Félagsbréf - 01.12.1962, Page 22
18
FÉLAGSBRÉF
Wv.£'
■iOítin||«
8^t»K Kýj\ft3íí«nd^r Ap ^•ír^trcvu
Upphaf Ólaís sög;u Tryggvasonar £ Flateyjarbók.
Vafasamt er, hvort trúrækni Jóns Hákonarsonar hefur valdið, er hann lét hefja
ritun Ólafssagnanna, eins og Finnur Jónsson gizkar á í formála ljósprentuðu
útgáfunnar. Hitt er allt eins líklegt, að almennur sagnaáhugi hafi þar meiru
um ráðið. Má um leið minnast þess, að Jón Hákonarson lét sér ekki nægja að
safna sögum af Noregskonungum og setja saman í bók, heldur lét hann og
gera aðra bók með íslendingasögum, sem fræðimenn telja, að verið hafi litlu
síðri. Því miður er handrit þetta nú að mestu glatað. Arngrímur lærði vitnar
í bók þessa í Crymogæu, hefur víst fengið hana léða frá Vatnshorni í Dölum