Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 25
FÉLAGSBRÉF 21 Er hér er komið sögu verða heiinildir allar Ijósari, því að neðan við hinn foma formála á fyrsta blaði skinnbókarinnar stendur með hendi frá 17. öld: „Þessa bók á ég, Jón Finnsson, að gjöf míns sáluga föðurföður Jóns Björns- sonar, svo sem bevisingar til finnast skulu, en var mér af mínum sáluga föður, Finni Jónssyni, sjálfum persónulega afhent og í þeirri meiningu til eignar fengin. Til merkis mitt nafn hér fyrir neðan. Jón Finnsson með eigin hönd.“ Þessi ráðstöfun Jóns Björnssonar, að bókin gengi í arf til sonarsonarins, talar sínu máli um ræktarsemi þá, sem þeir feðgar báru í brjósti til þessa kjörgrips ættarinnar. — Eins og kunnugt er hafði Ólöf ríka á Skarði um sig hirð skemmt- unarmanna, og má nærri geta, að skinnbókin hefur þótt þar ekki lítill kosta- gripur. Á Skarði mun líka sögu konunganna tveggja, Magnúsar góða og Har- alds harðráða, liafa verið bætt inn í handritið. A 17. öld þegar áhugi fræðimanna hófst á fornum íslenzkum handritum, var eðlilegt, að þeir fengju augastað á Flateyjarbók. Arngrímur lærði hefur haft hana að láni, því að hún er aðalheimild í riti hans um Noregskonunga; og á dögum Odds biskups Einarssonar hefur hún verið í Skálholti um hríð. Hefur bisku]) ritað þetta í skrá um bækur staðarins 1612: „Finnur Jónsson í Flatey á hér stóra sögubók, sem hér hefur legið nokkur ár. Þar eru á kónga- sögur og fleira annað. Hún skal komast með góðum skilum til lians aftur, þá hann vill ekki líða hana hér lengur.“ Sem betur fór hefur Jón Finnsson ekki viljað „Iíða“ hana lengi af bæ, því að annars hefði hún átt á hættu að tor- tímast ásamt fleiri bókum, þegar staðurinn hrann 1630. Sumarið 1647 kom Brynjólfur biskup Sveinsson í Flatey á Breiðafirði á yfir- reið sinni um Vestfirði. Um þetta segir svo í Sjávarborgarannál við árið 1647: „Þá skenkti Jón Finnsson þar biskupinum kóngabókina gömlu, sem lengi lá í Flatey og hans langfeðar átt höfðu.“ Onnur heimild bætir því við, að biskup hafi falað bókina, fyrst fyrir peninga, síðan fyrir fimm hundruð í jörðu, en fengið hana eigi að heldur. „En er Jón fylgdi honum til skips úr eyjunum, gaf hann honum bókina, og meinast, að biskupinn hafi hana fullu launað.“ Biskup sendi hana síðar Friðriki konungi III., sem hafði skrifað honum og heðið hann að útvega „þær antiquitates, sögur og gömul document, sem fást kynni hans Majestati til þénustu og þóknunar og til að auka hans konunglega hibliothecam“. Hefur biskup ef til vill vonazt til að konungur sýndi meiri skiln- ing óskum hans um prentsmiðju til staðarins, er hann sæi, hvílíkt verkefni lægi fyrir í prentun íslenzkra sögurita. En ekki rættist sú ósk Brynjólfs biskups, hann fékk enga prentsmiðju frá sínum herra. Þormóður Torfason fékk síðar Flateyjarbók að láni og hafði hjá sér að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.