Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 23

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 23
FÉLAGSBRÉF 19 eða bókin komizt í hans hendur, þegar Guðbrandur biskup keypti Vatnshorn, því að hann nefnir hana Vatnshyrnu. Inn í sögur Ólafanna í Flateyjarbók er skotið ýmsum þáttum; en í þeim koma Islendingar mjög við sögu. Þar er einnig að finna sögur eða kafla úr sögum, svo sem Hallfreðarsögu, Fóstbræðrasögu, Færeyingasögu, Jarlasögur, þætti um Vínlandsferðir og Grænland, Jómsvíkingasögu og fleira. Sérstakrar tegundar eru Nornagestsþáttur og Völsaþáttur (um dýrkun hestvinguls, „phallic ■worship1'). Framan við Ólafs sögu Tryggvasonar setti Jón Þórðarson sögu Eiríks víðförla, sem talin hefur verið til Fornaldarsagna Norðurlanda, en er í rauninni helgisaga. Hefur hún frá hendi skrifara verið hugsuð sem inngangur að Ólafssögunum, og gerir hann nokkra grein fyrir því í eftirmála við söguna. Það sem stendur á undan Eiríks sögu víðförla er allt með hendi Magnúsar. Eru þar auk formálans og nokkurra smáþátta eftirtalin kvæði: Geisli, kvæði Einars Skúlasonar um Ólaf Haraldsson, flutt fyrir Noregskonungum í Krists- kirkju í Niðarósi 1153; Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson, en hún mun vera elzta ríma varðveitt á bókfelli og ef til vill fyrsta ríman, sem var ort; Hyndluljóð ásamt Völuspá hinni skömmu, sem aukið er inn í þau. Við enda Ólafs sögu helga er kvæðið Noregskonungatal. Eru þar taldir allir Noregskonungar frá Haraldi hárfagra niður að Sverri, Hálfdan svarti er einnig nefndur. Kvæðið er ort Jóni Loftssyni til dýrðar, en eins og kunnugt er átti hann til frændsemi að telja við norsku konungsættina. Þá kemur Sverris saga eftir Karl Jónsson, ábóta á Þingeyrum, og því næst saga Hákonar gamla, rituð af Sturlu Þórðarsyni á árunum 1264—’65. Þessar sögur báðar hefur Magnús prestur skrifað eftir góðum handritum og engu við aukið. Hér á eftir kemur viðbætir við sögu Ólafs helga, „smáir articuli“, sem eru merkilegir fyrir það, að höfundur formálans fyrir þeim, Magnús prestur Þór- hallsson, segir berum orðum, að þeir standi „í sjálfri lífssögu hins heilaga Ólafs konungs Haraldssonar, þeirri sömu er Styrmir prestur hinn fróði hefur saman sett. ...“ Þeir eru því geysimerk bókmenntasöguleg heimild og „hljóta jafnan að verða traustasta undirstaða þekkingar vorrar“ á bók Styrmis. (Sjá Sig. Nordal: Form. f. Flat. IV.). Ótaldir eru þá tveir þættir, Grænlendinga þáttur, um setningu biskupsstóls að Görðum í Einarsfirði um 1125, og stuttur þáttur af Helga og Úlfi hinum illa, ásamt sögu Játvarðar helga, sem Bretar nefna Edward Confessor, þ.e. ját- anda. Hann sat að völdum eftir lát Hörða-Knúts 1042 til 1066. Að lokum er annáll, sem eins og áður er getið, nær fram til ársins 1394.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.