að hún hafi verið í gerð 1387 af vitnisburði bókarinnar sjálfrar. Hefur meginmál hennar ef til vill þá þegar verið skrifað, en annálnum aftast í bókinni hefur veiið haldið áfram og lýkur honum ekki fyrr en með árinu 1394. III. Eins og í formálanum stendur, er bókin skrifuð af tveimur prestum, og hafa þeir báðir verið listamenn í þessari grein. Jón Þórðarson er nefndur vottur í bréfi rituðu í Víðidalstungu 10/7 1384, og geta menn þess til, að hann hafi verið prestur við kirkjuna þar. 1 annál Flateyjarbókar stendur við árið 1394: „Kom út með honum (Vilkin biskupi) Jónn prestr Þórðarson ok hafði utan verit sex ár ok haldit Krosskirkju“ (þ.e. í Björgvin). Má líklegt telja, að þetta sé skrifarinn, og hafi Magnús Þórhallsson, ef til vill tekið við prestskap í Víði- dalstungu, er hann hvarf utan. Hefur Magnús sennilega annaðhvort búið í Víðidalstungu eða nágrenninu, því að hann hefur lýst alla bókina( þ.e. skreytt upphafsstafi), eins og formálinn vottar. Magnús Þórhallsson er meðal kaup- votta að jarðakaupum á Snæfellsnesi 1397, og þykir líklegast, að þetta sé einn og sami maður og skrifarinn. Hefur hann þá flutzt vestur 1395 eða 1396, og ritun annálsins þá fallið niður, eins og fyrr greinir. IV. Af formálanum, sem skráður er hér að framan, má nokkuð marka fjölbreytni efnisins í Flateyjarbók, þó ekki sé þar allt talið. Fyrirferðarmestar eru sögur af Noregskonungum, fyrst sögur ólafanna, síðan Sverris og Hákonar gamla.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.