Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 24
20
FÉLAGSBRÉF
1 upphafi eru nokkrar greinar, þar sem skýrt er frá sköpun heimsins og helztu
tímabilum heimssögunnar, en sjálfur annállinn hefst á dögum Cæsars og telur
fyrst tíðindi utan úr heimi, en síðan af íslandi. Er sá kafli frumsaminn af
Magnúsi presti og er miklu rækilegri en aðrir islenzkir annálar fyrir siðaskipti.
Á 15. öld var Flateyjarhók enn aukin að þremur nýjum kverum. Var þeim
skotið inn milli viðaukanna úr bók Styrmis og Grænlendinga þáttar. Á þess-
um kverum stendur saga Magnúsar góða og Haralds harðráða ásamt fáeinum
þáttum, sem skrifarinn hefur skeytt við söguna. Þessi gerð sögunnar er hér
um bil tvöfalt lengri en saga þessara konunga í Heimskringlu, svo að auðséð
er, að skrifarinn hefur fetað dyggilega í fótspor þeirra Jóns og Magnúsar í því
að safna sem mestu efni. Fæst hér sem víðar góður samanburður við vinnu-
brögð Snorra.
V.
Spyrja má, hvaðan safnendunum hafi komið allt þetta efni. Verður að telja
líklegt, að bókasafn Þingeyrarklausturs hafi verið drýgsta náman, en víðar að
gátu þeim borizt föng. Minnir Sigurður Nordal á (Form. Flat. I.), að nafnarnir
Einar Gilsson, höfundur Ólafs rímu, og Einar Hafliðason hafi búið í Húnaþingi.
Einar Hafliðason, officialis, á Breiðabólstað í Vesturhópi, var höfðingi mikill
og lærdómsmaður. Er hann höfundur Lárentíuss sögu og Lögmannsannáls, sem
var að nokkru fyrirmynd og heimild Magnúsar Þórhallssonar við samningu
Flateyjarannáls. Vinátta mun hafa verið með þeim Jóni Hákonarsyni og síra
Einari, því að sá síðarnefndi sagði fyrir kaupmála, þegar Jón keypti Víðidals-
tungu. Telur Nordal líklegt, að Einar Hafliðason hafi verið með í ráðum að
velja efni í Flateyjarbók og Vatnshyrnu.
VI.
Engar öruggar heimildir eru nú til um það, hvað um skinnbókina varð fyrst
eftir lát Jóns Hákonarsonar, en nokkra vitneskju þykjast menn þó geta fengið
með því að athuga, hvað um eignir hans varð, einkum höfuðbólið Víðidalstungu.
Ekkert er kunnugt um Jón eftir 1398, en látinn er hann 1416, og hafa menn
getið þess til, að hann hafi látizt í Plágunni miklu rétt eftir 1400. Skömmu
síðar er Víðidalstunga komin í eigu Þorleifs Árnasonar, en hann var sonur
Árna Einarssonar prests Hafliðasonar. Frá Þorleifi Árnasyni er beinn karllegg-
ur til eigenda Flateyjarbókar á 17. öld, eins og nú skal rakið: Sonur Þorleifs
var Björn hirðstjóri ríki á Skarði, hans sonur Þorleifur hirðstjóri að Reyk-
hólum, hans sonur Björn bóndi að Reykhólum, hans sonur Jón í Flatey.