Félagsbréf - 01.12.1962, Page 29

Félagsbréf - 01.12.1962, Page 29
FÉLAGSBRÉF 25 vissu að var unaðarsamleg. Sú sanngirniskrafa að allir, fátækir sem ríkir, skyldu eiga jafnan hlut að happdrættinu varð undirrót að óbilgjörnum áróðri; og minning hans hefur ekki máðst þótt tímar liðu. Suniir þrjózkuðust við að skilja (eða þóttust ekki skilja) að hér var við að etja nýja skipan máh anna, óhjákvæmilega söguþróun. Þræll nokkur hnuplaði rauðum miða og dró það hlutskipti að tungan skyldi brennd úr munni hans. I.ögum samkvæmt var það refsing þess sem stolið hafði happdrættismiða. Sumir Babýlóníumenn ályktuðu að rauðglóandi járnið væri hlutskipti hans vegna stuldarins; aðrir tóku frjálslegri afstöðu og sögðu böðulinn skyldu brenna tungu hans vegna hlutarins sem hann hafði dregið. Það kom til óeirða. og, illu heilli, til blóðs- úthellinga. En Babýlóníumenn komu vilja sínum fram að lokum þrátt fyrir andstöðu auðstéttarinnar. Þeir fengu framgengt öllum kröfum sínum, stórum í sniðum. í fyrsta lagi tók félagið sér alræðisvald. (Þessi einingaraðgerð var nauðsynleg fyrir það hve yfirgripsmikið og flókið hið nýja athafnasvið þess var.) í öðru lagi varð happdrættið leynilegt, frjálst og almennt. Fallið var frá sölu happdrættismiða fyrir peninga. Að afstaðinni Bels-vígslunni tók hver frjáls maður sjálfkrafa þátt í hinum helgu happdrættum sem voru dregin á sextíu nótta fresti í völundarhúsi guðsins og réðu örlöguir. fram til næsta drátt- ar. Afleiðingarnar voru ófyrirsjáanlegar. Happadráttur veitti kannski upphafningu í öldungaráðið; eða óvinur manns (leyndur eða ljós) var hnepptur í fangelsi; eða kostur gafst á samfundum, í friðsælu rökkri dyngjunnar, við konuna sem var tekin að óróa okkur, eða við Héldum við mundum aldrei sjá framar; og óhapp gat haft í för með sér lim- lestingu, margs konar lítillægingu eða dauða. Einstakt atvik — C veginn á kránni, B skyndilega upphafinn — var stundum niðurstaðan úr þrjátíu eða fjörutíu dráttum. Slík hendingatenging var erfið viðfangs; en hins ber að tninnast að Félagsmenn voru (og eru) í senn máttugir og kunnáttusamir. Margsinnis kynni vitneskjan um að sum gæði væru undir hendingu einni Homin að hafa rýrt gildi þeirra; til að bæta úr þessu gripu trúnaðarmenn Félagsins til sefjunar og til galdurs. Starfshættir þeirra voru leynilegir. Þeir fengu sér stjörnuspámenn og njósnara að komast á snoðir um launungarvonii og innibyrgðan ótta fólks. Velviljaðir menn, og rógberar, gátu komið vitnisburði sínum á framfæri á vissum stöðum; það voru nokkur tiltekin steinljón, heilagt salerni sem nefndist Qaphqa, tilteknar sprungur í rykfallinni vatnsleiðslu sem almannarómi lá til Félagsins. Þessum fróðleik, mjög mis-áreiðanlegum, yar haldið til haga í spjaldskrá eftir stafrófsröð.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.